Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. nóvember 2021 23:20 Arnór virðist ekki vinsæll meðal starfsliðs síns. vísir/vilhelm Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. Í frumdrögum áhættumats sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins er dregin upp afar slæm mynd af yfirstjórn og forstjóra Menntamálastofnunar, Arnóri Guðmundssyni. Drögin voru kynnt fyrir starfsmönnum í gær en þar segir að við sjö af ellefu þáttum í matinu ríki óviðunandi aðstæður sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Í yfirlýsingu sem Arnór sendi á fjölmiðla í dag dregur hann undan vinnubrögðum og framsetningu mannauðsfyrirtækisins og segir það „ekki standast eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu“, eins og hann orðar það. Þá segir hann góðar vonir um að fljótt megi ráða bót á vandamálunum í nánu samstarfi við starfsfólk. Þetta er þó í hrópandi ósamræmi við ályktun sem trúnaðarmenn vinnustaðarins sendu á menntamálaráðuneytið eftir fund með starfsliðinu í gær. Þar segjast starfsmennirnir ekki geta treyst Arnóri til að leiða úrbætur á vinnustaðnum og þess krafist að hann víki frá störfum. Ályktun sem starfsfólk Menntamálastofnunar sendi á Arnór og menntamálaráðuneytið í gær.vísir/vilhelm 75 prósent starfsliðsins greiddi atkvæði um ályktunina á fundinum og greiddu rúmlega 83 prósent þeirra atkvæði með henni. Vandamál frá upphafi Óánægja starfsmanna með Arnór hefur lengi verið vandamál. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti. Í ofan á lag hefur uppsögn Arnórs á starfsmanni stofnunarinnar árið 2017 verið dæmd ólögmæt af héraðsdómi og varð ríkið að greiða starfsmanninum 9 milljónir króna vegna málsins. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Í frumdrögum áhættumats sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins er dregin upp afar slæm mynd af yfirstjórn og forstjóra Menntamálastofnunar, Arnóri Guðmundssyni. Drögin voru kynnt fyrir starfsmönnum í gær en þar segir að við sjö af ellefu þáttum í matinu ríki óviðunandi aðstæður sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Í yfirlýsingu sem Arnór sendi á fjölmiðla í dag dregur hann undan vinnubrögðum og framsetningu mannauðsfyrirtækisins og segir það „ekki standast eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu“, eins og hann orðar það. Þá segir hann góðar vonir um að fljótt megi ráða bót á vandamálunum í nánu samstarfi við starfsfólk. Þetta er þó í hrópandi ósamræmi við ályktun sem trúnaðarmenn vinnustaðarins sendu á menntamálaráðuneytið eftir fund með starfsliðinu í gær. Þar segjast starfsmennirnir ekki geta treyst Arnóri til að leiða úrbætur á vinnustaðnum og þess krafist að hann víki frá störfum. Ályktun sem starfsfólk Menntamálastofnunar sendi á Arnór og menntamálaráðuneytið í gær.vísir/vilhelm 75 prósent starfsliðsins greiddi atkvæði um ályktunina á fundinum og greiddu rúmlega 83 prósent þeirra atkvæði með henni. Vandamál frá upphafi Óánægja starfsmanna með Arnór hefur lengi verið vandamál. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti. Í ofan á lag hefur uppsögn Arnórs á starfsmanni stofnunarinnar árið 2017 verið dæmd ólögmæt af héraðsdómi og varð ríkið að greiða starfsmanninum 9 milljónir króna vegna málsins.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira