Hættum þessu rugli Heimir Eyvindarson skrifar 8. nóvember 2021 06:00 Við lifum kannski alltaf á viðsjárverðum tímum, en sjálfsagt getum við verið sammála um að þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir núna eru býsna stórar. Græðgin er svo yfirgengileg að hráefni jarðarinnar eru að klárast eitt af öðru og virðing fyrir öðrum, s.s. fólkinu sem stritar við ósæmandi kjör við að framleiða rafhlöður í svo að segja einnota símana okkar eða sauma á okkur fötin sem við hendum eftir að hafa klæðst þeim einu sinni eða tvisvar, er lítil sem engin. Eftir hrun varð mikil umræða um það siðrof sem hafði orðið í þjóðfélaginu. Í kjölfar þjóðfundar 2009 voru hugtök eins og gagnrýnin hugsun og sjálfbærni skrifuð inn í nýjar aðalnámskrár og vonir stóðu til þess að með aukinni áherslu á þá þætti í skólastarfi tækist að byggja upp heilbrigðara og réttlátara þjóðfélag. Í sömu námskrár var hins vegar aukinheldur skrifaður inn haugur af mælanlegum markmiðum og viðmiðum í öllum greinum, sem öllum er nú ljóst að ekki var nokkur lifandi leið að fara eftir. Fjöldinn allur af misvísandi skilaboðum frá yfirvöldum menntamála og allskonar þras og bras okkar sjálfra við að fá einhvern botn í þær kröfur sem okkur ber að uppfylla hefur gert það að verkum að mun minna púður en til stóð hefur farið í að fylgja þeim göfugu markmiðum að leggja áherslu á grunnþætti menntunar. Auknar mælingar ríkis og sveitarfélaga á vinnuframlagi okkar og árangri sem boðaðar eru í nýrri menntastefnu munu ekki hjálpa okkur neitt í þeim efnum. Ég trúi því að viðsemjendur okkar hafi vilja til að byggja hér upp heilbrigt menntakerfi, en það er ekki nóg að vilja. Það þarf líka að skilja. Skilningur yfirvalda á eðli skólastarfs er nefnilega oft sorglega takmarkaður. Allt of margt sveitarstjórnarfólk lítur til dæmis augljóslega fyrst og síðast á leikskólann og yngri stig grunnskólans sem vistunarúrræði sem hafi þann megin tilgang að tryggja að hjól atvinnulífsins stöðvist ekki. Skilningur á starfi tónlistar- og framhaldsskóla er engu skárri, um það vitna stútfullir tónlistarskólar um allt land sem vegna ýmissa aðstæðna sem þeim eru skapaðar hafa ekki burði til að anna eftirspurn, þrátt fyrir að við vitum mæta vel hvað ávinningur af góðu tónlistarnámi er fjölþættur. Stytting náms til stúdentsprófs segir síðan allt sem segja þarf um skilning yfirvalda á skólastarfi í framhaldsskólum. Það er kominn tími til að segja nei við þessu rugli. Við kennarar þurfum að rétta úr okkur og setja skýrari mörk hvað okkur varðar. Segjum nei við óraunhæfum kröfum, auknu orðskrúði, fleiri stefnum sem ekki er ljóst hvernig á að innleiða, skilningsleysi yfirvalda á eðli skólastarfs á öllum skólastigum og endalausu þvargi milli ríkis og sveitarfélaga um það hver eigi að borga fyrir ýmsa lögbundna þjónustu sem getur skipt sköpum fyrir okkur sjálf og nemendur okkar. Höfundur er dönskukennari og deildarstjóri í grunnskóla og býður sig fram til formennsku í KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum kannski alltaf á viðsjárverðum tímum, en sjálfsagt getum við verið sammála um að þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir núna eru býsna stórar. Græðgin er svo yfirgengileg að hráefni jarðarinnar eru að klárast eitt af öðru og virðing fyrir öðrum, s.s. fólkinu sem stritar við ósæmandi kjör við að framleiða rafhlöður í svo að segja einnota símana okkar eða sauma á okkur fötin sem við hendum eftir að hafa klæðst þeim einu sinni eða tvisvar, er lítil sem engin. Eftir hrun varð mikil umræða um það siðrof sem hafði orðið í þjóðfélaginu. Í kjölfar þjóðfundar 2009 voru hugtök eins og gagnrýnin hugsun og sjálfbærni skrifuð inn í nýjar aðalnámskrár og vonir stóðu til þess að með aukinni áherslu á þá þætti í skólastarfi tækist að byggja upp heilbrigðara og réttlátara þjóðfélag. Í sömu námskrár var hins vegar aukinheldur skrifaður inn haugur af mælanlegum markmiðum og viðmiðum í öllum greinum, sem öllum er nú ljóst að ekki var nokkur lifandi leið að fara eftir. Fjöldinn allur af misvísandi skilaboðum frá yfirvöldum menntamála og allskonar þras og bras okkar sjálfra við að fá einhvern botn í þær kröfur sem okkur ber að uppfylla hefur gert það að verkum að mun minna púður en til stóð hefur farið í að fylgja þeim göfugu markmiðum að leggja áherslu á grunnþætti menntunar. Auknar mælingar ríkis og sveitarfélaga á vinnuframlagi okkar og árangri sem boðaðar eru í nýrri menntastefnu munu ekki hjálpa okkur neitt í þeim efnum. Ég trúi því að viðsemjendur okkar hafi vilja til að byggja hér upp heilbrigt menntakerfi, en það er ekki nóg að vilja. Það þarf líka að skilja. Skilningur yfirvalda á eðli skólastarfs er nefnilega oft sorglega takmarkaður. Allt of margt sveitarstjórnarfólk lítur til dæmis augljóslega fyrst og síðast á leikskólann og yngri stig grunnskólans sem vistunarúrræði sem hafi þann megin tilgang að tryggja að hjól atvinnulífsins stöðvist ekki. Skilningur á starfi tónlistar- og framhaldsskóla er engu skárri, um það vitna stútfullir tónlistarskólar um allt land sem vegna ýmissa aðstæðna sem þeim eru skapaðar hafa ekki burði til að anna eftirspurn, þrátt fyrir að við vitum mæta vel hvað ávinningur af góðu tónlistarnámi er fjölþættur. Stytting náms til stúdentsprófs segir síðan allt sem segja þarf um skilning yfirvalda á skólastarfi í framhaldsskólum. Það er kominn tími til að segja nei við þessu rugli. Við kennarar þurfum að rétta úr okkur og setja skýrari mörk hvað okkur varðar. Segjum nei við óraunhæfum kröfum, auknu orðskrúði, fleiri stefnum sem ekki er ljóst hvernig á að innleiða, skilningsleysi yfirvalda á eðli skólastarfs á öllum skólastigum og endalausu þvargi milli ríkis og sveitarfélaga um það hver eigi að borga fyrir ýmsa lögbundna þjónustu sem getur skipt sköpum fyrir okkur sjálf og nemendur okkar. Höfundur er dönskukennari og deildarstjóri í grunnskóla og býður sig fram til formennsku í KÍ.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar