Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 18:58 Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar. vísir/sigurjón Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. Nefndin hefur fundað yfir tuttugu sinnum á þeim sex vikum sem liðnar eru frá kosningum. Við vettvangsferð sem farin var í Borgarnes fyrir þremur vikum kom í ljós við yfirferð bunka auðra atkvæða að þar leyndist atkvæði sem hefði átt að teljast gilt og tilheyra Framsóknarflokknum. Nú vill nefndin fara aftur í slíka ferð til að skoða kjörgögnin enn betur. Óljóst hvað eigi að skoða „Við höfum gert þetta tvisvar áður og þurfum að staðfesta ákveðna hluti sem við erum að velta fyrir okkur,“ segir Birgir. Hvaða hlutir eru það? „Nei, við erum svo sem ekkert að fara nánar út í það sko. Við erum hins vegar bara í því að vera að velta fyrir okkur ýmsum öngum á þessu máli og það að fara í Borgarnes einu sinni í viðbót, það er bara partur af því.“ Heimildir fréttastofu herma að þar sé sérstaklega verið að horfa til flokkunar atkvæða og hvernig henni var háttað. Undirbúningsnefnd hefur fundað rúmlega tuttugu sinnum vegna endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi.vísir/vilhelm Þar sé mögulega til skoðunar að skoða aftur alla bunka og sjá hvort fleiri bunkar innihaldi atkvæði sem eiga heima annars staðar. Birgir vill ekki staðfesta þetta. „Ég ætla ekkert að fara nánar út í það. Ég meina, þegar við erum búin að tékka af þessa hluti þá munum við gera fundargerð sem verður síðan birt, eins og við höfum gert í fyrri tilvikum,“ segir hann. Tímapressa á nefndinni Forsætisráðherra hefur gefið það út að stjórnarsáttmáli áframhaldandi ríkisstjórnar muni ekki vera kynntur fyrr en vafa um mögulega uppkosningu hefur verið eytt. Það veltur því á nefndinni hvenær ný ríkisstjórn verður mynduð og þing kallað saman á ný. „Við auðvitað gerum okkur grein fyrir því að verkefni okkar er þess eðlis að því þarf að ljúka eins fljótt og hægt er en á hinn bóginn er mikilvægt fyrir okkur líka að vanda til verka þannig að við viljum ekki skilja eftir einhverja lausa enda þar sem við getum hugsanlega hnýtt þá,“ segir Birgir. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Nefndin hefur fundað yfir tuttugu sinnum á þeim sex vikum sem liðnar eru frá kosningum. Við vettvangsferð sem farin var í Borgarnes fyrir þremur vikum kom í ljós við yfirferð bunka auðra atkvæða að þar leyndist atkvæði sem hefði átt að teljast gilt og tilheyra Framsóknarflokknum. Nú vill nefndin fara aftur í slíka ferð til að skoða kjörgögnin enn betur. Óljóst hvað eigi að skoða „Við höfum gert þetta tvisvar áður og þurfum að staðfesta ákveðna hluti sem við erum að velta fyrir okkur,“ segir Birgir. Hvaða hlutir eru það? „Nei, við erum svo sem ekkert að fara nánar út í það sko. Við erum hins vegar bara í því að vera að velta fyrir okkur ýmsum öngum á þessu máli og það að fara í Borgarnes einu sinni í viðbót, það er bara partur af því.“ Heimildir fréttastofu herma að þar sé sérstaklega verið að horfa til flokkunar atkvæða og hvernig henni var háttað. Undirbúningsnefnd hefur fundað rúmlega tuttugu sinnum vegna endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi.vísir/vilhelm Þar sé mögulega til skoðunar að skoða aftur alla bunka og sjá hvort fleiri bunkar innihaldi atkvæði sem eiga heima annars staðar. Birgir vill ekki staðfesta þetta. „Ég ætla ekkert að fara nánar út í það. Ég meina, þegar við erum búin að tékka af þessa hluti þá munum við gera fundargerð sem verður síðan birt, eins og við höfum gert í fyrri tilvikum,“ segir hann. Tímapressa á nefndinni Forsætisráðherra hefur gefið það út að stjórnarsáttmáli áframhaldandi ríkisstjórnar muni ekki vera kynntur fyrr en vafa um mögulega uppkosningu hefur verið eytt. Það veltur því á nefndinni hvenær ný ríkisstjórn verður mynduð og þing kallað saman á ný. „Við auðvitað gerum okkur grein fyrir því að verkefni okkar er þess eðlis að því þarf að ljúka eins fljótt og hægt er en á hinn bóginn er mikilvægt fyrir okkur líka að vanda til verka þannig að við viljum ekki skilja eftir einhverja lausa enda þar sem við getum hugsanlega hnýtt þá,“ segir Birgir.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira