Simmi Vill segir hið opinbera skaðabótaskylt Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2021 13:31 Simmi Vill skorar á að Bjarni láti nú til sín taka, að fyrra bragði, og reikni út hvað vert sé að greiða fyrirtækjum sem súpa þurfi seyðið af sóttvarnaraðgerðum mikið. Áður en til málsókna kemur. vísir/vilhelm Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður og atvinnurekandi skorar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að bæta fyrirtækjum skaðann sem sóttvarnarráðstafanir valda. „Sem atvinnurekandi þá er mér enn og aftur gert að bregðast við með engum fyrirvara. 50 manna takmarkanir taka gildi á miðnætti. Gildir í 3 vikur. Tekjufall blasir við og framundan er Desemberuppbót starfsmanna. Umfram útgjöld sem leggjast þungt á lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa verið að berjast í bökkum síðustu 20 mánuði,“ segir Sigmar, sem gegnir nafninu Simmi Vill, í Facebook-færslu. Þetta eru viðbrögð hans við nýjum aðgerðum í sóttvörnum sem kynntar voru nú í hádeginu. Simmi stóð meðal annarra nýverið fyrir stofnun nýju félagi atvinnurekenda – Atvinnufjelagið –sem einkum lætur sig varða hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þetta er klofningsfélag úr Samtökum atvinnulífsins (SA) en Simmi segir að í SA ráði stærri fyrirtæki alfarið för. Hann segir að efnahagsúrræðin sem nú eru í gildi séu frá því í mars 2020. Bráðum tveggja ára gömul. „Núna skora ég á Bjarna Benediktsson opinberlega að leggjast yfir það með sínu fólki hvernig hægt er að mæta að fyrrabragði og bæta þann skaða sem þessar ákvarðanir eru að valda fyrirtækjum í landinu eina ferðina enn,“ segir Simmi og „taggar“ fjármálaráðherra í færslu sinni. Hann fullyrðir að Bjarni hafi viðurkennt opinberlega að hið opinbera sé skaðabótaskylt að einhverju marki með þessum aðgerðum. Um það eigi því ekki að þurfa að deila. „En núna er ekki tíminn til að bíða eftir málsóknum, heldur að koma að fyrrabragði með lausnir,“ segir Simmi og hvetur til samstöðu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
„Sem atvinnurekandi þá er mér enn og aftur gert að bregðast við með engum fyrirvara. 50 manna takmarkanir taka gildi á miðnætti. Gildir í 3 vikur. Tekjufall blasir við og framundan er Desemberuppbót starfsmanna. Umfram útgjöld sem leggjast þungt á lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa verið að berjast í bökkum síðustu 20 mánuði,“ segir Sigmar, sem gegnir nafninu Simmi Vill, í Facebook-færslu. Þetta eru viðbrögð hans við nýjum aðgerðum í sóttvörnum sem kynntar voru nú í hádeginu. Simmi stóð meðal annarra nýverið fyrir stofnun nýju félagi atvinnurekenda – Atvinnufjelagið –sem einkum lætur sig varða hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þetta er klofningsfélag úr Samtökum atvinnulífsins (SA) en Simmi segir að í SA ráði stærri fyrirtæki alfarið för. Hann segir að efnahagsúrræðin sem nú eru í gildi séu frá því í mars 2020. Bráðum tveggja ára gömul. „Núna skora ég á Bjarna Benediktsson opinberlega að leggjast yfir það með sínu fólki hvernig hægt er að mæta að fyrrabragði og bæta þann skaða sem þessar ákvarðanir eru að valda fyrirtækjum í landinu eina ferðina enn,“ segir Simmi og „taggar“ fjármálaráðherra í færslu sinni. Hann fullyrðir að Bjarni hafi viðurkennt opinberlega að hið opinbera sé skaðabótaskylt að einhverju marki með þessum aðgerðum. Um það eigi því ekki að þurfa að deila. „En núna er ekki tíminn til að bíða eftir málsóknum, heldur að koma að fyrrabragði með lausnir,“ segir Simmi og hvetur til samstöðu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56
Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25