Þingmannadætur í íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 10:00 Körfuboltakonurnar Ásta Júlía Grímsdóttir og Dagný Lísa Davíðsdóttir verða með íslenska landsliðinu í leik á móti Rúmeníu í dag. Skjámynd/Youtube/Karfan Körfuboltakonurnar Ásta Júlía Grímsdóttir og Dagný Lísa Davíðsdóttir eru staddar í Rúmeníu með íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta en fram undan er leikur í kvöld á móti Rúmeníu í undankeppni EuroBasket 2023. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tók viðtal við þær Ástu og Dagnýju fyrir karfan.is en þær eru herbergisfélagar í ferðinni. Æft í keppnishöllinni í dag og kl.16.00 ísl.tíma á morgun fimmtudag mætum við Rúmenum #korfubolti pic.twitter.com/Mc42ztbMZ2— Hannes S.Jónsson (@hannes_jonsson) November 10, 2021 Í viðtalinu kemur meðal annars fram að þær eru báðar dætur þingmanna. Ásta Júlía er dóttir þingmanns Samfylkingarinnar Helgu Völu Helgadóttur og Dagný Lísa er dóttir Guðrúnar Hafsteinsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ásta Júlía og Dagný Lísa sögðust að þessi stjórnmálaafstaða mæðra þeirra trufli þær ekkert í samskiptum. Hannes sagði þó í viðtalinu að það hafi heyrst í þeim tveimur að vera að ræða pólitík. „Já, já, við höfum ekki sleppt því að ræða pólitík því við höfum báðar mjög sterkar skoðanir. Við ræðum þetta,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir. „Það verður ekki frá því horfið að samræðurnar geta kallað fram ansi rafmagnað andrúmsloft hjá okkur. Við höfum rætt hvað þarf að koma í sinn farveg. Til dæmis nýjan þjóðarleikvang og heimavöll fyrir körfuboltafólk á Íslandi. Svona fyrir okkur til að eignast heimili,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ty318f1IVkc">watch on YouTube</a> Hannes vildi síðan meina að það gæti eitthvað að vera að glæðast á milli flokkanna þökk sé herbergisfélögunum. „Við Dagný erum ekkert ósammála þegar við ræðum saman. Við ættum því ekkert erfitt með að vinna saman en ég get ekki sagt það saman um mæður okkar en ég veit það ekki,“ sagði Ásta. „Já ég er sammála. Ég held að við Ásta gætum tekið þetta með pompi og prakt ef að tækifæri gefst,“ sagði Dagný. Það má finna allt viðtal Hannesar við þær Ástu og Dagnýju hér fyrir ofan. Ásta Júlía Grímsdóttir hefur leikið með landsliðinu áður en Dagný Lísa er að leika sinn fyrsta A-landsleik í dag. Dagný Lísa var lengi við nám í Bandaríkjunum og missti því að verkefnum landsliðsins þann tíma. Dagný Lísa er að spila vel með Fjölni í Subway-deild kvenna þar sem hún er með 17,5 stig og 8,7 fráköst að meðaltali í leik. Ásta Júlía er í stóru hlutverki í Íslandsmeistaraliði Vals þar sem hún er með 10,3 stig og 11,8 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili. Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tók viðtal við þær Ástu og Dagnýju fyrir karfan.is en þær eru herbergisfélagar í ferðinni. Æft í keppnishöllinni í dag og kl.16.00 ísl.tíma á morgun fimmtudag mætum við Rúmenum #korfubolti pic.twitter.com/Mc42ztbMZ2— Hannes S.Jónsson (@hannes_jonsson) November 10, 2021 Í viðtalinu kemur meðal annars fram að þær eru báðar dætur þingmanna. Ásta Júlía er dóttir þingmanns Samfylkingarinnar Helgu Völu Helgadóttur og Dagný Lísa er dóttir Guðrúnar Hafsteinsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ásta Júlía og Dagný Lísa sögðust að þessi stjórnmálaafstaða mæðra þeirra trufli þær ekkert í samskiptum. Hannes sagði þó í viðtalinu að það hafi heyrst í þeim tveimur að vera að ræða pólitík. „Já, já, við höfum ekki sleppt því að ræða pólitík því við höfum báðar mjög sterkar skoðanir. Við ræðum þetta,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir. „Það verður ekki frá því horfið að samræðurnar geta kallað fram ansi rafmagnað andrúmsloft hjá okkur. Við höfum rætt hvað þarf að koma í sinn farveg. Til dæmis nýjan þjóðarleikvang og heimavöll fyrir körfuboltafólk á Íslandi. Svona fyrir okkur til að eignast heimili,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ty318f1IVkc">watch on YouTube</a> Hannes vildi síðan meina að það gæti eitthvað að vera að glæðast á milli flokkanna þökk sé herbergisfélögunum. „Við Dagný erum ekkert ósammála þegar við ræðum saman. Við ættum því ekkert erfitt með að vinna saman en ég get ekki sagt það saman um mæður okkar en ég veit það ekki,“ sagði Ásta. „Já ég er sammála. Ég held að við Ásta gætum tekið þetta með pompi og prakt ef að tækifæri gefst,“ sagði Dagný. Það má finna allt viðtal Hannesar við þær Ástu og Dagnýju hér fyrir ofan. Ásta Júlía Grímsdóttir hefur leikið með landsliðinu áður en Dagný Lísa er að leika sinn fyrsta A-landsleik í dag. Dagný Lísa var lengi við nám í Bandaríkjunum og missti því að verkefnum landsliðsins þann tíma. Dagný Lísa er að spila vel með Fjölni í Subway-deild kvenna þar sem hún er með 17,5 stig og 8,7 fráköst að meðaltali í leik. Ásta Júlía er í stóru hlutverki í Íslandsmeistaraliði Vals þar sem hún er með 10,3 stig og 11,8 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili.
Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum