Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifð leigufélag Sigrún Árnadóttir skrifar 11. nóvember 2021 14:44 Í tilefni af aðsendri grein Gunnars Smára Egilssonar sem birtist á visi.is fyrr í vikunni um starfsemi Félagsbústaða sé ég mig knúna til að koma mikilvægum upplýsingum um starfsemina á framfæri og leiðrétta rangfærslur eða misskilning sem fram kemur í skrifum Gunnars Smára. Það er gott og vel að fjalla um félagslegt leiguhúsnæði sem er afar mikilvægt og brýnt til þess að tryggja húsnæðisöryggi. Hins vegar er slæmt þegar haldið er á lofti röngum fullyrðingum og ásökunum um að okrað sé á fólki og markmiðin snúist um að ávaxta fé fyrir borgarsjóð. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið leigufélag í eigu Reykjavíkurborgar sem hefur þann tilgang einan að eiga, reka og leigja út félagslegar íbúðir. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólks með fötlun. Reykjavíkurborg fer fram með góðu fordæmi og gerir í sinni húsnæðisáætlun ráð fyrir að 5% alls íbúðarhúsnæðis sé félagslegt leiguhúsnæði. Félagsbústöðum hefur gengið nokkuð vel að halda í við þessi markmið og eru nú með um 3000 íbúðir í útleigu. Tekjuafgangur Félagsbústaða fer í greiðslur lána Gunnar Smári telur að Félagsbústaðir hafi svigrúm til þess að lækka leigu að meðaltali um 30 þúsund krónur á mánuði og bendir máli sínu til stuðnings á ársreikning síðasta árs sem sýnir að tekjuafgangur fyrir matsbreytingar og verðbætur langtímalána nemi rúmum einum milljarði króna. Ef þessum milljarði væri ekki til að dreifa gætu Félagsbústaðir ekki staðið í skilum með afborgnir langtímalána sem á þessu sama ári námu rúmlega 950 milljónum króna. Það kynni ekki góðri lukku að stýra ef Félagsbústaðir gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar og myndi í raun ógna húsnæðisöryggi leigjendanna. Félagsbústaðir leitast við að halda leiguverði stöðugu og viðráðanlegu á sama tíma og félagið þarf að standa undir kostnaði við rekstur, viðhald og fjölgun íbúða. Leiguverð Félagsbústaða er um 25%-30% lægra en leiguverð þinglýstra leigusamninga nú í haust hér í Reykjavík. Þjónustu- og viðhorfskönnun sem MMR framkvæmdi fyrr á þessu ári meðal leigjenda Félagsbústaða sýnir að 72% aðspurðra telja að leiguverðið hjá Félagsbústöðum sé hagstætt og mikill fjöldi nefnir húsnæðisöryggi sem einn af kostum þess að leigja af Félagsbústöðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af aðsendri grein Gunnars Smára Egilssonar sem birtist á visi.is fyrr í vikunni um starfsemi Félagsbústaða sé ég mig knúna til að koma mikilvægum upplýsingum um starfsemina á framfæri og leiðrétta rangfærslur eða misskilning sem fram kemur í skrifum Gunnars Smára. Það er gott og vel að fjalla um félagslegt leiguhúsnæði sem er afar mikilvægt og brýnt til þess að tryggja húsnæðisöryggi. Hins vegar er slæmt þegar haldið er á lofti röngum fullyrðingum og ásökunum um að okrað sé á fólki og markmiðin snúist um að ávaxta fé fyrir borgarsjóð. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið leigufélag í eigu Reykjavíkurborgar sem hefur þann tilgang einan að eiga, reka og leigja út félagslegar íbúðir. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólks með fötlun. Reykjavíkurborg fer fram með góðu fordæmi og gerir í sinni húsnæðisáætlun ráð fyrir að 5% alls íbúðarhúsnæðis sé félagslegt leiguhúsnæði. Félagsbústöðum hefur gengið nokkuð vel að halda í við þessi markmið og eru nú með um 3000 íbúðir í útleigu. Tekjuafgangur Félagsbústaða fer í greiðslur lána Gunnar Smári telur að Félagsbústaðir hafi svigrúm til þess að lækka leigu að meðaltali um 30 þúsund krónur á mánuði og bendir máli sínu til stuðnings á ársreikning síðasta árs sem sýnir að tekjuafgangur fyrir matsbreytingar og verðbætur langtímalána nemi rúmum einum milljarði króna. Ef þessum milljarði væri ekki til að dreifa gætu Félagsbústaðir ekki staðið í skilum með afborgnir langtímalána sem á þessu sama ári námu rúmlega 950 milljónum króna. Það kynni ekki góðri lukku að stýra ef Félagsbústaðir gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar og myndi í raun ógna húsnæðisöryggi leigjendanna. Félagsbústaðir leitast við að halda leiguverði stöðugu og viðráðanlegu á sama tíma og félagið þarf að standa undir kostnaði við rekstur, viðhald og fjölgun íbúða. Leiguverð Félagsbústaða er um 25%-30% lægra en leiguverð þinglýstra leigusamninga nú í haust hér í Reykjavík. Þjónustu- og viðhorfskönnun sem MMR framkvæmdi fyrr á þessu ári meðal leigjenda Félagsbústaða sýnir að 72% aðspurðra telja að leiguverðið hjá Félagsbústöðum sé hagstætt og mikill fjöldi nefnir húsnæðisöryggi sem einn af kostum þess að leigja af Félagsbústöðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsbústaða.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar