Þetta staðfestir Þórarinn Hlöðversson, skipstjóri Málmeyjar, í samtali við fréttastofu. Grunur kviknaði um mögulegt smit hjá fjórum skipverjum sem allir hafa sýnt kvefeinkenni. Áhöfnin tók þá öll hraðpróf að sögn Þórarins og kom jákvæð niðurstaða hjá mönnunum fjórum.
Þeir eru nú allir komnir í einangrun á skipinu og það á leið í land.
„Við erum að koma um hálf tvö í nótt á Krókinn og munum halda til í skipinu þar til við fáum niðurstöðu úr skimun. Það kemur gengi um borð í fyrramálið og svo verður það sent í greiningu. Við verðum hér þar til kemur úr því,“ segir Þórarinn.
Fimmtán áhafnarmeðlimir eru nú um borð en allir aðrir en þeir fjóru, sem taldir eru smitaðir, hressir. Þeir voru á miðjum veiðum þegar mennirnir fóru að sýna einkenni og þurftu að snúa aftur í land.