„Þetta ferli kenndi mér að láta vaða“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 09:00 Kjartan Atli Kjartansson Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Erum við ekki flest rithöfundar inn við beinið?“ segir fjölmiðlamaðurinn og körfuboltaþjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson sem var að gefa út sína fyrstu barna- og unglingabók, Saman í liði. Á síðasta ári gaf hann út körfuboltabókina Hrein karfa en þetta er hans fyrsta skáldsaga. „Ég var búinn að pæla í þessu lengi en þorði aldrei að láta vaða, að viðurkenna fyrir sjálfum mér að ég gæti þetta,“ segir Kjartan Atli í samtali við Lífið. Það var svo áskorun frá góðum félaga sem ýtti þessu ferli almennilega af stað. „Að lokinni Meistaradeildarmessu á Stöð 2 Sport var ég að skoða lokaútgáfuna af Hreinni körfu áður en hún fór í prentun.Reynir Leósson, sem er gjarnan með mér í settinu var þarna með mér. Hann skoraði á mig að skrifa unglingabók fyrir þessi jól og hér stend ég, ári síðar með bók í hönd. Ég stóðst þessa skemmtilegu áskorun Reynis,“ útskýrir Kjartan Atli. Fyrstu fræjunum sáð fyrir meira en áratug „Þetta ferli kenndi mér að láta vaða. Ég var með nánast fullmótaða sögu í höfðinu en þorði einhvern veginn ekki að byrja.“ Kjartan Atli er svo sannarlega ekkert að ýkja þegar hann segir að hann hafi lengi velt þessu fyrir sér. „Fyrstu fræjunum var sáð fyrir þrettán árum, þegar ég var umsjónarkennari 7. bekkjar í Álftanesskóla. Hluti sögunnar varð til þá. En svo þegar við stigum almennilega á bensíngjöfina þá tók allt ferlið í kringum ár. Ég var þó fljótur að viðurkenna að ég kynni ekki að skrifa skáldsögu og fékk því mjög góða hjálp. Hinn eini sanni Bragi Páll ritstýrði mér og kom með mjög mikilvæga punkta inn í ferlið. Þetta var svona eins og að hafa einkaþjálfara í ræktinni. Án Braga Páls hefði þetta aldrei gengið upp. Upp úr þessu varð líka góður félagsskapur og er ég viss um að leiðir okkar Braga munu liggja saman oft í framtíðinni.“ Þjálfarar sjá heiminn líka með augum iðkanda Hann telur að þetta sé fyrsta skáldsagan um körfuboltakrakka sem gefin er út hér á landi, síðan Lalli ljósastaur eftir Þorgrím Þráinsson kom út 1992. Körfuboltinn hefur alltaf spilað stórt hlutverk í lífi Kjartans Atla. „Ég féll fyrir appelsínugula knettinum þegar ég var ungur drengur. Ég man ekki alveg nákvæmlega hvenær. En ég var kominn með plaggöt af NBA-stjörnum áður en ég byrjaði í grunnskóla. Mín „fyrsta ást“ í íþróttum var knattspyrnan. en í „NBA-æðinu“ svokallaða á tíunda áratugnum varð körfuboltinn mér ofarlega í huga.“ Kjartan Atli Kjartansson hefur þjálfað körfubolta í tvo áratugi.Vísir/Vilhelm Hann lét það ekki nægja að æfa körfubolta heldur þjálfar hann líka og fjallar mikið um hann í vinnunni. „Ég er enn að þjálfa, nú eru tuttugu ár síðan þjálfaraferillinn hófst. Ég þjálfa tíu og ellefu ára stelpur sem eru að gera frábæra hluti á Íslandsmótinu. Svo þjálfa ég níu ára stráka sem byrja á Íslandsmótinu á næsta ári. Þeir eru virkilega flottir. Svo stýri ég umfjöllun um íslenskan körfubolta á Stöð 2 Sport.“ Kjartan Atli segir að þjálfarareynslan hafi haft mikil áhrif á sýn hans á líf unglinga og þeirra reynsluheim. „Sem þjálfari þarf maður að setja sig í spor krakkanna, sjá heiminn út frá þeirra augum, til þess að skilja þau og geta komið til móts við þau. Sú reynsla hjálpaði mér að skrifa þessa bók, ekki spurning.“ Sagan ekki bara um körfuboltann Hann vonar að bókin Saman í liði höfði til allra en segir að krakkar á aldrinum tíu til fimmtán ára muni líklega verða stærsti leshópurinn. Bókin er alls ekki bara skrifuð fyrir körfuboltakrakka, heldur ættu öll börn að geta tengt við persónurnar. „Körfuboltinn er í raun aukaatriði í sögunni. Hann er bara „farartækið“. Sagan fjallar í raun um vinskap, skoðanaskipti, tilfinningar og í henni leynist líka mikill húmor, vona ég,“ segir Kjartan Atli og hlær. „Því ætti sagan að ná til allra krakka.“ Lóa og Börkur – Saman í liði fjallar um íþróttakrakkana Lóu og Börk sem eru bæði framúrskarandi í körfubolta. Miðherjinn í liðinu hans Barkar hrynur niður í miðjum leik vegna óvæntra veikinda. Þetta vekur óhug á meðal krakkanna. Tilfinningaveran Börkur hefur miklar áhyggjur af vini sínum en að sama skapi hefur hann miklar áhyggjur af keppnistímabilinu, því veiki vinur hans er algjör lykilmaður í liðinu. Hin eitilharða Lóa kemur inn í liðið og verður mikilvægur hluti liðsins. Keppnistímabilið verður svo vægast sagt viðburðaríkt. Krakkarnir í liðinu þurfa að takast á við harða andstæðinga, gilidsmat fortíðar og þurfa að standa saman í erfiðustu aðstæðum sem þau hafa á ævi sinni lent í. Kjartan Atli segir að það hafi verið frábært að fá loksins eintak af bókinni í hendurnar.Vísir/Vilhelm „Það sem kom mér kannski hvað mest á óvart var hvað karakterarnir í sögunni geta orðið ljóslifandi í huga manns, þeir öðlast einhvern veginn sitt eigið líf, sínar eigin skoðanir og stundum geta þeir hreinlega komið manni á óvart,“ segir Kjartan Atli um ferlið. Að þora að standa með því sem maður trúir á Sagan er sögð frá nokkrum sjónarhornum, sem er ákvörðun sem Kjartan Atli og Bragi Páll tóku saman. „Okkur fannst mikilvægt að fá sjónarhorn bæði Lóu og Barkar á tiltekin atriði í sögunni. Svo kom upp hugmyndin að bæta þriðja sjónarhorninu við með því að veita lesandanum tækifæri á að lesa fréttir sem skrifaðar eru um ýmislegt sem gerist í sögunni.Í nútíma samfélagi er mikilvægt að kunna að skilja sjónarhorn og því held ég að þetta sé kjörin æfing fyrir unga lesendur. Það er líka hollt að sjá hvernig sem flestir upplifa atburði. Eftir á að hyggja er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun.“ En hver er helsti boðskapurinn með þessari körfuboltabók?Lóa myndi segja: „Að velta sér ekki of mikið upp úr áliti annarra.“ Börkur myndi segja: „Að þora að standa með því sem maður trúir á.“ Kjartan Atli fjallar mikið um körfuboltann í sínu starfi á íþróttadeild fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.Vísir Í bókinni keppa krakkarnir fyrir skólaliðin sín en ekki stór íþróttafélög eins og tíðkast hér á landi. „Mér fannst skrítið að nota íslensk íþróttafélög í sögunni. Sagan gerist á Íslandi, nema að krakkarnir keppa fyrir skólaliðin sín. Nöfn skólanna eru líka uppspuni, til að mynda keppa Lóa og Börkur fyrir Mýrarbrekkuskóla.“ Aðspurður hvort rígur á milli liða geti verið af hinu slæma svarar Kjartan Atli: „Reynsla mín segir mér að mestur lærdómurinn verður gjarnan þegar aðstæðurnar eru sem erfiðastar. Ég held að krakkar læri mikið af því að takast á við erfiða andstæðinga. Auðvitað þarf að gæta þess að hlutirnir fari ekki úr böndunum og það er mikilvægt að virða reglur leiksins. En góðir andstæðingar eru gulli betri, segi ég.“ Krakkarnir veittu innblástur Sagan er að mestu skáldskapur en hluti hennar er þó byggður á sönnum atburðum. „Síðastliðið sumar lauk fimm ára samstarfi mínu með hópi krakka sem ég þjálfaði frá sumrinu eftir að þau kláruðu fimmta bekk og þar til að þau höfðu lokið við níunda bekk. Hópurinn var algjörlega magnaður. Við byrjuðum með eingöngu stráka í honum en á leiðinni komu öflugar körfuboltastelpur inn í hópinn, sem voru ári yngri. Mér fannst svo fallegt að sjá hvað það ríkti mikið bræðra- og systralag í hópnum. Þessir krakkar veittu mér innblástur. Ég hef óbilandi trú á þessum krökkum og bara á næstu kynslóðum í heild sinni.“ Körfuboltinn hefur sjaldan verið vinsælli hér á landi. Aðspurður hvort bókin muni hvetja enn fleiri krakka til að prófa að mæta á körfuboltaæfingu segir Kjartan Atli að það sé aldrei að vita, fyrst og fremst vonar hann samt að lesendur hafi gaman að bókinni. „Nýlegar tölur frá Íþróttasambandi Íslands staðfesta að aldrei hafa fleiri börn æft körfubolta. Tölurnar sýna okkur að körfuboltinn er í mikilli uppsveiflu.“ Önnur og þriðja bók Kjartans Atla koma út í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Strax byrjaður á næstu Nú styttist líka í að körfuboltabók eftir hann komi út í Bandaríkjunum. „Viðbrögðin við Hreinni körfu voru mjög góð. Mér fannst svo ótrúlega gaman að fjalla um allt hæfileikafólkið sem við eigum í körfuboltanum. Skemmtilegast fannst mér þó að skrifa um unnustu mína! Bókin fékk góðar viðtökur, seldist vel og ég hef ekkert heyrt nema jákvætt um hana. Við gerðum aðra bók, sem fjallar eingöngu um leikmenn sem eru nú í NBA. Hrein karfa fjallaði um leikmenn í NBA og WNBA sem eru í deildinni og líka goðsagnir sem eru hættar leik. Auk þess fjallaði hún um íslenskt körfuboltafólk. Stars of the NBA fjallar um 28 bestu leikmenn NBA nú á dögum. Bókin er tilbúin og kemur út 30. nóvember Vestanhafs, hún er komin í forsölu og er ég spenntur að fá eintak í hendurnar.“ Kjartan Atli er bara rétt að byrja í bókaskrifunum og er strax byrjaður að skrifa þá næstu. „Ég er búinn að stilla upp að minnsta kosti tveimur öðrum bókum um Lóu og Börk en þau munu elta ævintýrin um allan heim. Önnur bókin er aðeins komin af stað og atburðarásin í þeirri þriðju er að verða til,“ segir Kjartan Atli spenntur. „Ef við smitum endalaust af jákvæðri orku út í andrúmsloftið verður heimurinn að betri stað,“ segir hann að lokum. Bókmenntir Bókaútgáfa Körfubolti Íslenski körfuboltinn Höfundatal Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Á síðasta ári gaf hann út körfuboltabókina Hrein karfa en þetta er hans fyrsta skáldsaga. „Ég var búinn að pæla í þessu lengi en þorði aldrei að láta vaða, að viðurkenna fyrir sjálfum mér að ég gæti þetta,“ segir Kjartan Atli í samtali við Lífið. Það var svo áskorun frá góðum félaga sem ýtti þessu ferli almennilega af stað. „Að lokinni Meistaradeildarmessu á Stöð 2 Sport var ég að skoða lokaútgáfuna af Hreinni körfu áður en hún fór í prentun.Reynir Leósson, sem er gjarnan með mér í settinu var þarna með mér. Hann skoraði á mig að skrifa unglingabók fyrir þessi jól og hér stend ég, ári síðar með bók í hönd. Ég stóðst þessa skemmtilegu áskorun Reynis,“ útskýrir Kjartan Atli. Fyrstu fræjunum sáð fyrir meira en áratug „Þetta ferli kenndi mér að láta vaða. Ég var með nánast fullmótaða sögu í höfðinu en þorði einhvern veginn ekki að byrja.“ Kjartan Atli er svo sannarlega ekkert að ýkja þegar hann segir að hann hafi lengi velt þessu fyrir sér. „Fyrstu fræjunum var sáð fyrir þrettán árum, þegar ég var umsjónarkennari 7. bekkjar í Álftanesskóla. Hluti sögunnar varð til þá. En svo þegar við stigum almennilega á bensíngjöfina þá tók allt ferlið í kringum ár. Ég var þó fljótur að viðurkenna að ég kynni ekki að skrifa skáldsögu og fékk því mjög góða hjálp. Hinn eini sanni Bragi Páll ritstýrði mér og kom með mjög mikilvæga punkta inn í ferlið. Þetta var svona eins og að hafa einkaþjálfara í ræktinni. Án Braga Páls hefði þetta aldrei gengið upp. Upp úr þessu varð líka góður félagsskapur og er ég viss um að leiðir okkar Braga munu liggja saman oft í framtíðinni.“ Þjálfarar sjá heiminn líka með augum iðkanda Hann telur að þetta sé fyrsta skáldsagan um körfuboltakrakka sem gefin er út hér á landi, síðan Lalli ljósastaur eftir Þorgrím Þráinsson kom út 1992. Körfuboltinn hefur alltaf spilað stórt hlutverk í lífi Kjartans Atla. „Ég féll fyrir appelsínugula knettinum þegar ég var ungur drengur. Ég man ekki alveg nákvæmlega hvenær. En ég var kominn með plaggöt af NBA-stjörnum áður en ég byrjaði í grunnskóla. Mín „fyrsta ást“ í íþróttum var knattspyrnan. en í „NBA-æðinu“ svokallaða á tíunda áratugnum varð körfuboltinn mér ofarlega í huga.“ Kjartan Atli Kjartansson hefur þjálfað körfubolta í tvo áratugi.Vísir/Vilhelm Hann lét það ekki nægja að æfa körfubolta heldur þjálfar hann líka og fjallar mikið um hann í vinnunni. „Ég er enn að þjálfa, nú eru tuttugu ár síðan þjálfaraferillinn hófst. Ég þjálfa tíu og ellefu ára stelpur sem eru að gera frábæra hluti á Íslandsmótinu. Svo þjálfa ég níu ára stráka sem byrja á Íslandsmótinu á næsta ári. Þeir eru virkilega flottir. Svo stýri ég umfjöllun um íslenskan körfubolta á Stöð 2 Sport.“ Kjartan Atli segir að þjálfarareynslan hafi haft mikil áhrif á sýn hans á líf unglinga og þeirra reynsluheim. „Sem þjálfari þarf maður að setja sig í spor krakkanna, sjá heiminn út frá þeirra augum, til þess að skilja þau og geta komið til móts við þau. Sú reynsla hjálpaði mér að skrifa þessa bók, ekki spurning.“ Sagan ekki bara um körfuboltann Hann vonar að bókin Saman í liði höfði til allra en segir að krakkar á aldrinum tíu til fimmtán ára muni líklega verða stærsti leshópurinn. Bókin er alls ekki bara skrifuð fyrir körfuboltakrakka, heldur ættu öll börn að geta tengt við persónurnar. „Körfuboltinn er í raun aukaatriði í sögunni. Hann er bara „farartækið“. Sagan fjallar í raun um vinskap, skoðanaskipti, tilfinningar og í henni leynist líka mikill húmor, vona ég,“ segir Kjartan Atli og hlær. „Því ætti sagan að ná til allra krakka.“ Lóa og Börkur – Saman í liði fjallar um íþróttakrakkana Lóu og Börk sem eru bæði framúrskarandi í körfubolta. Miðherjinn í liðinu hans Barkar hrynur niður í miðjum leik vegna óvæntra veikinda. Þetta vekur óhug á meðal krakkanna. Tilfinningaveran Börkur hefur miklar áhyggjur af vini sínum en að sama skapi hefur hann miklar áhyggjur af keppnistímabilinu, því veiki vinur hans er algjör lykilmaður í liðinu. Hin eitilharða Lóa kemur inn í liðið og verður mikilvægur hluti liðsins. Keppnistímabilið verður svo vægast sagt viðburðaríkt. Krakkarnir í liðinu þurfa að takast á við harða andstæðinga, gilidsmat fortíðar og þurfa að standa saman í erfiðustu aðstæðum sem þau hafa á ævi sinni lent í. Kjartan Atli segir að það hafi verið frábært að fá loksins eintak af bókinni í hendurnar.Vísir/Vilhelm „Það sem kom mér kannski hvað mest á óvart var hvað karakterarnir í sögunni geta orðið ljóslifandi í huga manns, þeir öðlast einhvern veginn sitt eigið líf, sínar eigin skoðanir og stundum geta þeir hreinlega komið manni á óvart,“ segir Kjartan Atli um ferlið. Að þora að standa með því sem maður trúir á Sagan er sögð frá nokkrum sjónarhornum, sem er ákvörðun sem Kjartan Atli og Bragi Páll tóku saman. „Okkur fannst mikilvægt að fá sjónarhorn bæði Lóu og Barkar á tiltekin atriði í sögunni. Svo kom upp hugmyndin að bæta þriðja sjónarhorninu við með því að veita lesandanum tækifæri á að lesa fréttir sem skrifaðar eru um ýmislegt sem gerist í sögunni.Í nútíma samfélagi er mikilvægt að kunna að skilja sjónarhorn og því held ég að þetta sé kjörin æfing fyrir unga lesendur. Það er líka hollt að sjá hvernig sem flestir upplifa atburði. Eftir á að hyggja er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun.“ En hver er helsti boðskapurinn með þessari körfuboltabók?Lóa myndi segja: „Að velta sér ekki of mikið upp úr áliti annarra.“ Börkur myndi segja: „Að þora að standa með því sem maður trúir á.“ Kjartan Atli fjallar mikið um körfuboltann í sínu starfi á íþróttadeild fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.Vísir Í bókinni keppa krakkarnir fyrir skólaliðin sín en ekki stór íþróttafélög eins og tíðkast hér á landi. „Mér fannst skrítið að nota íslensk íþróttafélög í sögunni. Sagan gerist á Íslandi, nema að krakkarnir keppa fyrir skólaliðin sín. Nöfn skólanna eru líka uppspuni, til að mynda keppa Lóa og Börkur fyrir Mýrarbrekkuskóla.“ Aðspurður hvort rígur á milli liða geti verið af hinu slæma svarar Kjartan Atli: „Reynsla mín segir mér að mestur lærdómurinn verður gjarnan þegar aðstæðurnar eru sem erfiðastar. Ég held að krakkar læri mikið af því að takast á við erfiða andstæðinga. Auðvitað þarf að gæta þess að hlutirnir fari ekki úr böndunum og það er mikilvægt að virða reglur leiksins. En góðir andstæðingar eru gulli betri, segi ég.“ Krakkarnir veittu innblástur Sagan er að mestu skáldskapur en hluti hennar er þó byggður á sönnum atburðum. „Síðastliðið sumar lauk fimm ára samstarfi mínu með hópi krakka sem ég þjálfaði frá sumrinu eftir að þau kláruðu fimmta bekk og þar til að þau höfðu lokið við níunda bekk. Hópurinn var algjörlega magnaður. Við byrjuðum með eingöngu stráka í honum en á leiðinni komu öflugar körfuboltastelpur inn í hópinn, sem voru ári yngri. Mér fannst svo fallegt að sjá hvað það ríkti mikið bræðra- og systralag í hópnum. Þessir krakkar veittu mér innblástur. Ég hef óbilandi trú á þessum krökkum og bara á næstu kynslóðum í heild sinni.“ Körfuboltinn hefur sjaldan verið vinsælli hér á landi. Aðspurður hvort bókin muni hvetja enn fleiri krakka til að prófa að mæta á körfuboltaæfingu segir Kjartan Atli að það sé aldrei að vita, fyrst og fremst vonar hann samt að lesendur hafi gaman að bókinni. „Nýlegar tölur frá Íþróttasambandi Íslands staðfesta að aldrei hafa fleiri börn æft körfubolta. Tölurnar sýna okkur að körfuboltinn er í mikilli uppsveiflu.“ Önnur og þriðja bók Kjartans Atla koma út í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Strax byrjaður á næstu Nú styttist líka í að körfuboltabók eftir hann komi út í Bandaríkjunum. „Viðbrögðin við Hreinni körfu voru mjög góð. Mér fannst svo ótrúlega gaman að fjalla um allt hæfileikafólkið sem við eigum í körfuboltanum. Skemmtilegast fannst mér þó að skrifa um unnustu mína! Bókin fékk góðar viðtökur, seldist vel og ég hef ekkert heyrt nema jákvætt um hana. Við gerðum aðra bók, sem fjallar eingöngu um leikmenn sem eru nú í NBA. Hrein karfa fjallaði um leikmenn í NBA og WNBA sem eru í deildinni og líka goðsagnir sem eru hættar leik. Auk þess fjallaði hún um íslenskt körfuboltafólk. Stars of the NBA fjallar um 28 bestu leikmenn NBA nú á dögum. Bókin er tilbúin og kemur út 30. nóvember Vestanhafs, hún er komin í forsölu og er ég spenntur að fá eintak í hendurnar.“ Kjartan Atli er bara rétt að byrja í bókaskrifunum og er strax byrjaður að skrifa þá næstu. „Ég er búinn að stilla upp að minnsta kosti tveimur öðrum bókum um Lóu og Börk en þau munu elta ævintýrin um allan heim. Önnur bókin er aðeins komin af stað og atburðarásin í þeirri þriðju er að verða til,“ segir Kjartan Atli spenntur. „Ef við smitum endalaust af jákvæðri orku út í andrúmsloftið verður heimurinn að betri stað,“ segir hann að lokum.
Bókmenntir Bókaútgáfa Körfubolti Íslenski körfuboltinn Höfundatal Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira