„Einn að kalla: passið ykkur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 12:01 Þórólfi Guðnasyni líður eins og hann sé einn að kalla út í tómið, þegar ráðamönnum þjóðarinnar tekst ekki að ná samstöðu um sóttvarnaaðgerðir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að hvetja til samstöðu í samfélaginu á sama tíma og ráðamenn tali sóttvarnaaðgerðir niður. Hann kallar eftir því að þeir beri ábyrgð á orðum sínum. „Það er mjög erfitt að predika einhverjar ráðstafanir og hvetja samstöðu í samfélaginu, hvetja alla til að fara eftir reglum, þegar svona stór hópur samfélagsins, forsvarsmenn samfélagsins í stjórnmálum, í fjölmiðlum, er að tala gegn því sem er verið að gera og jafnvel að gera grín að því og tala það niður,” segir Þórólfur, sem var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Þá er þetta mjög snúið og þannig hefur staðan verið undanfarið. Þetta hefur verið talað mjög mikið niður og það var meðal annars þess vegna sem ég úttalaði mig einhvern tímann að mér fannst ég eins og hrópandi í eyðimörkinni, einn að kalla: passið ykkur og það var gert lítið úr því.” Líkt og greint hefur verið frá náðist ekki samstaða innan ríkisstjórnarinnar í vikunni um næstu aðgerðir innanlands. Heilbrigðisráðherra sagði að þegar upp sé staðið sé það hún sem beri ábyrgð, og greip til hertra takmarkana, setti grímuskyldu á að nýju og færði fjöldatakmarkanir úr 2000 manns í 500 manns. Bæði fjármála- og dómsmálaráðherra hafa lýst yfir vonbrigðum með aðgerðirnar og vísa til þess að stærstur hluti þjóðarinnar sé bólusettur og fáir veikist alvarlega. „Mér finnst að þeir sem eru í forsvari og eru áberandi, fólk sem ber ábyrgð, að það þurfi aðeins að bera meiri ábyrgð á orðum sínum og hugsa málið aðeins lengra – til enda. Það er ekki nóg að vilja bara hafa hlutina einhvern veginn öðruvísi og ræða það ekkert áfram hvað gerist ef við gerum þetta eða gerum hitt,” segir Þórólfur. Þá megi ekki gera lítið úr þeirri staðreynd að um tvö prósent smitaðra veikist alvarlega. Það komi glögglega í ljós á Landspítalanum. „Landspítalinn er að lenda í verulegum vandræðum, er kominn á hættustig. og það má ekkert mikið út af bregða til þess að hann lendi í enn verri stöðu.” Hlusta má á allt viðtalið við Þórólf í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
„Það er mjög erfitt að predika einhverjar ráðstafanir og hvetja samstöðu í samfélaginu, hvetja alla til að fara eftir reglum, þegar svona stór hópur samfélagsins, forsvarsmenn samfélagsins í stjórnmálum, í fjölmiðlum, er að tala gegn því sem er verið að gera og jafnvel að gera grín að því og tala það niður,” segir Þórólfur, sem var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Þá er þetta mjög snúið og þannig hefur staðan verið undanfarið. Þetta hefur verið talað mjög mikið niður og það var meðal annars þess vegna sem ég úttalaði mig einhvern tímann að mér fannst ég eins og hrópandi í eyðimörkinni, einn að kalla: passið ykkur og það var gert lítið úr því.” Líkt og greint hefur verið frá náðist ekki samstaða innan ríkisstjórnarinnar í vikunni um næstu aðgerðir innanlands. Heilbrigðisráðherra sagði að þegar upp sé staðið sé það hún sem beri ábyrgð, og greip til hertra takmarkana, setti grímuskyldu á að nýju og færði fjöldatakmarkanir úr 2000 manns í 500 manns. Bæði fjármála- og dómsmálaráðherra hafa lýst yfir vonbrigðum með aðgerðirnar og vísa til þess að stærstur hluti þjóðarinnar sé bólusettur og fáir veikist alvarlega. „Mér finnst að þeir sem eru í forsvari og eru áberandi, fólk sem ber ábyrgð, að það þurfi aðeins að bera meiri ábyrgð á orðum sínum og hugsa málið aðeins lengra – til enda. Það er ekki nóg að vilja bara hafa hlutina einhvern veginn öðruvísi og ræða það ekkert áfram hvað gerist ef við gerum þetta eða gerum hitt,” segir Þórólfur. Þá megi ekki gera lítið úr þeirri staðreynd að um tvö prósent smitaðra veikist alvarlega. Það komi glögglega í ljós á Landspítalanum. „Landspítalinn er að lenda í verulegum vandræðum, er kominn á hættustig. og það má ekkert mikið út af bregða til þess að hann lendi í enn verri stöðu.” Hlusta má á allt viðtalið við Þórólf í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira