Innlent

Óku á öryggis­slá við þing­húsið á flótta undan lög­reglu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fólkið ók á öryggisslá við þinghúsið.
Fólkið ók á öryggisslá við þinghúsið. Vísir/Vilhelm

Kona var flutt á bráðamóttöku Landspítala í nótt eftir að hún og samverkamaður freistuðu þess að komast undan lögreglu á vespu en enduðu á öryggisslá sem varnar óviðkomandi aðgangi við Alþingishúsið.

Atvik voru með þeim hætti að rétt fyrir miðnætti í nótt barst lögreglu tilkynning um að fjórir einstaklingar væru að sparka í hurðir í miðborginni. Þegar lögregla mætti á vettvang reyndu maður og kona að komast undan á vespu, með fyrrgreindum afleiðingum.

Konan, sem var farþegi á vespunni, fann til eymsla í baki og var flutt með sjúkrabifreið á Landspítala. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur og var vistaður í fangageymslum vegna málsins. 

Sláin er skemmd.

 Fyrr um kvöldið var tilkynnt um húsbrot og eignaspjöll í póstnúmerinu 112 og þá var tilkynnt um umferðaróhapp í Mosfellsbæ, þar sem tvær bifreiðar lentu saman. Allir sem voru í bílunum, tveir ökumenn og einn farþegi, voru fluttir með sjúkrabifreiðum á Landspítala.

Bílarnir eru mikið skemmdir og voru fluttir af vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×