Hvetur fólk til að mæta á Jólabasar til að styrkja gott málefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 13:02 Rakel Garðarsdóttir er ein Hringskvenna sem stendur að jólabasarnum. Vísir Árlegur Jólabasar Barnaspítala Hringsins fer fram á Grand Hótel í dag þar sem handverk og bakkelsi verður til sölu til styrktar Barnaspítalanum. Hringskona hvetur landsmenn til að gera sér ferð á basarinn, sem sé nauðsynleg fjáröflun fyrir Barnaspítalann. „Þettta er jólabasar þannig að það er margt til sölu þarna annað en kökur. Alls konar föndur, peysur og jólakort Hringsins, sem í ár er alveg geggjað og er teiknað í ár af Brian Pilkington. Þannig að þarna getur maður bara mætt og keypt allar jólagjafirnar,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona. Hún segir verðmæti við kaup á jólabasarnum tvíþætt og skipti sköpum fyrir starfsemi barnaspítalans. „Þú ert bæði að gefa til samfélagsins með því að styrkja Barnaspítala Hringsins og þú ert að gefa handgerðar gjafir sem búið er að nostra við og eru frábærar,“ segir Rakel. Ýmist handverk verður til sölu á jólabasarnum.Getty Hvað er verið að safna miklu fjármagn með þessum basar? „Það koma inn alveg margar milljónir, sem er frábært. Fyrir þennan pening eru keypt einhver tæki fyrir Barnaspítalann, sem hann vantar. Þannig að þessi fjáröflun er alveg rosalega mikilvæg,“ segir Rakel. „Við kaupum alls konar tæki og tól og ekki bara fyrir Barnaspítalann. Barnaspítalinn sinnir öllum börnum þannig að það er verið að veita fjármagn til stofnana eins og BUGL. Það eru líka íbúðir í bænum og bílar, sem fjölskyldur langveikra barna geta nýtt sér og við höfum verið að styrkja það. Þannig að Barnasjóður Hringsins sinnir öllum veikum börnum á Íslandi.“ Basarinn fer fram á Grand Hótel í Reykjavík frá klukkan eitt til fjögur í dag. Þar er hægt að kaupa ýmist handverk, eins og handgert jólaskraut, og svo alls konar bakkelsi. Hnallþórur, rjómatertur og meira að segja vegan-kökur. „Þær eru mjög vinsælar og þetta eru uppskriftir frá konum á öllum aldri þannig að það er mjög fjölbreytt úrval þarna af kökum. Það er bakað í takt við samtímann,“ segir Rakel. Hringurinn safnar mörgum milljónum ár hvert með sölu á jólabasarnum. Vísir Basarinn hefur verið starfræktur síðan 1924 en féll í fyrsta sinn niður í fyrra vegna faraldursins. Rakel segir mikinn létti að hægt sé að halda basarinn í ár en erfitt hafi reynst að safna fjármagni ífaraldrinum. „Þörfin er alltaf rík niðri á barnaspítala eftir fjármagni. Það er búið að vera dálítið snúið að halda úti fjáraflanir í Covid. Þetta er ein af aðal fjáröflununum þannig að við erum mjög glaðar að geta haldið basarinn aftur í ár.“ „Við hvetjum bara alla til að koma og fá smá jólaanda yfir sig á Grand-hótel í dag og eins og ég nefndi hérna áðan eru þetta tvíþætt verðmæti þannig að ég hvet alla til að koma og styrkja við gott málefni og hafa gaman,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona. Landspítalinn Börn og uppeldi Jól Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
„Þettta er jólabasar þannig að það er margt til sölu þarna annað en kökur. Alls konar föndur, peysur og jólakort Hringsins, sem í ár er alveg geggjað og er teiknað í ár af Brian Pilkington. Þannig að þarna getur maður bara mætt og keypt allar jólagjafirnar,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona. Hún segir verðmæti við kaup á jólabasarnum tvíþætt og skipti sköpum fyrir starfsemi barnaspítalans. „Þú ert bæði að gefa til samfélagsins með því að styrkja Barnaspítala Hringsins og þú ert að gefa handgerðar gjafir sem búið er að nostra við og eru frábærar,“ segir Rakel. Ýmist handverk verður til sölu á jólabasarnum.Getty Hvað er verið að safna miklu fjármagn með þessum basar? „Það koma inn alveg margar milljónir, sem er frábært. Fyrir þennan pening eru keypt einhver tæki fyrir Barnaspítalann, sem hann vantar. Þannig að þessi fjáröflun er alveg rosalega mikilvæg,“ segir Rakel. „Við kaupum alls konar tæki og tól og ekki bara fyrir Barnaspítalann. Barnaspítalinn sinnir öllum börnum þannig að það er verið að veita fjármagn til stofnana eins og BUGL. Það eru líka íbúðir í bænum og bílar, sem fjölskyldur langveikra barna geta nýtt sér og við höfum verið að styrkja það. Þannig að Barnasjóður Hringsins sinnir öllum veikum börnum á Íslandi.“ Basarinn fer fram á Grand Hótel í Reykjavík frá klukkan eitt til fjögur í dag. Þar er hægt að kaupa ýmist handverk, eins og handgert jólaskraut, og svo alls konar bakkelsi. Hnallþórur, rjómatertur og meira að segja vegan-kökur. „Þær eru mjög vinsælar og þetta eru uppskriftir frá konum á öllum aldri þannig að það er mjög fjölbreytt úrval þarna af kökum. Það er bakað í takt við samtímann,“ segir Rakel. Hringurinn safnar mörgum milljónum ár hvert með sölu á jólabasarnum. Vísir Basarinn hefur verið starfræktur síðan 1924 en féll í fyrsta sinn niður í fyrra vegna faraldursins. Rakel segir mikinn létti að hægt sé að halda basarinn í ár en erfitt hafi reynst að safna fjármagni ífaraldrinum. „Þörfin er alltaf rík niðri á barnaspítala eftir fjármagni. Það er búið að vera dálítið snúið að halda úti fjáraflanir í Covid. Þetta er ein af aðal fjáröflununum þannig að við erum mjög glaðar að geta haldið basarinn aftur í ár.“ „Við hvetjum bara alla til að koma og fá smá jólaanda yfir sig á Grand-hótel í dag og eins og ég nefndi hérna áðan eru þetta tvíþætt verðmæti þannig að ég hvet alla til að koma og styrkja við gott málefni og hafa gaman,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona.
Landspítalinn Börn og uppeldi Jól Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira