Aðgerðum frestað vegna fjölgunar tilfella Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 12:00 Theódór Skúli Sigurðsson barna, svæfingar og gjörgæslulæknir segir gríðarlegt álag á gjörgæsludeildum spítalans. Vísir Gjörgæslulæknir á Landspítalanum segir gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum vegna fjölgunar innlagna á gjörgæslu vegna Covid-19. Alls greindust 176 með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur utan sóttkvíar. 82 af þeim sem greindust í gær voru í sóttkví. 91 er fullbólusettur, bólusetning er hafin hjá sjö og sjötíu eru óbólusettir. Á vefnum Covid.is segir að tuttugu séu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Theódór Skúli Sigurðsson barna, svæfingar og gjörgæslulæknir segir gríðarlegt álag á gjörgæsludeildum spítalans. „Þessa viku og síðustu höfum við verið að fresta stærri aðgerðum eins og hjartaaðgerðum og aðgerðum sem krefjast innlagnar á gjörgæsludeild eftir uppskurð. En ef það er minnsta svigrúm tökum við inn aðgerðir sem þarf að gera,“ segir hann. Hann segir að fólk þurfi enn og aftur að hlaupa aðeins hraðar. „Starfsfólkið á gjörgæslum er að taka mikið af aukavöktum og tvöfaldar vaktir þannig að það eru allir að reyna að láta hlutina ganga upp,“ segir hann. Theódór segir að umgangspestir hafi verið að leggjast þungt á ung börn. Komi til alvarlegra veikinda sé lítið svigrúm á gjörgæsludeildum. „Litlu börnin okkar eru líka að veikjast og fá umgangsspestir. Þau fá stundum öndunarfærasýkingar og lungnabólgu í kjölfarið. Gjörgæslur eru sá staðir sem þau fara á verði þau alvarlega veik. Við höfum í haust verið að fá inn börn sem eru með alvarlegar öndunarfærasýkingar og börn sem þurfa að fara í öndunarvél. Ástandið getur því fljótt orðið mjög viðkvæmt,“ segir hann. Theódór segir spítalann hafa verið yfirfullan í mörg ár og beinir orðum sínum til stjórnvalda. „Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi í huga að það er langvarandi erfitt ástand á Landspítalanum. Það þarf að hafa í huga við allar ákvarðanir vegna Covid-19 að svigrúm spítalans til að taka við aukaálagi er mjög lítið,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. 11. nóvember 2021 22:01 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Alls greindust 176 með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur utan sóttkvíar. 82 af þeim sem greindust í gær voru í sóttkví. 91 er fullbólusettur, bólusetning er hafin hjá sjö og sjötíu eru óbólusettir. Á vefnum Covid.is segir að tuttugu séu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Theódór Skúli Sigurðsson barna, svæfingar og gjörgæslulæknir segir gríðarlegt álag á gjörgæsludeildum spítalans. „Þessa viku og síðustu höfum við verið að fresta stærri aðgerðum eins og hjartaaðgerðum og aðgerðum sem krefjast innlagnar á gjörgæsludeild eftir uppskurð. En ef það er minnsta svigrúm tökum við inn aðgerðir sem þarf að gera,“ segir hann. Hann segir að fólk þurfi enn og aftur að hlaupa aðeins hraðar. „Starfsfólkið á gjörgæslum er að taka mikið af aukavöktum og tvöfaldar vaktir þannig að það eru allir að reyna að láta hlutina ganga upp,“ segir hann. Theódór segir að umgangspestir hafi verið að leggjast þungt á ung börn. Komi til alvarlegra veikinda sé lítið svigrúm á gjörgæsludeildum. „Litlu börnin okkar eru líka að veikjast og fá umgangsspestir. Þau fá stundum öndunarfærasýkingar og lungnabólgu í kjölfarið. Gjörgæslur eru sá staðir sem þau fara á verði þau alvarlega veik. Við höfum í haust verið að fá inn börn sem eru með alvarlegar öndunarfærasýkingar og börn sem þurfa að fara í öndunarvél. Ástandið getur því fljótt orðið mjög viðkvæmt,“ segir hann. Theódór segir spítalann hafa verið yfirfullan í mörg ár og beinir orðum sínum til stjórnvalda. „Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi í huga að það er langvarandi erfitt ástand á Landspítalanum. Það þarf að hafa í huga við allar ákvarðanir vegna Covid-19 að svigrúm spítalans til að taka við aukaálagi er mjög lítið,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. 11. nóvember 2021 22:01 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. 11. nóvember 2021 22:01