Daníel Guðni: Ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 20:10 Daníel Guðni og lærisveinar hans í Grindavík eru komnir í toppsæti Subway-deildarinnar. Vísir / Bára „Við gerðum það sem við áttum að gera, létum pressu á þá og létum þá setja boltann í gólfið. Við komum okkur aftur í vörn og það er mjög mikilvægt gegn þeim,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur liðsins á Breiðablik í Subway-deildinni í kvöld. Með sigrinum er Grindavík komið í toppsæti deildarinnar og Daníel Guðni var ánægður með þá staðreynd. „Við erum að sjá okkar frammistöðu batna og batna og við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Þetta má ekki verða þægilegt heldur þurfum við að vera einbeittir á okkar frammistöðu og gera eins vel og við getum í hvert skipti.“ Almennt séð var Daníel ánægður með frammistöð liðsins lengst af en áhlaup heimamanna í 3. leikhluta, þar sem þeir náðu mest 27 stiga forskoti, gerði úti um vonir Blika. „Ég er nokkuð ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn. Við vissum alltaf að þeir myndu koma með áhlaup eins og þeir gerðu en fyrri hálfleikur spilaðist nokkuð þægilega. Við vorum góðir fyrstu mínúturnar í þriðja en urðum svo kærulausir í sókninni.“ Lykilatriði hjá Grindvíkingum var að halda Hilmari Péturssyni í skefjum en hann hefur verið frábær á tímabilinu. „Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn í deildinni í vetur. Við lékum góða vörn hann og létum hann hafa fyrir hlutunum. Við vildum ekki að hann kæmist á hægri höndina og vildum ekki gefa honum frí skot. Það gekk vel upp í kvöld. Ég held þeir hafi skorað yfir 100 stig í öllum leikjum í vetur þannig að ég er nokkuð ánægður með 84 stig“. Kristófer Breki Gylfason átti einn sinn besta leik í Grindavíkurbúningnum. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur í átta tilraunum og spilaði auk þess fínan varnarleik. „Hann endaði með 31 í framlag í kvöld, stóð sig mjög vel gegn Tindastóli síðast og hélt bara áfram á sömu braut. Hann er rosalega duglegur varnarlega og er aðallega varnarmaður og getur svo sett þrista. Hann er að gera það mjög vel,“ dagði Daníel Guðni að lokum. UMF Grindavík Breiðablik Íslenski körfuboltinn Körfubolti Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsætið Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. 5. nóvember 2021 20:35 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Með sigrinum er Grindavík komið í toppsæti deildarinnar og Daníel Guðni var ánægður með þá staðreynd. „Við erum að sjá okkar frammistöðu batna og batna og við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Þetta má ekki verða þægilegt heldur þurfum við að vera einbeittir á okkar frammistöðu og gera eins vel og við getum í hvert skipti.“ Almennt séð var Daníel ánægður með frammistöð liðsins lengst af en áhlaup heimamanna í 3. leikhluta, þar sem þeir náðu mest 27 stiga forskoti, gerði úti um vonir Blika. „Ég er nokkuð ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn. Við vissum alltaf að þeir myndu koma með áhlaup eins og þeir gerðu en fyrri hálfleikur spilaðist nokkuð þægilega. Við vorum góðir fyrstu mínúturnar í þriðja en urðum svo kærulausir í sókninni.“ Lykilatriði hjá Grindvíkingum var að halda Hilmari Péturssyni í skefjum en hann hefur verið frábær á tímabilinu. „Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn í deildinni í vetur. Við lékum góða vörn hann og létum hann hafa fyrir hlutunum. Við vildum ekki að hann kæmist á hægri höndina og vildum ekki gefa honum frí skot. Það gekk vel upp í kvöld. Ég held þeir hafi skorað yfir 100 stig í öllum leikjum í vetur þannig að ég er nokkuð ánægður með 84 stig“. Kristófer Breki Gylfason átti einn sinn besta leik í Grindavíkurbúningnum. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur í átta tilraunum og spilaði auk þess fínan varnarleik. „Hann endaði með 31 í framlag í kvöld, stóð sig mjög vel gegn Tindastóli síðast og hélt bara áfram á sömu braut. Hann er rosalega duglegur varnarlega og er aðallega varnarmaður og getur svo sett þrista. Hann er að gera það mjög vel,“ dagði Daníel Guðni að lokum.
UMF Grindavík Breiðablik Íslenski körfuboltinn Körfubolti Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsætið Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. 5. nóvember 2021 20:35 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsætið Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. 5. nóvember 2021 20:35