Lokaumferð undankeppni HM 2022 hefst í dag og verða tveir úrslitaleikir um laust sæti í lokakeppninni í Katar í kvöld.
Í B-riðli eigast við lið Spánar og Svíþjóðar og verður leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport 2. Spánn er með eins stigs forystu á Svíþjóð og dugar því jafntefli til að tryggja sér farseðilinn til Katar. Svíar þurfa að vinna leikinn sem fer fram í Sevilla og hefst klukkan 19.45.
Í A-riðli er staðan æsispennandi. Portúgal og Serbía eru bæði með sautján stig á toppi riðilsins og mætast í kvöld. Portúgal er með betri markatölu og nægir því jafntefli til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og sæti á HM 2022. Leikur Portúgals og Serbíu verður sýndur á Stöð 2 Sport 3.
Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia verða í eldlínunni í stórslag í ACB-deildinni klukkan 17.30 er þeir mæta stórliði Barca. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 3.
Tveir leikir eru svo sýndir í NFL-deildinni bandarísku í kvöld og verða á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 18.00 eigast við Washington Football Team og ríkjandi meistarar Tampa Bay Buccaneers en að honum loknum mætast Green Bay Packers og Seattle Seahawks.
Í NBA-deildinni eigast við Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs klukkan 20.30. Vegna ofangreindra breytinga verður hann sýndur á Stöð 2 Vísir.
Á Stöð 2 Sport verður einnig breyting þar sem að fresta þurfti leik Fram og Vals í Olísdeild karla. Í staðinn verður sýnt beint frá viðureign Selfoss og Víkings klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport.
Næstsíðasta mót ársins á LPGA-mótaröðinni lýkur í kvöld þegar lokakeppnisdagurinn á Pelican Women's Championship fer fram. Bein útsending frá honum verður á Stöð 2 Golf.
Á sama tíma verður bein útsending frá lokakeppnisdeginum á Houston Open á PGA-mótaröðinni og verður hann sýndur á Stöð 2 Esport.
Bein útsending frá Turf-deildinni í Rocket League verður á rafíþróttavef Vísis.
Yfirlit yfir beinar útsendingar dagsins:
Stöð 2 Sport
19.20 Selfoss - Víkingur (Olís deild karla)
Stöð 2 Sport 2
13.50 Króatía - Rússland (Undankeppni HM 2022)
16.50 Armenía - Þýskaland (Undankeppni HM 2022)
19.35 Spánn - Svíþjóð (Undankeppni HM 2022)
21.45 Markaþáttur HM 2022
Stöð 2 Sport 3
17.20 Barca - Valencia Basket (ACB)
19.35 Portúgal - Serbía (Undankeppni HM 2022)
Stöð 2 Sport 4
18.00 Washington - Tampa Bay (NFL)
21.20 Green Bay - Seattle (NFL)
Stöð 2 Vísir
20.30 LA Lakers - SA Spurs (NBA)
Stöð 2 Golf
18.00 Pelican Women's Championship (LPGA)
Stöð 2 Esport
18.00 Houston Open (PGA)
Vísir.is
19.00 Turf-deildin (Rocket League)