Flaggskip með net í skrúfunni Tómas Guðbjartsson skrifar 10. nóvember 2021 22:30 Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd. Bráðamóttaka og hjartaskurðdeild í lamasessi Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand. Báðar gjörgæsludeildir spítalans hafa verið fullar upp í rjáfur svo vikum skiptir, ekki aðeins af Covid-sjúklingum heldur einnig öðrum lífshættulega veikum sjúklingum. Af þessum sökum hefur ekki verið hægt að framkvæma neinar opnar hjartaaðgerðir í rúmlega tvær vikur á einu hjartaskurðdeild landsins. Það er einskær heppni að engir sjúklingar hafa komið brátt inn og þurft á lífsbjargandi aðgerð að halda á þessum tíma. Það er óvenjulegt og getur breyst strax í dag. Á sama tíma hefur hlaðist upp biðlisti af alvarlega hjartveikum sjúklingum sem bíða aðgerðar, flestir kransæðahjáveituaðgerðar eða hjartalokuskipta. Þessir skjólstæðingar mínir mega margir afar illa við bið eftir aðgerð, enda getur sú bið beinlínis verið lífshættuleg. Flutningur þeirra erlendis í aðgerð er sömuleiðis slæm lausn, enda ferðalög ekki æskileg fyrir einstaklinga sem eru svo hjartveikir að þeir þurfa sem fyrst í hjartaaðgerð. Ástandið aldrei verið jafn slæmt Það eru rúm 16 síðan ég sneri heim að loknu sérnámi og störfum erlendis til að starfa við hjartaskurðlækningar á Landspítala. Á þessum 16 árum hafa oft komið upp aðstæður þar sem skort hefur gjörgæslupláss um skamma hríð og því þurft að fresta hjartaaðgerðum. Slíkt ástand hefur hins vegar í mesta lagi varað nokkra daga í senn og við hjartaskurðlæknar síðan náð að klára þau verkefni sem bíða okkar, oft með tilfæringum eins og að gera aðgerðir fram á kvöld eða um helgar. Eftir tilkomu Covid hefur ástandið á gjörgæsludeildum spítalans hins vegar orðið algjörlega ólíðandi og vandinn virðist nú orðinn viðvarandi en ekki tímabundinn. Í fyrstu bylgju Covid var skiljanlegt að fresta þyrfti hjartaðgerðum og jafnvel í þeirri næstu. En nú erum við í fimmtu bylgju, 20 mánuðum síðar, gjörgæslan algjörlega sprungin og starfsemi hjartaskurðdeildar og fleiri deilda í uppnámi fyrir vikið. Þessi staða er algjörlega óásættanleg fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra en einnig fyrir starfsfólk sem er ráðið til að veita þessum hópi heilbrigðisþjónustu. Afdrifaríkar reiknivillur Það er rétt að rifja upp að plássskortur á gjörgæslu var þekkt vandamál áður en Covid-faraldurinn skall á. Ítrekað hafði verið bent á þá staðreynd að Ísland væri með umtalsvert færri gjörgæslupláss á íbúa en nágrannalönd okkar. Samt gerðist ekkert, og eiginlega má segja að ástandið hafi versnað á síðustu árum jafnvel þótt áhrif Covid séu ekki talin með. Hvernig stendur á því að fyrir 12 árum vorum við með 18 gjörgæslupláss en aðeins 14 nú? Á sama tímabili hefur legurýmum á Landspítala fækkað um fjórðung, þrátt fyrir aukinn fjölda aldraðra og gríðarlega aukningu í fjölda erlendra ferðamanna. Landspítalinn er í dag með um 650 sjúkrarúm þótt ekki séu öll nýtt vegna skorts á starfsfólki. Reiknivillan skín aftur í gegn í fyrirhuguðum meðferðarkjarna Nýja Landspítalans en þar eru aðeins fyrirhuguð 210 sjúkrarúm, eða aðeins um þriðjungur þess rúmafjölda sem spítalinn hefur að ráða yfir í dag. Hvað legupláss varðar verður meðferðarkjarninn því í reynd aðeins eins konar viðbygging við eldri byggingar sem áfram verður brýn þörf fyrir. Rétt er að árétta að á Íslandi voru 227 sjúkrarúm á 100.000 íbúa árið 2019 en þau voru að jafnaði meira en tvöfalt fleiri í löndum OECD á sama tíma, eða um 500 á 100.000 íbúa. Lausnin felst í bættum launum Allir hljóta að sjá að bæta þarf úr þessu ófremdarástandi strax, ekki í næsta mánuði eða eftir áramót. Undanfarið hefur umræðan beinst að hágæslurýmum, sem er rúmlega áratuga gömul hugmynd sem því miður hefur aldrei orðið að veruleika. Hágæslurými munu vissulega hjálpa til, ef af verður, en koma þó ekki í stað gjörgæslurýma. Einnig er deginum ljósara að það verður áskorun að manna stöður hágæsluhjúkrunarfræðinga við núverandi launakjör. Lausnin á bráðavanda Landspítala felst nefnilega aðallega í umtalsvert bættum launakjörum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sérstaklega á gjörgæsludeildum og bráðamóttöku. Þannig verður unnt að fá aftur til starfa fullmenntað starfsfólk sem leitað hefur í önnur störf utan spítalans. Það er óraunhæft að mennta í skyndi fleiri gjörgæsluhjúkrunarfræðinga, enda tekur menntun þeirra nokkur ár. En þar sem allt að fjórðungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hverfa til annarra betur launaðra starfa innan fimm ára, er augljóst hvar mannauðinn er að finna. Nýlegar eingreiðslur til starfsmanna sem klæðast Covid-hlífðarbúningi við störf sín er jákvætt skref, en dugar engan veginn til. Einnig verður strax að skoða að ráða hingað til lands gjörgæsluhjúkrunarfræðinga erlendis frá, t.d. frá hinum Norðurlöndunum. Þeim yrði að borga umtalsvert hærri laun, enda eftirsóttur starfskraftur í heimalöndum sínum, auk ferða og uppihalds. Sennilega er þó rökrétt að gera hvort tveggja, ráða erlenda gjörgæsluhjúkrunarfræðinga og hækka laun þeirra íslensku. Sátt í stað upphrópana Það ríkir óásættanleg kyrrstaða í málefnum Landspítala. Stofnunin er eins og rekald sem enginn virðist ætla að koma til hafnar. Einhver verður að þora að stíga fram og leysa netið úr skrúfunni. Það eykur síðan á þessa kyrrstöðu að ríkisstjórnarviðræður eru í hægagangi, kosningar í Norðvesturkjördæmi í uppnámi, óljóst hver verður næsti heilbrigðisráðherra og forstjórinn hættur. Á sama tíma og þessi alvarlega staða er uppi, þá hrópa stöku ráðherrar og alþingismenn á torgum hversu brýnt það sé að afnema allar takmarkanir – sem fyrir okkur sem stöndum vaktina á gólfinu á Landspítala er eins og að sparka í liggjandi mann, mann sem er blæðandi. Það þarf miklu meiri skilning ráðamanna á starfsemi Landspítala og ég auglýsi eftir þverpólitískri sátt um þetta flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Annars er hætta á frekara neyðarástandi og atgervisflótta starfsfólks í sambærileg störf í nágrannalöndum okkar, eða önnur óskyld störf hér heima. Undirmannað fley með net í skrúfunni er ekki leiðin til að skila öllum farþegum heilum á húfi á áfangastað. Yfirlæknir á skurðsviði LSH og prófessor við læknadeild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd. Bráðamóttaka og hjartaskurðdeild í lamasessi Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand. Báðar gjörgæsludeildir spítalans hafa verið fullar upp í rjáfur svo vikum skiptir, ekki aðeins af Covid-sjúklingum heldur einnig öðrum lífshættulega veikum sjúklingum. Af þessum sökum hefur ekki verið hægt að framkvæma neinar opnar hjartaaðgerðir í rúmlega tvær vikur á einu hjartaskurðdeild landsins. Það er einskær heppni að engir sjúklingar hafa komið brátt inn og þurft á lífsbjargandi aðgerð að halda á þessum tíma. Það er óvenjulegt og getur breyst strax í dag. Á sama tíma hefur hlaðist upp biðlisti af alvarlega hjartveikum sjúklingum sem bíða aðgerðar, flestir kransæðahjáveituaðgerðar eða hjartalokuskipta. Þessir skjólstæðingar mínir mega margir afar illa við bið eftir aðgerð, enda getur sú bið beinlínis verið lífshættuleg. Flutningur þeirra erlendis í aðgerð er sömuleiðis slæm lausn, enda ferðalög ekki æskileg fyrir einstaklinga sem eru svo hjartveikir að þeir þurfa sem fyrst í hjartaaðgerð. Ástandið aldrei verið jafn slæmt Það eru rúm 16 síðan ég sneri heim að loknu sérnámi og störfum erlendis til að starfa við hjartaskurðlækningar á Landspítala. Á þessum 16 árum hafa oft komið upp aðstæður þar sem skort hefur gjörgæslupláss um skamma hríð og því þurft að fresta hjartaaðgerðum. Slíkt ástand hefur hins vegar í mesta lagi varað nokkra daga í senn og við hjartaskurðlæknar síðan náð að klára þau verkefni sem bíða okkar, oft með tilfæringum eins og að gera aðgerðir fram á kvöld eða um helgar. Eftir tilkomu Covid hefur ástandið á gjörgæsludeildum spítalans hins vegar orðið algjörlega ólíðandi og vandinn virðist nú orðinn viðvarandi en ekki tímabundinn. Í fyrstu bylgju Covid var skiljanlegt að fresta þyrfti hjartaðgerðum og jafnvel í þeirri næstu. En nú erum við í fimmtu bylgju, 20 mánuðum síðar, gjörgæslan algjörlega sprungin og starfsemi hjartaskurðdeildar og fleiri deilda í uppnámi fyrir vikið. Þessi staða er algjörlega óásættanleg fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra en einnig fyrir starfsfólk sem er ráðið til að veita þessum hópi heilbrigðisþjónustu. Afdrifaríkar reiknivillur Það er rétt að rifja upp að plássskortur á gjörgæslu var þekkt vandamál áður en Covid-faraldurinn skall á. Ítrekað hafði verið bent á þá staðreynd að Ísland væri með umtalsvert færri gjörgæslupláss á íbúa en nágrannalönd okkar. Samt gerðist ekkert, og eiginlega má segja að ástandið hafi versnað á síðustu árum jafnvel þótt áhrif Covid séu ekki talin með. Hvernig stendur á því að fyrir 12 árum vorum við með 18 gjörgæslupláss en aðeins 14 nú? Á sama tímabili hefur legurýmum á Landspítala fækkað um fjórðung, þrátt fyrir aukinn fjölda aldraðra og gríðarlega aukningu í fjölda erlendra ferðamanna. Landspítalinn er í dag með um 650 sjúkrarúm þótt ekki séu öll nýtt vegna skorts á starfsfólki. Reiknivillan skín aftur í gegn í fyrirhuguðum meðferðarkjarna Nýja Landspítalans en þar eru aðeins fyrirhuguð 210 sjúkrarúm, eða aðeins um þriðjungur þess rúmafjölda sem spítalinn hefur að ráða yfir í dag. Hvað legupláss varðar verður meðferðarkjarninn því í reynd aðeins eins konar viðbygging við eldri byggingar sem áfram verður brýn þörf fyrir. Rétt er að árétta að á Íslandi voru 227 sjúkrarúm á 100.000 íbúa árið 2019 en þau voru að jafnaði meira en tvöfalt fleiri í löndum OECD á sama tíma, eða um 500 á 100.000 íbúa. Lausnin felst í bættum launum Allir hljóta að sjá að bæta þarf úr þessu ófremdarástandi strax, ekki í næsta mánuði eða eftir áramót. Undanfarið hefur umræðan beinst að hágæslurýmum, sem er rúmlega áratuga gömul hugmynd sem því miður hefur aldrei orðið að veruleika. Hágæslurými munu vissulega hjálpa til, ef af verður, en koma þó ekki í stað gjörgæslurýma. Einnig er deginum ljósara að það verður áskorun að manna stöður hágæsluhjúkrunarfræðinga við núverandi launakjör. Lausnin á bráðavanda Landspítala felst nefnilega aðallega í umtalsvert bættum launakjörum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sérstaklega á gjörgæsludeildum og bráðamóttöku. Þannig verður unnt að fá aftur til starfa fullmenntað starfsfólk sem leitað hefur í önnur störf utan spítalans. Það er óraunhæft að mennta í skyndi fleiri gjörgæsluhjúkrunarfræðinga, enda tekur menntun þeirra nokkur ár. En þar sem allt að fjórðungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hverfa til annarra betur launaðra starfa innan fimm ára, er augljóst hvar mannauðinn er að finna. Nýlegar eingreiðslur til starfsmanna sem klæðast Covid-hlífðarbúningi við störf sín er jákvætt skref, en dugar engan veginn til. Einnig verður strax að skoða að ráða hingað til lands gjörgæsluhjúkrunarfræðinga erlendis frá, t.d. frá hinum Norðurlöndunum. Þeim yrði að borga umtalsvert hærri laun, enda eftirsóttur starfskraftur í heimalöndum sínum, auk ferða og uppihalds. Sennilega er þó rökrétt að gera hvort tveggja, ráða erlenda gjörgæsluhjúkrunarfræðinga og hækka laun þeirra íslensku. Sátt í stað upphrópana Það ríkir óásættanleg kyrrstaða í málefnum Landspítala. Stofnunin er eins og rekald sem enginn virðist ætla að koma til hafnar. Einhver verður að þora að stíga fram og leysa netið úr skrúfunni. Það eykur síðan á þessa kyrrstöðu að ríkisstjórnarviðræður eru í hægagangi, kosningar í Norðvesturkjördæmi í uppnámi, óljóst hver verður næsti heilbrigðisráðherra og forstjórinn hættur. Á sama tíma og þessi alvarlega staða er uppi, þá hrópa stöku ráðherrar og alþingismenn á torgum hversu brýnt það sé að afnema allar takmarkanir – sem fyrir okkur sem stöndum vaktina á gólfinu á Landspítala er eins og að sparka í liggjandi mann, mann sem er blæðandi. Það þarf miklu meiri skilning ráðamanna á starfsemi Landspítala og ég auglýsi eftir þverpólitískri sátt um þetta flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Annars er hætta á frekara neyðarástandi og atgervisflótta starfsfólks í sambærileg störf í nágrannalöndum okkar, eða önnur óskyld störf hér heima. Undirmannað fley með net í skrúfunni er ekki leiðin til að skila öllum farþegum heilum á húfi á áfangastað. Yfirlæknir á skurðsviði LSH og prófessor við læknadeild HÍ.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar