Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2021 14:42 Trump með Pence þegar allt lék í lyndi. Vísir/EPA Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. Pence hafði umsjón með atkvæðagreiðslu í þinginu um staðfestingu úrslita forsetakosninganna 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Trump braut sér leið inn í bygginguna. Stöðva þurfti atkvæðagreiðsluna og fylgdi leyniþjónstan Pence og þingmönnum í skjól. Trump hafði þá um marga mánaða skeið fóðrað stuðningsmenn sína á lygum, fyrst um að brögð yrðu í tafli í forsetakosningunum en síðar að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Ásakanir þáverandi forsetans voru algerlega stoðlausar. Sömuleiðis fullyrðingar hans um að Pence gæti komið í veg fyrir að úrslitin yrðu staðfest. Því voru margir stuðningsmenn forsetans Pence ævareiðir en hann hafði lýst því yfir að hann ætlaði ekki að standa í vegi fyrir staðfestingu úrslitanna. Múgurinn kyrjaði þannig um að hann ætlaði að hengja Pence. Einhverjir úr hópnum reistu meðal annars gálga fyrir utan þinghúsið. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í tengslum við nýja bók fréttamannsins Jonathans Karl sagðist Trump engu að síður aldrei hafa óttast um öryggi Pence. Honum hafi skilist að hann væri í góðu ástandi og nyti góðrar verndar. AUDIO: Trump in a taped interview with Jonathan Karl that was shared with Axios defended, quite extensively, supporters who threatened to "hang" Mike Pence. https://t.co/NCBJ7rGy6G— Axios (@axios) November 12, 2021 Þá sýndi Trump slagorðum lýðsins um að hengja varaforseta hans fullan skilning. „Vegna þess að það er heilbrigð skynsemi, Jon. Það er heilbrigð skynsemi sem þú átt að verja. Hvernig getur þú, ef þú veist að það var svindl í kosningunum, hvernig getur þú samþykkt sviksamlegar kosningar á þingi? Hvernig getur þú gert það?“ spurði Trump sem heldur sig enn fast við sinn keip um að brögð hafi verið í tafli þrátt fyrir dómstólar og opinberar rannsóknir hafi ekki fundið neitt fót fyrir þeim ásökunum hans. Washington Post segir að Trump hafi talað skýrt um það í viðtalinu að hann hafi viljað að Pence ógilti niðurstöður í forsetakosningunum í fimm ríkjum þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Pence hafði umsjón með atkvæðagreiðslu í þinginu um staðfestingu úrslita forsetakosninganna 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Trump braut sér leið inn í bygginguna. Stöðva þurfti atkvæðagreiðsluna og fylgdi leyniþjónstan Pence og þingmönnum í skjól. Trump hafði þá um marga mánaða skeið fóðrað stuðningsmenn sína á lygum, fyrst um að brögð yrðu í tafli í forsetakosningunum en síðar að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Ásakanir þáverandi forsetans voru algerlega stoðlausar. Sömuleiðis fullyrðingar hans um að Pence gæti komið í veg fyrir að úrslitin yrðu staðfest. Því voru margir stuðningsmenn forsetans Pence ævareiðir en hann hafði lýst því yfir að hann ætlaði ekki að standa í vegi fyrir staðfestingu úrslitanna. Múgurinn kyrjaði þannig um að hann ætlaði að hengja Pence. Einhverjir úr hópnum reistu meðal annars gálga fyrir utan þinghúsið. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í tengslum við nýja bók fréttamannsins Jonathans Karl sagðist Trump engu að síður aldrei hafa óttast um öryggi Pence. Honum hafi skilist að hann væri í góðu ástandi og nyti góðrar verndar. AUDIO: Trump in a taped interview with Jonathan Karl that was shared with Axios defended, quite extensively, supporters who threatened to "hang" Mike Pence. https://t.co/NCBJ7rGy6G— Axios (@axios) November 12, 2021 Þá sýndi Trump slagorðum lýðsins um að hengja varaforseta hans fullan skilning. „Vegna þess að það er heilbrigð skynsemi, Jon. Það er heilbrigð skynsemi sem þú átt að verja. Hvernig getur þú, ef þú veist að það var svindl í kosningunum, hvernig getur þú samþykkt sviksamlegar kosningar á þingi? Hvernig getur þú gert það?“ spurði Trump sem heldur sig enn fast við sinn keip um að brögð hafi verið í tafli þrátt fyrir dómstólar og opinberar rannsóknir hafi ekki fundið neitt fót fyrir þeim ásökunum hans. Washington Post segir að Trump hafi talað skýrt um það í viðtalinu að hann hafi viljað að Pence ógilti niðurstöður í forsetakosningunum í fimm ríkjum þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira