Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2021 14:42 Trump með Pence þegar allt lék í lyndi. Vísir/EPA Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. Pence hafði umsjón með atkvæðagreiðslu í þinginu um staðfestingu úrslita forsetakosninganna 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Trump braut sér leið inn í bygginguna. Stöðva þurfti atkvæðagreiðsluna og fylgdi leyniþjónstan Pence og þingmönnum í skjól. Trump hafði þá um marga mánaða skeið fóðrað stuðningsmenn sína á lygum, fyrst um að brögð yrðu í tafli í forsetakosningunum en síðar að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Ásakanir þáverandi forsetans voru algerlega stoðlausar. Sömuleiðis fullyrðingar hans um að Pence gæti komið í veg fyrir að úrslitin yrðu staðfest. Því voru margir stuðningsmenn forsetans Pence ævareiðir en hann hafði lýst því yfir að hann ætlaði ekki að standa í vegi fyrir staðfestingu úrslitanna. Múgurinn kyrjaði þannig um að hann ætlaði að hengja Pence. Einhverjir úr hópnum reistu meðal annars gálga fyrir utan þinghúsið. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í tengslum við nýja bók fréttamannsins Jonathans Karl sagðist Trump engu að síður aldrei hafa óttast um öryggi Pence. Honum hafi skilist að hann væri í góðu ástandi og nyti góðrar verndar. AUDIO: Trump in a taped interview with Jonathan Karl that was shared with Axios defended, quite extensively, supporters who threatened to "hang" Mike Pence. https://t.co/NCBJ7rGy6G— Axios (@axios) November 12, 2021 Þá sýndi Trump slagorðum lýðsins um að hengja varaforseta hans fullan skilning. „Vegna þess að það er heilbrigð skynsemi, Jon. Það er heilbrigð skynsemi sem þú átt að verja. Hvernig getur þú, ef þú veist að það var svindl í kosningunum, hvernig getur þú samþykkt sviksamlegar kosningar á þingi? Hvernig getur þú gert það?“ spurði Trump sem heldur sig enn fast við sinn keip um að brögð hafi verið í tafli þrátt fyrir dómstólar og opinberar rannsóknir hafi ekki fundið neitt fót fyrir þeim ásökunum hans. Washington Post segir að Trump hafi talað skýrt um það í viðtalinu að hann hafi viljað að Pence ógilti niðurstöður í forsetakosningunum í fimm ríkjum þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Pence hafði umsjón með atkvæðagreiðslu í þinginu um staðfestingu úrslita forsetakosninganna 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Trump braut sér leið inn í bygginguna. Stöðva þurfti atkvæðagreiðsluna og fylgdi leyniþjónstan Pence og þingmönnum í skjól. Trump hafði þá um marga mánaða skeið fóðrað stuðningsmenn sína á lygum, fyrst um að brögð yrðu í tafli í forsetakosningunum en síðar að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Ásakanir þáverandi forsetans voru algerlega stoðlausar. Sömuleiðis fullyrðingar hans um að Pence gæti komið í veg fyrir að úrslitin yrðu staðfest. Því voru margir stuðningsmenn forsetans Pence ævareiðir en hann hafði lýst því yfir að hann ætlaði ekki að standa í vegi fyrir staðfestingu úrslitanna. Múgurinn kyrjaði þannig um að hann ætlaði að hengja Pence. Einhverjir úr hópnum reistu meðal annars gálga fyrir utan þinghúsið. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í tengslum við nýja bók fréttamannsins Jonathans Karl sagðist Trump engu að síður aldrei hafa óttast um öryggi Pence. Honum hafi skilist að hann væri í góðu ástandi og nyti góðrar verndar. AUDIO: Trump in a taped interview with Jonathan Karl that was shared with Axios defended, quite extensively, supporters who threatened to "hang" Mike Pence. https://t.co/NCBJ7rGy6G— Axios (@axios) November 12, 2021 Þá sýndi Trump slagorðum lýðsins um að hengja varaforseta hans fullan skilning. „Vegna þess að það er heilbrigð skynsemi, Jon. Það er heilbrigð skynsemi sem þú átt að verja. Hvernig getur þú, ef þú veist að það var svindl í kosningunum, hvernig getur þú samþykkt sviksamlegar kosningar á þingi? Hvernig getur þú gert það?“ spurði Trump sem heldur sig enn fast við sinn keip um að brögð hafi verið í tafli þrátt fyrir dómstólar og opinberar rannsóknir hafi ekki fundið neitt fót fyrir þeim ásökunum hans. Washington Post segir að Trump hafi talað skýrt um það í viðtalinu að hann hafi viljað að Pence ógilti niðurstöður í forsetakosningunum í fimm ríkjum þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira