„Við komumst í gegnum þetta ef við fáum þjóðina með okkur” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 18:31 Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. Landspítalinn gerir ráð fyrir að þrír á dag muni þurfa á innlögn að halda vegna kórónuveirunnar. Verkefnastjóri farsóttanefndar óttast að spítalinn muni ekki ráða við álagið með þessu áframhaldi og biðlar til fólks að sýna ítrustu varkárni. Aðgerðum hefur verið frestað og heimsóknarbann sett á Landspítala, eftir að spítalinn var færður yfir á hættustig í gær. Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna í gær en þessi bylgja faraldursins er sögð ein sú skæðasta, þó áfram sé lítið um alvarleg veikindi. „Af því að það eru mörg smit að greinast á dag, og þau hafa verið gríðarlega mörg undanfarið og engin sérstök ástæða til að ætla að það verði eitthvað lát á því næstu dagana, þá þekkjumvið orðið þessar stærðir og vitum að við megum eiga von á um þremur innlögnum á dag. Þá reiðum við okkur á að halda flæðinu gangandi með því að útskrifa jafn mikið á móti,” segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans. Hildur segir að staðan sé slík að grípa hefði þurft til harðari aðgerða en gert hafi verið í gær – og ekki bíða með aðgerðirnar fram á miðvikudag, líkt og reglugerðin kveður á um. „Spítalinn er mjög fullur, bráðamóttakan er full og það eru engin laus legurými.” Þannig ráði spítalinn varla við ástandið og lítið megi út af bregða. „Versta mögulega sviðsmyndin, sem maður hefur eiginlega varla þorað að segja upphátt en það er það sem við höfum séð gerast í öðrum löndum þar sem verst hefur látið þar sem ekki er hægt að taka inn fólk og það er á biðstofu eða jafnvel úti á bílastæðum eða heima hjá sér og ekki hægt að sinna því. Þannig að við erum alltaf að reyna að halda okkur við þessa línu að við höfum undan,” segir Hildur. Stefnir í þetta að einhverju leyti? „Ég held að við komumst í gegnum þetta ef við fáum þjóðina með okkur í verkefnið, vegna þess að það er svo margt sem fólk getur gert til þess að hjálpa til við að þetta ástand skapist ekki. Og þá er ég ekki bara að meina það sem við erum alltaf að segja; þessar persónubundnu sóttvarnir og að gæta sín og að vera ekki í fjölmenni heldur líka að ef það er hægt að minnka þrýstinginn í samfélaginu. Það er hægt að minnka djammið, hægt að fækka komum á bráðamóttöku vegna líkamsárása, ölvunar, frístundaslysa, bílslysa og alls þess sem er að gerast þegar þjóðfélagið er á fullum blæstri. Ef við gætum einhvern veginn skapað þjóðarsátt um að halda okkur bara svolítið til hlés og minnka alla þessa spennu, og vera bara svolítið meira heima þá vitum við mjög vel að það skiptir alveg rosalega miklu máli.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Megnun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Aðgerðum hefur verið frestað og heimsóknarbann sett á Landspítala, eftir að spítalinn var færður yfir á hættustig í gær. Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna í gær en þessi bylgja faraldursins er sögð ein sú skæðasta, þó áfram sé lítið um alvarleg veikindi. „Af því að það eru mörg smit að greinast á dag, og þau hafa verið gríðarlega mörg undanfarið og engin sérstök ástæða til að ætla að það verði eitthvað lát á því næstu dagana, þá þekkjumvið orðið þessar stærðir og vitum að við megum eiga von á um þremur innlögnum á dag. Þá reiðum við okkur á að halda flæðinu gangandi með því að útskrifa jafn mikið á móti,” segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans. Hildur segir að staðan sé slík að grípa hefði þurft til harðari aðgerða en gert hafi verið í gær – og ekki bíða með aðgerðirnar fram á miðvikudag, líkt og reglugerðin kveður á um. „Spítalinn er mjög fullur, bráðamóttakan er full og það eru engin laus legurými.” Þannig ráði spítalinn varla við ástandið og lítið megi út af bregða. „Versta mögulega sviðsmyndin, sem maður hefur eiginlega varla þorað að segja upphátt en það er það sem við höfum séð gerast í öðrum löndum þar sem verst hefur látið þar sem ekki er hægt að taka inn fólk og það er á biðstofu eða jafnvel úti á bílastæðum eða heima hjá sér og ekki hægt að sinna því. Þannig að við erum alltaf að reyna að halda okkur við þessa línu að við höfum undan,” segir Hildur. Stefnir í þetta að einhverju leyti? „Ég held að við komumst í gegnum þetta ef við fáum þjóðina með okkur í verkefnið, vegna þess að það er svo margt sem fólk getur gert til þess að hjálpa til við að þetta ástand skapist ekki. Og þá er ég ekki bara að meina það sem við erum alltaf að segja; þessar persónubundnu sóttvarnir og að gæta sín og að vera ekki í fjölmenni heldur líka að ef það er hægt að minnka þrýstinginn í samfélaginu. Það er hægt að minnka djammið, hægt að fækka komum á bráðamóttöku vegna líkamsárása, ölvunar, frístundaslysa, bílslysa og alls þess sem er að gerast þegar þjóðfélagið er á fullum blæstri. Ef við gætum einhvern veginn skapað þjóðarsátt um að halda okkur bara svolítið til hlés og minnka alla þessa spennu, og vera bara svolítið meira heima þá vitum við mjög vel að það skiptir alveg rosalega miklu máli.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Megnun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira