Viðvarandi neyðarástand kemur ekki til greina Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 09:01 Á föstudaginn sl. var Landspítali færður á svokallað hættustig, en þegar spítalinn er færður á hættustig er m.a. dregið úr aðgerðum og annarri starfsemi hans. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum var ákvörðunin tekin vegna „mikill[a] og vaxandi fjölda smita undanfarið.“ Þegar þessi ákvörðun var tekin voru sextán sjúklingar inniliggjandi á spítalanum með COVID, þar af þrír á gjörgæsludeild. Um 660 rúm eru á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum á vef stofnunarinnar. Ríflega þúsund einstaklingar voru undir „eftirliti COVID göngudeildar“. Þeir einstaklingar eru í einangrun í heimahúsi og fá reglubundin símtöl þar sem líðan þeirra er metin, en mjög lítill hluti þeirra er síðan kallaður inn til mats. Hið framúrskarandi starf göngudeildarinnar er líklega eitt allra besta dæmið um mátt nýsköpunar og lausnamiðaðrar hugsunar í heilbrigðiskerfinu í þessum faraldri. Þótt landsmenn hafi orðið fróðari um mismunandi viðbragðsstig Landspítalans í faraldrinum höfum við vissulega verið upplýst reglulega sl. áratug um mikið álag á spítalanum og að sjúklingum sé forgangsraðað við þjónustuna. Uppgefnar ástæður hafa verið misjafnar, svo sem inflúensufaraldur, ljósmæðraskortur, og umferðar- og hálkuslys. Á sama tíma hefur gagnrýni heilbrigðisstarfsfólks á spítalann farið vaxandi og í sumar afhentu rúmlega eitt þúsund læknar undirskriftalista til heilbrigðisráðherra þar sem ástandið á Landspítalanum var gagnrýnt harðlega. Þá gagnrýndi Félag sjúkrahúslækna ástandið þar sömuleiðis, m.a. 100 prósent hámarksnýtingu legurýma sem væri langt yfir alþjóðlegum viðmiðum. Alvarlegt ástand og hættustig á Landspítalanum væri því ekki aðeins tilkomið vegna COVID. Síðastliðinn áratug hafa fjárframlög til heilbrigðismála, þ.m.t. til Landspítala, verið aukin töluvert. Á síðasta kjörtímabili hækkuðu framlög til heilbrigðismála um tæplega fjórðung miðað við fjárlög þessa árs, en afköst Landspítalans hafa því miður ekki aukist samhliða. Það staðfestir skýrsla McKinsey sem var gerð fyrir heilbrigðisráðuneytið og birt fyrir um ári síðan. Stjórnvöld hafa boðið fram alla þá fjármuni sem þarf til að bregðast við stöðunni sem hefur skapast vegna COVID. Það er óásættanleg staða fyrir eina mest bólusettu þjóð heims að búa við svo miklar takmarkanir á frelsi og mannréttindum vegna brotalama í heilbrigðiskerfinu okkar, vandkvæða sem eiga rætur að rekja langt fyrir tíma heimsfaraldurs. Heilbrigðiskerfið okkar á að þjóna samfélaginu og það má ekki verða að viðtekinni venju og viðhorfi að samfélagið stilli sig af til þess að koma til móts við kerfið, svo vísað sé til þess sem nýlega var haft eftir einum af þeim ágætu læknum sem lögðu grunn að göngudeild COVID. Við höfum glímt við afleiðingar heimsfaraldurs í næstum tvö ár og sér enn ekki fyrir endann á þeim. Þá stöndum við frammi fyrir gríðarlegri áskorun í heilbrigðismálum vegna öldrunar þjóðarinnar og því fylgir óhjákvæmilega aukin fjármagnsþörf. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að fjármunirnir séu nýttir sem best og í því tilliti er mikilvægt að hlusta á allar raddir innan heilbrigðisstéttanna og spítalans. Síðast en ekki síst þarf að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar sem verja mjög svipuðum fjárhæðum og við til heilbrigðisþjónustu, sé aldursdreifing þjóðarinnar tekin með í reikninginn, gera öðruvísi en við. Það er í það minnsta ljóst að ærið verkefni bíður stjórnvalda og nýrrar yfirstjórnar Landspítalans. Að halda samfélaginu í viðvarandi ótta og viðbragðsstöðu vegna mönnunar eða aðstöðuvanda Landspítalans er óhugsandi framtíðarsýn. Algjör samstaða hlýtur að ríkja um að við gerum Landspítalanum kleift að sinna sínu hlutverki og aukum viðbragðsþol hans gagnvart bæði tímabundnum áföllum og langvarandi álagi. Það kemur að minnsta kosti ekki til greina að pólitísk forysta í landinu láti það gerast að samfélagið verði undirselt viðvarandi takmörkunum á frelsi og mannréttindum. Um það hlýtur einnig að vera algjör samstaða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Landspítalinn Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á föstudaginn sl. var Landspítali færður á svokallað hættustig, en þegar spítalinn er færður á hættustig er m.a. dregið úr aðgerðum og annarri starfsemi hans. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum var ákvörðunin tekin vegna „mikill[a] og vaxandi fjölda smita undanfarið.“ Þegar þessi ákvörðun var tekin voru sextán sjúklingar inniliggjandi á spítalanum með COVID, þar af þrír á gjörgæsludeild. Um 660 rúm eru á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum á vef stofnunarinnar. Ríflega þúsund einstaklingar voru undir „eftirliti COVID göngudeildar“. Þeir einstaklingar eru í einangrun í heimahúsi og fá reglubundin símtöl þar sem líðan þeirra er metin, en mjög lítill hluti þeirra er síðan kallaður inn til mats. Hið framúrskarandi starf göngudeildarinnar er líklega eitt allra besta dæmið um mátt nýsköpunar og lausnamiðaðrar hugsunar í heilbrigðiskerfinu í þessum faraldri. Þótt landsmenn hafi orðið fróðari um mismunandi viðbragðsstig Landspítalans í faraldrinum höfum við vissulega verið upplýst reglulega sl. áratug um mikið álag á spítalanum og að sjúklingum sé forgangsraðað við þjónustuna. Uppgefnar ástæður hafa verið misjafnar, svo sem inflúensufaraldur, ljósmæðraskortur, og umferðar- og hálkuslys. Á sama tíma hefur gagnrýni heilbrigðisstarfsfólks á spítalann farið vaxandi og í sumar afhentu rúmlega eitt þúsund læknar undirskriftalista til heilbrigðisráðherra þar sem ástandið á Landspítalanum var gagnrýnt harðlega. Þá gagnrýndi Félag sjúkrahúslækna ástandið þar sömuleiðis, m.a. 100 prósent hámarksnýtingu legurýma sem væri langt yfir alþjóðlegum viðmiðum. Alvarlegt ástand og hættustig á Landspítalanum væri því ekki aðeins tilkomið vegna COVID. Síðastliðinn áratug hafa fjárframlög til heilbrigðismála, þ.m.t. til Landspítala, verið aukin töluvert. Á síðasta kjörtímabili hækkuðu framlög til heilbrigðismála um tæplega fjórðung miðað við fjárlög þessa árs, en afköst Landspítalans hafa því miður ekki aukist samhliða. Það staðfestir skýrsla McKinsey sem var gerð fyrir heilbrigðisráðuneytið og birt fyrir um ári síðan. Stjórnvöld hafa boðið fram alla þá fjármuni sem þarf til að bregðast við stöðunni sem hefur skapast vegna COVID. Það er óásættanleg staða fyrir eina mest bólusettu þjóð heims að búa við svo miklar takmarkanir á frelsi og mannréttindum vegna brotalama í heilbrigðiskerfinu okkar, vandkvæða sem eiga rætur að rekja langt fyrir tíma heimsfaraldurs. Heilbrigðiskerfið okkar á að þjóna samfélaginu og það má ekki verða að viðtekinni venju og viðhorfi að samfélagið stilli sig af til þess að koma til móts við kerfið, svo vísað sé til þess sem nýlega var haft eftir einum af þeim ágætu læknum sem lögðu grunn að göngudeild COVID. Við höfum glímt við afleiðingar heimsfaraldurs í næstum tvö ár og sér enn ekki fyrir endann á þeim. Þá stöndum við frammi fyrir gríðarlegri áskorun í heilbrigðismálum vegna öldrunar þjóðarinnar og því fylgir óhjákvæmilega aukin fjármagnsþörf. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að fjármunirnir séu nýttir sem best og í því tilliti er mikilvægt að hlusta á allar raddir innan heilbrigðisstéttanna og spítalans. Síðast en ekki síst þarf að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar sem verja mjög svipuðum fjárhæðum og við til heilbrigðisþjónustu, sé aldursdreifing þjóðarinnar tekin með í reikninginn, gera öðruvísi en við. Það er í það minnsta ljóst að ærið verkefni bíður stjórnvalda og nýrrar yfirstjórnar Landspítalans. Að halda samfélaginu í viðvarandi ótta og viðbragðsstöðu vegna mönnunar eða aðstöðuvanda Landspítalans er óhugsandi framtíðarsýn. Algjör samstaða hlýtur að ríkja um að við gerum Landspítalanum kleift að sinna sínu hlutverki og aukum viðbragðsþol hans gagnvart bæði tímabundnum áföllum og langvarandi álagi. Það kemur að minnsta kosti ekki til greina að pólitísk forysta í landinu láti það gerast að samfélagið verði undirselt viðvarandi takmörkunum á frelsi og mannréttindum. Um það hlýtur einnig að vera algjör samstaða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun