Alþingi kallað saman í fyrsta lagi undir lok næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2021 19:31 Niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar varðandi gildi kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi liggja ekki fyrir fyrr en í fyrsta lagi um eða upp úr miðri næstu viku. Vísir/Vilhelm Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu varðandi gildi útgefinna kjörbréfa Landskjörstjórnar til þingmanna. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. Birgir Ámannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir að á fundi nefndarinnar í dag hafi verið ákveðið var að hluti nefndarinnar fari aftur í vettvangsferð á talningarstaðinn í Norðvesturkjördæmi á hótel Borgarnesi á morgun. „Til að fara í gegnum atriði sem varða afstemmingu bunka og þess háttar. Við erum auðvitað við það að ljúka gagnaöflun í málinu,“ segir Birgir. Aðeins eigi eftir að binda nokkra lausa enda varðandi gagnaöflunina. Nefndin hafi skoðað fjölmörg álitamál og vinna hennar sé langt komin. Birgir Ármannsson segir áherslu hafa verið lagða á að nefndarfólk væri samstíga í gagnaöfluninni. Það komi væntanlega í ljós í næstu viku hvort samstaða verði um niðurstöðuna.Stöð 2/Arnar „En við eigum hins vegar eftir að ræða þessa erfiðustu þætti sem lúta að mati. Bæði mati á þeim upplýsingum sem við höfum þegar fyrir hendi varðandi atburðarás en líka mat á lagaatriðum,“ segir Birgir. Í grunninn væri verkefnið að meta hvort kjörbréf þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út skuli teljast gild eða ógild. Reynt hafi verið að haga nefndarstörfum þannig að allir væru nokkurn veginn samstíga og þannig hafi það verið varðandi málsmeðferðina. „Nú á hins vegar eftir að reyna á hvort það helst í gegnum allt ferlið. Hvort fólk metur hlutina með sama hætti eða mismunandi. Fyrirfram er auðvitað ekkert hægt að segja um það en við munum hins vegar leitast við að ná sameiginlegri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. Um leið og niðurstaða hennar liggur fyrir verður þing kallað saman og formleg kjörbréfanefnd kosinn. Reiknað er með að hlé verði gert á fyrsta þingfundi kjörtímabilsins á meðan nefndin mótar tillögur sínar sem fara síðan til atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Þannig að sú atkvæðagreiðsla sem ræður úrslitum í málinu fer fram í þingsal,“ segir Birgir Ármannsson. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Birgir Ámannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir að á fundi nefndarinnar í dag hafi verið ákveðið var að hluti nefndarinnar fari aftur í vettvangsferð á talningarstaðinn í Norðvesturkjördæmi á hótel Borgarnesi á morgun. „Til að fara í gegnum atriði sem varða afstemmingu bunka og þess háttar. Við erum auðvitað við það að ljúka gagnaöflun í málinu,“ segir Birgir. Aðeins eigi eftir að binda nokkra lausa enda varðandi gagnaöflunina. Nefndin hafi skoðað fjölmörg álitamál og vinna hennar sé langt komin. Birgir Ármannsson segir áherslu hafa verið lagða á að nefndarfólk væri samstíga í gagnaöfluninni. Það komi væntanlega í ljós í næstu viku hvort samstaða verði um niðurstöðuna.Stöð 2/Arnar „En við eigum hins vegar eftir að ræða þessa erfiðustu þætti sem lúta að mati. Bæði mati á þeim upplýsingum sem við höfum þegar fyrir hendi varðandi atburðarás en líka mat á lagaatriðum,“ segir Birgir. Í grunninn væri verkefnið að meta hvort kjörbréf þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út skuli teljast gild eða ógild. Reynt hafi verið að haga nefndarstörfum þannig að allir væru nokkurn veginn samstíga og þannig hafi það verið varðandi málsmeðferðina. „Nú á hins vegar eftir að reyna á hvort það helst í gegnum allt ferlið. Hvort fólk metur hlutina með sama hætti eða mismunandi. Fyrirfram er auðvitað ekkert hægt að segja um það en við munum hins vegar leitast við að ná sameiginlegri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. Um leið og niðurstaða hennar liggur fyrir verður þing kallað saman og formleg kjörbréfanefnd kosinn. Reiknað er með að hlé verði gert á fyrsta þingfundi kjörtímabilsins á meðan nefndin mótar tillögur sínar sem fara síðan til atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Þannig að sú atkvæðagreiðsla sem ræður úrslitum í málinu fer fram í þingsal,“ segir Birgir Ármannsson.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55
Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58
Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01