Hollendingar grípa í taumana vegna mikillar fjölgunar smitaðra Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2021 10:40 Mikið álag er á hollensk sjúkrahús vegna uppgangs faraldursins. Stjórnvöld ætla að grípa í taumana í dag. Vísir/EPA Eigendum öldurhúsa og veitingastaða verður gert að loka þeim snemma og íþróttaviðburðir verða haldnir fyrir luktum dyrum með nýjum og hertum sóttvarnaaðgerðum sem stendur til að kynna í Hollandi í dag. Met var slegið yfir fjölda smitaðra á einum degi í Hollandi í gær. Búist er við því að nýju takmarkanirnar verði til þriggja vikna og taki gildi á morgun. Fólk verður hvatt til að vinna heima hjá sér eins mikið og það getur og engir áhorfendur fá að vera á kappleikjum, þar á meðal knattspyrnuleikjum. Skólar, leikhús og kvikmyndahús verða áfram opin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mark Rutte, starfandi forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans tekur endanlega ákvörðun um aðgerðirnar á fundi í dag en til stendur að kynna niðurstöðuna á blaðamannafundi síðdegis. Ekki er ljóst hvort að stjórnin fari að tillögu farsóttanefndar um að takmarka aðgang óbólusettra að opinberum stöðum eftir að takmörkunum lýkur. Fjölgun smitaðra frá því að sóttvarnaaðgerðum var aflétt seint í september hefur sett álag á sjúkrahús landsins sem hafa þurf að draga úr annarri þjónustu til að annast Covid-sjúklinga. Faraldurinn er í vexti víða í Evrópu, þar á meðal á Íslandi. Búist er við að hertar sóttvarnaaðgerðir verði kynntar í dag. Í Austurríki ætla stjórnvöld að koma á verulegum takmörkunum fyrir óbólusetta og í Þýskalandi hefur nýtt met verið sett yfir fjölda smitaðra dag eftir dag í þessari viku. Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59 Met dag eftir dag í „faraldri óbólusettra“ í Þýskalandi Fleiri en fimmtíu þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Þýskalandi í gær og var það fjórða daginn í röð sem nýtt met yfir fjölda smitaðra á einum degi var slegið. Yfirvöld hafa lýst þessari bylgju sem „faraldri óbólusettra“. 11. nóvember 2021 08:49 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Met var slegið yfir fjölda smitaðra á einum degi í Hollandi í gær. Búist er við því að nýju takmarkanirnar verði til þriggja vikna og taki gildi á morgun. Fólk verður hvatt til að vinna heima hjá sér eins mikið og það getur og engir áhorfendur fá að vera á kappleikjum, þar á meðal knattspyrnuleikjum. Skólar, leikhús og kvikmyndahús verða áfram opin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mark Rutte, starfandi forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans tekur endanlega ákvörðun um aðgerðirnar á fundi í dag en til stendur að kynna niðurstöðuna á blaðamannafundi síðdegis. Ekki er ljóst hvort að stjórnin fari að tillögu farsóttanefndar um að takmarka aðgang óbólusettra að opinberum stöðum eftir að takmörkunum lýkur. Fjölgun smitaðra frá því að sóttvarnaaðgerðum var aflétt seint í september hefur sett álag á sjúkrahús landsins sem hafa þurf að draga úr annarri þjónustu til að annast Covid-sjúklinga. Faraldurinn er í vexti víða í Evrópu, þar á meðal á Íslandi. Búist er við að hertar sóttvarnaaðgerðir verði kynntar í dag. Í Austurríki ætla stjórnvöld að koma á verulegum takmörkunum fyrir óbólusetta og í Þýskalandi hefur nýtt met verið sett yfir fjölda smitaðra dag eftir dag í þessari viku.
Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59 Met dag eftir dag í „faraldri óbólusettra“ í Þýskalandi Fleiri en fimmtíu þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Þýskalandi í gær og var það fjórða daginn í röð sem nýtt met yfir fjölda smitaðra á einum degi var slegið. Yfirvöld hafa lýst þessari bylgju sem „faraldri óbólusettra“. 11. nóvember 2021 08:49 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59
Met dag eftir dag í „faraldri óbólusettra“ í Þýskalandi Fleiri en fimmtíu þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Þýskalandi í gær og var það fjórða daginn í röð sem nýtt met yfir fjölda smitaðra á einum degi var slegið. Yfirvöld hafa lýst þessari bylgju sem „faraldri óbólusettra“. 11. nóvember 2021 08:49