Erfið stund þegar Óskar kvaddi: „Verður sárt saknað en við virðum hans val“ Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2021 12:31 Óskar Örn Hauksson vann til fjölda titla með KR og er bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu félagsins. vísir/bára „Við áttum ágætis fund í morgun sem var erfið stund og allt það, en svona er þetta bara í lífinu. Við virðum hans ákvörðun og vonum að honum gangi allt í haginn,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir að hafa horft á eftir leikja- og markahæsta leikmanni í sögu félagsins. Óskar Örn Hauksson hefur ákveðið að spila knattspyrnu með Stjörnunni næstu tvö árin. Samningur hans við KR, þar sem hann spilaði alla leiki í sumar, rann út og Óskar hafnaði tilboði KR um nýjan samning. „Maður er aldrei sáttur þegar maður missir góða menn en svona er bara lífið stundum. Menn þurfa að taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Rúnar sem þjálfaði Óskar í rúman helming þess tíma sem Óskar var hjá KR. „Óskar er búinn að þjóna KR í fimmtán ár, er leikjahæsti og markahæsti leikmaður félagsins, búinn að vinna hér haug af titlum fyrir okkur og vera frábær fyrirmynd allra hjá félaginu, bæði leikmanna sem hann hefur spilað með og ungu kynslóðarinnar. Við erum að missa gríðarlega mikinn KR-ing og hans verður auðvitað sárt saknað en við virðum hans val. Við þökkum honum bara kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum alls hins besta,“ segir Rúnar um hinn 37 ára gamla Óskar, sem skoraði 5 mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Reyndum að halda honum „Ég er búinn að þjálfa Óskar mjög lengi. Alls hefur hann verið leikmaður hjá mér í ein 8-9 ár svo þetta er auðvitað erfitt. Það er erfitt að missa mann sem hefur skilað miklu til félagsins, alltaf staðið sig vel, verið lykilmaður og fyrirliði liðsins, en það kemur alltaf að því að leiðir skilja. Við reyndum að halda honum en svo taka menn bara sínar ákvarðanir. Þetta er aldrei auðvelt, hvorki fyrir hann né okkur, en svo bara gerast þessir hlutir. Við berum engan kala til Óskars. Við erum ofboðslega ánægð með hans framlag til félagsins og hann verður alltaf KR-ingur, vonandi, þó að hann taki þetta hliðarskref í restina og spili með Stjörnunni. Við vonum að honum gangi vel og hann er alltaf velkominn hingað,“ segir Rúnar. Verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar Eins og fyrr segir spilaði Óskar alla leiki með KR á síðustu leiktíð og hann var í byrjunarliði liðsins í 20 af 22 deildarleikjum. Það var því síður en svo þannig að hann væri orðinn einhver afgangsstærð í Vesturbænum. „Það er auðvitað alltaf samkeppni um stöður en Óskar hefur oftast komið sterkastur út úr því. Við vitum hvað hann getur, það er fullt af mörkum í honum og stoðsendingum, og svo er hann líka leiðtogi. Hann var fastamaður í liðinu í sumar og spilaði hvað flestar mínútur auk Beitis [Ólafssonar] og Pálma [Rafns Pálmasonar]. Við erum að missa byrjunarliðsmann en þá opnast dyrnar fyrir aðra og það verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar og standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðir,“ segir Rúnar. Þjálfarinn segir að ekki þurfi endilega að finna mann í stað Óskars. „Við erum með ágætis úrval í þessa stöðu og svo þurfum við líka að skoða hvaða system við ætlum að nota. En við erum alla vega komnir með nægilega marga menn í framlínuna, þessar fremstu stöður, svo ég held að við höfum mannskap til að takast á við þetta. Auðvitað lítum við áfram í kringum okkur og skoðum hvað okkur vantar til að geta barist um titla næsta sumar,“ segir Rúnar og bætir við að þá sé ekki síst verið að horfa út fyrir landsteinana. Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Óskar Örn Hauksson hefur ákveðið að spila knattspyrnu með Stjörnunni næstu tvö árin. Samningur hans við KR, þar sem hann spilaði alla leiki í sumar, rann út og Óskar hafnaði tilboði KR um nýjan samning. „Maður er aldrei sáttur þegar maður missir góða menn en svona er bara lífið stundum. Menn þurfa að taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Rúnar sem þjálfaði Óskar í rúman helming þess tíma sem Óskar var hjá KR. „Óskar er búinn að þjóna KR í fimmtán ár, er leikjahæsti og markahæsti leikmaður félagsins, búinn að vinna hér haug af titlum fyrir okkur og vera frábær fyrirmynd allra hjá félaginu, bæði leikmanna sem hann hefur spilað með og ungu kynslóðarinnar. Við erum að missa gríðarlega mikinn KR-ing og hans verður auðvitað sárt saknað en við virðum hans val. Við þökkum honum bara kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum alls hins besta,“ segir Rúnar um hinn 37 ára gamla Óskar, sem skoraði 5 mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Reyndum að halda honum „Ég er búinn að þjálfa Óskar mjög lengi. Alls hefur hann verið leikmaður hjá mér í ein 8-9 ár svo þetta er auðvitað erfitt. Það er erfitt að missa mann sem hefur skilað miklu til félagsins, alltaf staðið sig vel, verið lykilmaður og fyrirliði liðsins, en það kemur alltaf að því að leiðir skilja. Við reyndum að halda honum en svo taka menn bara sínar ákvarðanir. Þetta er aldrei auðvelt, hvorki fyrir hann né okkur, en svo bara gerast þessir hlutir. Við berum engan kala til Óskars. Við erum ofboðslega ánægð með hans framlag til félagsins og hann verður alltaf KR-ingur, vonandi, þó að hann taki þetta hliðarskref í restina og spili með Stjörnunni. Við vonum að honum gangi vel og hann er alltaf velkominn hingað,“ segir Rúnar. Verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar Eins og fyrr segir spilaði Óskar alla leiki með KR á síðustu leiktíð og hann var í byrjunarliði liðsins í 20 af 22 deildarleikjum. Það var því síður en svo þannig að hann væri orðinn einhver afgangsstærð í Vesturbænum. „Það er auðvitað alltaf samkeppni um stöður en Óskar hefur oftast komið sterkastur út úr því. Við vitum hvað hann getur, það er fullt af mörkum í honum og stoðsendingum, og svo er hann líka leiðtogi. Hann var fastamaður í liðinu í sumar og spilaði hvað flestar mínútur auk Beitis [Ólafssonar] og Pálma [Rafns Pálmasonar]. Við erum að missa byrjunarliðsmann en þá opnast dyrnar fyrir aðra og það verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar og standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðir,“ segir Rúnar. Þjálfarinn segir að ekki þurfi endilega að finna mann í stað Óskars. „Við erum með ágætis úrval í þessa stöðu og svo þurfum við líka að skoða hvaða system við ætlum að nota. En við erum alla vega komnir með nægilega marga menn í framlínuna, þessar fremstu stöður, svo ég held að við höfum mannskap til að takast á við þetta. Auðvitað lítum við áfram í kringum okkur og skoðum hvað okkur vantar til að geta barist um titla næsta sumar,“ segir Rúnar og bætir við að þá sé ekki síst verið að horfa út fyrir landsteinana.
Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira