Ráðherrar binda vonir við þriðju bólusetninguna og skora á alla að mæta Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2021 19:27 Almennar fjöldatakmarkanir. Grafík/Helgi Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. Ríkisstjórnin kom saman í morgun til að ræða hertar sóttvarnaaðgerðir aðeins tveimur dögum eftir að núgildandi aðgerðir um 500 manna samkomutakmörk tóku gildi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist að loknum fundi hafa nánast að öllu leyti farið að ráðleggingum í minnisblaði sóttvarnalæknis frá í gær. Reglur í verslunum og á söfnum.Grafík/Helgi „Megindrættirnir í því snúast um fjöldatakmörkun sem er almenn 50 manns í rými. En þó svigrúm fyrir allt að 500 á viðburðum þar sem er þá krafist hraðprófa,“ segir Svandís. Börn fædd 2016 eða síðar teljast þó ekki með. Takmarkanir á opnunartíma veitingastaðaGrafík/Helgi Þá gildir eins metra fjarlægðarregla milli ótengdra aðila og notkun grímu ef ekki er hægt að virða þá reglu. Þó má stunda snertiíþróttir og leikskólabörn og nemendur 1. -4. bekkjar eru undanþegnir. Almenn grímuskylda Almenn grímuskylda verður þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra regluna og alger grímuskylda þar sem nánd er mikil svo sem eins og á hárgreiðslustofum. Skólaskemmtanir með hraðprófum eru undanskyldar. Reglur um sund og líkamsræktarstöðvarGrafík/Helgi „Að það séu 75 prósent sem mega koma í sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. En afgreiðslutími veitinga- og skemmtistaða verði styttur enn til klukkan tíu og síðustu gestir fari út klukkan tuttugu og þrjú,“ segir heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra bindur miklar vonir við þriðju bólusetninguna. Stefnt sé að því að um helmingur fullorðina hafi fengið örvunarskammt fyrir áramót.Vísir/Vilhelm Almennt verður fimmtíu manna hámarksfjöldi í verslunum en þó má bæta við fimm á hverja tíu fermetra upp að fimm hundruð manns með eins metra reglu og grímuskyldu. Reglur um skólastarf.Grafík/Helgi Fimmtíumannareglan nær einnig til skóla en þar eru börn fædd 2016 og síðar undanskilin. Starfsfólk leikskóla þarf ekki að bera grímur í samskiptum við börnin. Kennarar í grunnskólum og framhaldsskólum auk nemenda í framhaldsskólum mega taka grímur niður eftir að sest er og blöndun hópa í skólastarfi verður heimil á öllum skólastigum. Helmingur fullorðinna fái þriðju sprautuna fyrir áramót „Stórmál í þessu öllu saman líka er að við erum að gera ráð fyrir að ná þriðju bólusetningu í 160 þúsund manns fyrir áramót. Þannig að það er umtalsvert átak sem við erum að fara í þá,“ segir Svandís. Það væri að mati besta fólks leiðin út úr faraldrinum. Líklega verði hægt að hefja bólusetningu barna frá fimm til tólf ára í desember. „Þjóðir hafa lent í því að geta ekki sinnt covid veiku fólki. Það hefur þurft að bíða úti á bílastæðum og kannski aldrei náð inn. Það er staða sem við viljum alls ekki sjá hér á Íslandi. Þannig að ég er algerlega sammála sóttvarnalækni með hans stöðumat,“ segir heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stöðuna vonbrigði. Reynslan sýndi að veiran væri ófyrirsjáanleg þrátt fyrir hátt bólusetningarhlutfall hér á landi og góðan árangur varðandi dauðsföll. Hún skori á alla að mæta í þriðju bólusetninguna eftir boðun. „Já, af því ég hef mikla trú á því sem rannsóknirnar og gögnin eru að sýna okkur. Eins bindur maður að sjálfsögðu vonir við þá framþróun sem við erum búin að sjá hvað varðar lyfjaþróun í þessum málum. Þannig að ég held að það séu bjartari tímar framundan. En ég horfi líka til þess að ef þessar ráðstafanir virka sem skyldi getum við náð fjölda smitaðara niður í viðráðanlegt ástand,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Katrín: „Ég held að það séu bjartari tímar framundan“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að við séum komin í þá stöðu að þurfa að herða samkomutakmarkanir enn frekar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hún telur þó bjartari tíma vera framundan, sér í lagi nú þegar verið sé ráðast í frekari bólusetningar. 12. nóvember 2021 14:43 „Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fordæmir samkomutakmarkanir og hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu. 12. nóvember 2021 14:28 Hertar aðgerðir kynntar í dag Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan hálf tíu þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigisráðherra mun leggja fram tillögu um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna mikillar fjölgunar smitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga. 12. nóvember 2021 07:57 Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. 10. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
Ríkisstjórnin kom saman í morgun til að ræða hertar sóttvarnaaðgerðir aðeins tveimur dögum eftir að núgildandi aðgerðir um 500 manna samkomutakmörk tóku gildi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist að loknum fundi hafa nánast að öllu leyti farið að ráðleggingum í minnisblaði sóttvarnalæknis frá í gær. Reglur í verslunum og á söfnum.Grafík/Helgi „Megindrættirnir í því snúast um fjöldatakmörkun sem er almenn 50 manns í rými. En þó svigrúm fyrir allt að 500 á viðburðum þar sem er þá krafist hraðprófa,“ segir Svandís. Börn fædd 2016 eða síðar teljast þó ekki með. Takmarkanir á opnunartíma veitingastaðaGrafík/Helgi Þá gildir eins metra fjarlægðarregla milli ótengdra aðila og notkun grímu ef ekki er hægt að virða þá reglu. Þó má stunda snertiíþróttir og leikskólabörn og nemendur 1. -4. bekkjar eru undanþegnir. Almenn grímuskylda Almenn grímuskylda verður þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra regluna og alger grímuskylda þar sem nánd er mikil svo sem eins og á hárgreiðslustofum. Skólaskemmtanir með hraðprófum eru undanskyldar. Reglur um sund og líkamsræktarstöðvarGrafík/Helgi „Að það séu 75 prósent sem mega koma í sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. En afgreiðslutími veitinga- og skemmtistaða verði styttur enn til klukkan tíu og síðustu gestir fari út klukkan tuttugu og þrjú,“ segir heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra bindur miklar vonir við þriðju bólusetninguna. Stefnt sé að því að um helmingur fullorðina hafi fengið örvunarskammt fyrir áramót.Vísir/Vilhelm Almennt verður fimmtíu manna hámarksfjöldi í verslunum en þó má bæta við fimm á hverja tíu fermetra upp að fimm hundruð manns með eins metra reglu og grímuskyldu. Reglur um skólastarf.Grafík/Helgi Fimmtíumannareglan nær einnig til skóla en þar eru börn fædd 2016 og síðar undanskilin. Starfsfólk leikskóla þarf ekki að bera grímur í samskiptum við börnin. Kennarar í grunnskólum og framhaldsskólum auk nemenda í framhaldsskólum mega taka grímur niður eftir að sest er og blöndun hópa í skólastarfi verður heimil á öllum skólastigum. Helmingur fullorðinna fái þriðju sprautuna fyrir áramót „Stórmál í þessu öllu saman líka er að við erum að gera ráð fyrir að ná þriðju bólusetningu í 160 þúsund manns fyrir áramót. Þannig að það er umtalsvert átak sem við erum að fara í þá,“ segir Svandís. Það væri að mati besta fólks leiðin út úr faraldrinum. Líklega verði hægt að hefja bólusetningu barna frá fimm til tólf ára í desember. „Þjóðir hafa lent í því að geta ekki sinnt covid veiku fólki. Það hefur þurft að bíða úti á bílastæðum og kannski aldrei náð inn. Það er staða sem við viljum alls ekki sjá hér á Íslandi. Þannig að ég er algerlega sammála sóttvarnalækni með hans stöðumat,“ segir heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stöðuna vonbrigði. Reynslan sýndi að veiran væri ófyrirsjáanleg þrátt fyrir hátt bólusetningarhlutfall hér á landi og góðan árangur varðandi dauðsföll. Hún skori á alla að mæta í þriðju bólusetninguna eftir boðun. „Já, af því ég hef mikla trú á því sem rannsóknirnar og gögnin eru að sýna okkur. Eins bindur maður að sjálfsögðu vonir við þá framþróun sem við erum búin að sjá hvað varðar lyfjaþróun í þessum málum. Þannig að ég held að það séu bjartari tímar framundan. En ég horfi líka til þess að ef þessar ráðstafanir virka sem skyldi getum við náð fjölda smitaðara niður í viðráðanlegt ástand,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Katrín: „Ég held að það séu bjartari tímar framundan“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að við séum komin í þá stöðu að þurfa að herða samkomutakmarkanir enn frekar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hún telur þó bjartari tíma vera framundan, sér í lagi nú þegar verið sé ráðast í frekari bólusetningar. 12. nóvember 2021 14:43 „Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fordæmir samkomutakmarkanir og hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu. 12. nóvember 2021 14:28 Hertar aðgerðir kynntar í dag Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan hálf tíu þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigisráðherra mun leggja fram tillögu um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna mikillar fjölgunar smitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga. 12. nóvember 2021 07:57 Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. 10. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
Katrín: „Ég held að það séu bjartari tímar framundan“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að við séum komin í þá stöðu að þurfa að herða samkomutakmarkanir enn frekar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hún telur þó bjartari tíma vera framundan, sér í lagi nú þegar verið sé ráðast í frekari bólusetningar. 12. nóvember 2021 14:43
„Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fordæmir samkomutakmarkanir og hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu. 12. nóvember 2021 14:28
Hertar aðgerðir kynntar í dag Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan hálf tíu þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigisráðherra mun leggja fram tillögu um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna mikillar fjölgunar smitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga. 12. nóvember 2021 07:57
Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. 10. nóvember 2021 09:46