Sunneva talar þar um það hversu þakklát hún er fyrir að geta unnið með kærasta sínum Baltasar.
„Ófærð 3 er komin út sem er okkar annað samstarf í kvikmyndagerð. Það er draumur að geta unnið saman með listræna sýn, virðingu og traust að leiðarljósi. Takk kæra ART Department og RVK Studios fyrir samstarfið, fagleg vinnubrögð, félagsskapinn og fallega uppskeru“ skrifar Sunneva undir myndirnar.
„Lengi lifi listin.“
Sunneva og Baltasar unnu einnig saman að Netflix þáttunum Katla. Þau hafa verið par síðan árið 2019.