Fræðsla - lykill að samfélagi án ofbeldis Tómas Gíslason skrifar 5. nóvember 2021 11:00 Þegar kórónaveiran skall á samfélagið af fullum þunga árið 2020 varð ljóst að ofbeldi jókst til muna í samfélaginu. Með samhentu átaki viðbragðsaðila og yfirvalda var opnuð sérstök ofbeldisgátt á vefsíðu 112.is, þar sem allar upplýsingar um ofbeldi er að finna á einum stað. Þekking er lykilatriði til að koma í veg fyrir ofbeldi. Frá því vefsíða 112 var opnuð í október í fyrra hafa viðtökur ekki látið á sér standa. Þar stigum við skref í átt að betri þekkingu almennings á birtingarmyndum ofbeldis. Þar má finna helstu upplýsingar um hvað er ofbeldi, hvernig þekkjum við það og hvað getum við gert, hvort sem við erum þolendur, gerendur eða aðstandendur. Okkar helsta markmið með ofbeldisgáttinni er að koma í veg fyrir ofbeldi áður en það á sér stað. Í ár varð Neyðarlínan 25 ára og eftir aldarfjórðung af móttöku neyðaruppkalla í 112 þótti okkur orðið tímabært að leggja áherslu á forvarnir, með það fyrir augum að fækka neyðarköllunum. Þegar aðgerðarteymið um ofbeldi hafði samband við okkur um nýtingu vefsíðunnar 112.is sem allsherjar fræðslugátt um ofbeldi, þá stukkum við á það sem frábæran afmælisgjörning. Núna, þessu ári seinna gætum við ekki verið ánægðari með hvernig til hefur tekist og við erum staðráðin í að efla þessa forvarnarhlið á okkar starfsemi um alla fyrirsjáanlega framtíð. Tölfræðin sýnir að almenningur sækir sér mikið upplýsingar á vef 112 og þá sér í lagi í gegnum snjallsíma, eða um 60%. Um 235 notendur hafa sótt síðuna daglega frá upphafi og dvelja þeir lengi á hverri síðu, sem þýðir að efnið kemst til skila. Mest lesna efni síðunnar er um andlegt ofbeldi en einnig hefur netspjall mikið verið notað, eða u.þ.b. 600 samtöl á síðastliðnu ári og er það kærkomin viðbót fyrir þá notendur sem eiga erfitt með að tjá sig með töluðu máli. Markmið 112 er að vera ávallt til staðar, hvort sem það er í síma, á netspjalli, í appi eða með fræðslu á vef okkar, 112.is. Um þessar mundir er komin í loftið ný útgáfa af 112 appinu sem kemur meira til móts við þá sem geta ekki átt eða kjósa frekar að eiga skrifleg samskipti. Þar er einnig að finna gagnlega fræðslu svo við hvetjum alla til að sækja það á snjallsímana sína. Framtíðarsýn okkar er fyrst og fremst að fækka skrefum í átt að hjálp en einnig að halda áfram að miðla fræðslu um ofbeldi af öllu tagi, gera fræðsluna aðgengilega - fyrir alla, og bregðast hratt við þróun í ofbeldismálum. Takmark okkar er þannig takmark samfélagsins í heild, að almenningur geti notið góðs af og skapað heilbrigt samfélag - án ofbeldis. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri 112. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þegar kórónaveiran skall á samfélagið af fullum þunga árið 2020 varð ljóst að ofbeldi jókst til muna í samfélaginu. Með samhentu átaki viðbragðsaðila og yfirvalda var opnuð sérstök ofbeldisgátt á vefsíðu 112.is, þar sem allar upplýsingar um ofbeldi er að finna á einum stað. Þekking er lykilatriði til að koma í veg fyrir ofbeldi. Frá því vefsíða 112 var opnuð í október í fyrra hafa viðtökur ekki látið á sér standa. Þar stigum við skref í átt að betri þekkingu almennings á birtingarmyndum ofbeldis. Þar má finna helstu upplýsingar um hvað er ofbeldi, hvernig þekkjum við það og hvað getum við gert, hvort sem við erum þolendur, gerendur eða aðstandendur. Okkar helsta markmið með ofbeldisgáttinni er að koma í veg fyrir ofbeldi áður en það á sér stað. Í ár varð Neyðarlínan 25 ára og eftir aldarfjórðung af móttöku neyðaruppkalla í 112 þótti okkur orðið tímabært að leggja áherslu á forvarnir, með það fyrir augum að fækka neyðarköllunum. Þegar aðgerðarteymið um ofbeldi hafði samband við okkur um nýtingu vefsíðunnar 112.is sem allsherjar fræðslugátt um ofbeldi, þá stukkum við á það sem frábæran afmælisgjörning. Núna, þessu ári seinna gætum við ekki verið ánægðari með hvernig til hefur tekist og við erum staðráðin í að efla þessa forvarnarhlið á okkar starfsemi um alla fyrirsjáanlega framtíð. Tölfræðin sýnir að almenningur sækir sér mikið upplýsingar á vef 112 og þá sér í lagi í gegnum snjallsíma, eða um 60%. Um 235 notendur hafa sótt síðuna daglega frá upphafi og dvelja þeir lengi á hverri síðu, sem þýðir að efnið kemst til skila. Mest lesna efni síðunnar er um andlegt ofbeldi en einnig hefur netspjall mikið verið notað, eða u.þ.b. 600 samtöl á síðastliðnu ári og er það kærkomin viðbót fyrir þá notendur sem eiga erfitt með að tjá sig með töluðu máli. Markmið 112 er að vera ávallt til staðar, hvort sem það er í síma, á netspjalli, í appi eða með fræðslu á vef okkar, 112.is. Um þessar mundir er komin í loftið ný útgáfa af 112 appinu sem kemur meira til móts við þá sem geta ekki átt eða kjósa frekar að eiga skrifleg samskipti. Þar er einnig að finna gagnlega fræðslu svo við hvetjum alla til að sækja það á snjallsímana sína. Framtíðarsýn okkar er fyrst og fremst að fækka skrefum í átt að hjálp en einnig að halda áfram að miðla fræðslu um ofbeldi af öllu tagi, gera fræðsluna aðgengilega - fyrir alla, og bregðast hratt við þróun í ofbeldismálum. Takmark okkar er þannig takmark samfélagsins í heild, að almenningur geti notið góðs af og skapað heilbrigt samfélag - án ofbeldis. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri 112.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun