Eimskip hagnast um 5,6 milljarða við krefjandi aðstæður Eiður Þór Árnason skrifar 9. nóvember 2021 16:42 Rekstur Eimskips hefur verið góður það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Hagnaður Eimskips nam 36,9 milljónum evra, eða um 5,6 milljörðum króna, á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 3,7 milljónir evra fyrir sama tímabil í fyrra. Þar af hagnaðist félagið um 20,7 milljónir evra á þriðja ársfjórungi 2021, eða um 3,12 milljarða íslenskra króna. Tekjur námu 628,0 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum ársins og hækkuðu um 135,3 milljónir evra eða 27,5% milli ára. Eimskip hefur fundið fyrir verulegri aukningu í kostnaði á þriðja ársfjórðungi vegna kaupa á þjónustu flutningsbirgja fyrir hönd viðskiptavina. Alls nam aðlagaður kostnaður á fyrstu níu mánuðum ársins 545,2 milljónum evra sem er hækkun um 99,3 milljónir evra milli tímabila. Skýrist aukningin að mestu af auknum umsvifum og kostnaði tengdum flutningsbirgjum. Aðlöguð EBITDA var 82,8 milljónir evra á síðustu þremur ársfjórðungum samanborið við 46,7 milljónir evra árið áður, sem er aukning um 36,1 milljón evra. Aðlagað EBIT nam 45,8 milljónum evra samanborið við 13,9 milljónir evra fyrir sama tímabil síðasta árs. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Eimskips. Verðhækkanir leitt til aukningar í sölutekjum Að sögn stjórnenda hefur félagið sýnt góðan árangur í áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun á síðasta ársfjórðungi, meðal annars vegna hagstæðra markaðstæðna á alþjóðavísu. Áframhaldandi sterkan árangur í gámasiglingum megi rekja til góðs magns, sérstaklega í útflutningi frá Íslandi og Trans-Atlantic flutningum, ásamt virkri tekjustýringu. „Frábær árangur í alþjóðaflutningsmiðlun á markaði sem einkennist af mjög háum alþjóða flutningsverðum sem og skorðum á afkastagetu á alþjóðaflutningamörkuðum,“ segir í tilkynningu. Þá kemur fram að umtalsverðar verðhækkanir frá flutningsbirgjum hafi haft í för með sér samsvarandi aukningu í sölutekjum og metafkoma hafi verið í starfsemi Eimskips í Asíu á þriðja ársfjórðungi. Markaðsaðstæður reynst krefjandi „Ég er mjög ánægður með áframhaldandi sterkan rekstrarárangur á þriðja ársfjórðungi. Niðurstöðurnar einkennast af góðu framlagi frá bæði áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun sem eru helstu drifkraftar bættrar afkomu. Þær óvenjulegu markaðsaðstæður sem hafa verið á alþjóðaflutningamörkuðum halda áfram að vera krefjandi og sem fyrr hafa þessar aðstæður bæði áhrif á tekjur og kostnað. Við teljum okkur þó vera farin að sjá fyrstu merki um stöðugleika í alþjóðlegum verðvísitölum,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri fyrirtækisins. „Við áttum annan góðan ársfjórðung í gámasiglingakerfinu sem rekja má til góðrar magnþróunar, sérstaklega í útflutningi frá Íslandi og Trans-Atlantic flutningum, ásamt virkri tekjustýringu. Frystiflutningar í Noregi skiluðu einnig góðum árangri vegna góðrar nýtingar og betra jafnvægis í kerfinu. Í alþjóðaflutningsmiðluninni náðum við frábærum árangri á markaði sem einkennist af mjög háum alþjóða flutningsverðum ásamt skorðum á afkastagetu á alþjóðaflutningsmörkuðum. Þá er ég mjög ánægður að sjá metafkomu í fjórðungnum af starfseminni okkar í Asíu.“ Kauphöllin Skipaflutningar Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Tekjur námu 628,0 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum ársins og hækkuðu um 135,3 milljónir evra eða 27,5% milli ára. Eimskip hefur fundið fyrir verulegri aukningu í kostnaði á þriðja ársfjórðungi vegna kaupa á þjónustu flutningsbirgja fyrir hönd viðskiptavina. Alls nam aðlagaður kostnaður á fyrstu níu mánuðum ársins 545,2 milljónum evra sem er hækkun um 99,3 milljónir evra milli tímabila. Skýrist aukningin að mestu af auknum umsvifum og kostnaði tengdum flutningsbirgjum. Aðlöguð EBITDA var 82,8 milljónir evra á síðustu þremur ársfjórðungum samanborið við 46,7 milljónir evra árið áður, sem er aukning um 36,1 milljón evra. Aðlagað EBIT nam 45,8 milljónum evra samanborið við 13,9 milljónir evra fyrir sama tímabil síðasta árs. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Eimskips. Verðhækkanir leitt til aukningar í sölutekjum Að sögn stjórnenda hefur félagið sýnt góðan árangur í áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun á síðasta ársfjórðungi, meðal annars vegna hagstæðra markaðstæðna á alþjóðavísu. Áframhaldandi sterkan árangur í gámasiglingum megi rekja til góðs magns, sérstaklega í útflutningi frá Íslandi og Trans-Atlantic flutningum, ásamt virkri tekjustýringu. „Frábær árangur í alþjóðaflutningsmiðlun á markaði sem einkennist af mjög háum alþjóða flutningsverðum sem og skorðum á afkastagetu á alþjóðaflutningamörkuðum,“ segir í tilkynningu. Þá kemur fram að umtalsverðar verðhækkanir frá flutningsbirgjum hafi haft í för með sér samsvarandi aukningu í sölutekjum og metafkoma hafi verið í starfsemi Eimskips í Asíu á þriðja ársfjórðungi. Markaðsaðstæður reynst krefjandi „Ég er mjög ánægður með áframhaldandi sterkan rekstrarárangur á þriðja ársfjórðungi. Niðurstöðurnar einkennast af góðu framlagi frá bæði áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun sem eru helstu drifkraftar bættrar afkomu. Þær óvenjulegu markaðsaðstæður sem hafa verið á alþjóðaflutningamörkuðum halda áfram að vera krefjandi og sem fyrr hafa þessar aðstæður bæði áhrif á tekjur og kostnað. Við teljum okkur þó vera farin að sjá fyrstu merki um stöðugleika í alþjóðlegum verðvísitölum,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri fyrirtækisins. „Við áttum annan góðan ársfjórðung í gámasiglingakerfinu sem rekja má til góðrar magnþróunar, sérstaklega í útflutningi frá Íslandi og Trans-Atlantic flutningum, ásamt virkri tekjustýringu. Frystiflutningar í Noregi skiluðu einnig góðum árangri vegna góðrar nýtingar og betra jafnvægis í kerfinu. Í alþjóðaflutningsmiðluninni náðum við frábærum árangri á markaði sem einkennist af mjög háum alþjóða flutningsverðum ásamt skorðum á afkastagetu á alþjóðaflutningsmörkuðum. Þá er ég mjög ánægður að sjá metafkomu í fjórðungnum af starfseminni okkar í Asíu.“
Kauphöllin Skipaflutningar Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira