Ósammála Sólveigu og Viðari: „Trúnaðarmennirnir voru að sinna sínum skyldum“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 15:49 Drífa og Sólveig Anna þegar Lífskjarasamningurinn var kynntur í apríl 2019. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir að slá beri skjaldborg um trúnaðarmenn. Hún geti ekki tekið undir gagnrýni fráfarandi forystufólks Eflingar í garð trúnaðarmanna skrifstofu félagsins og telur þá hafa verið að sinna sínum skyldum. „Sólveig má eiga það sem hún á. Hún hefur verið afskaplega góður málsvari kvenna og láglaunafólks en hins vegar er það þannig að starfsfólks stéttarfélaga vinnur afskaplega mikilvægt starf og trúnaðarmenn líka og það ber að slá skjaldborg um trúnaðarmenn," segir Drífa í samtali við fréttastofu spurð út í gagnrýni sem trúnaðarmenn Eflingar hafa orðið fyrir af hálfu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, sem sagði af sér sem formaður Eflingar og Viðars Þorsteinssonar, sem sagði upp sem framkvæmdastjóri félagsins í kjölfarið. Viðar sagði við Vísi í síðustu viku að framganga trúnaðarmannanna hefði verið óverjandi þegar þeir sendu stjórnendum félagsins ályktun þar sem kvörtunum starfsfólks vinnustaðarins í garð stjórnendanna var komið á framfæri. Viðar lýsti þessu svo: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum." Voru að sinna sínum skyldum Drífa lítur ekki eins á málið: „Þeirra hlutverk er að miðla upplýsingum á milli yfirstjórnar og starfsfólks,“ segir hún. Þannig finnst þér þetta hafa verið óvægin orðræða í garð trúnaðarmannanna? „Trúnaðarmennirnir voru að sinna sínum skyldum að bera á milli óánægju starfsfólks til stjórnenda. Ég lít þannig á það.“ Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Sólveig má eiga það sem hún á. Hún hefur verið afskaplega góður málsvari kvenna og láglaunafólks en hins vegar er það þannig að starfsfólks stéttarfélaga vinnur afskaplega mikilvægt starf og trúnaðarmenn líka og það ber að slá skjaldborg um trúnaðarmenn," segir Drífa í samtali við fréttastofu spurð út í gagnrýni sem trúnaðarmenn Eflingar hafa orðið fyrir af hálfu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, sem sagði af sér sem formaður Eflingar og Viðars Þorsteinssonar, sem sagði upp sem framkvæmdastjóri félagsins í kjölfarið. Viðar sagði við Vísi í síðustu viku að framganga trúnaðarmannanna hefði verið óverjandi þegar þeir sendu stjórnendum félagsins ályktun þar sem kvörtunum starfsfólks vinnustaðarins í garð stjórnendanna var komið á framfæri. Viðar lýsti þessu svo: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum." Voru að sinna sínum skyldum Drífa lítur ekki eins á málið: „Þeirra hlutverk er að miðla upplýsingum á milli yfirstjórnar og starfsfólks,“ segir hún. Þannig finnst þér þetta hafa verið óvægin orðræða í garð trúnaðarmannanna? „Trúnaðarmennirnir voru að sinna sínum skyldum að bera á milli óánægju starfsfólks til stjórnenda. Ég lít þannig á það.“
Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira