Björt framtíðarsýn fyrir Ísland Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 14:30 Framtíðarsýn er Íslands er björt og alveg hreint sérstaklega ef sú byggðastefna sem Alþingi var með til umfjöllunar á síðasta þingi nær fram að ganga nú á komandi þingvetri. Í henni segir m.a.: „Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.“ - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Samhæfð byggðastefna Þessi nýja og uppfærða byggðastefna er ekki bara metnaðarfull í orði, henni fylgir fjármagn og aðgerðaráætlun. Því þarf þó alltaf að fylgja eftir í fjárlögum hvers árs og þar þurfum við þingmenn að vinna þétt saman svo allar þessar góðu aðgerðir nái fram að ganga, byggðum landsins til heilla. Áætlunin er unnin með tilliti til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem eru mikilvægur vegvísir samfélagsþróunar næstu ára. Þau mynda samþætt jafnvægi hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Byggðastefnunni er jafnframt ætlað að samhæfa aðgerðir í öðrum opinberum áætlunum. Byggðamál heyra í dag undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti en það er auðvitað þannig að byggðamál snerta flesta málaflokka ríkisins og varða þannig öll ráðuneyti. Því er þessi samhæfing svo mikilvæg ef vel á að ganga. Samhliða endurskoðun byggðaáætlunar hefur verið unnið að tilraunaverkefni undir leiðsögn forsætisráðuneytisins þar sem hugað hefur verið sérstaklega að kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þetta er virkilega mikilvæg og spennandi nálgun þar sem atvinnulífið á mörgum svæðum um landið er enn ansi karllægt og mikilvægt er að auka fjölbreytni starfa. Um 64% búa á höfuðborgarsvæðinu Helstu áskoranir og viðfangsefni á sviði byggðaþróunar eru fækkun íbúa á sumum svæðum, einhæft atvinnulíf, tækniþróun, samspil þéttbýlis, uppbygging innviða, umhverfis- og loftslagsmál og samkeppnishæfi. Um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og er þetta verulega hærra hlutfall en í nágranna löndunum. Þetta kallar á nýja hugsun við skipulag og aðgengi að grunnþjónustu . Lykil viðfangsefni Fjölbreytt atvinnulíf er lykilviðfangsefni þar sem ekkert rými er fyrir stóriðjulausnir því við þurfum í einu og öllu að huga að sjálfbærni og að við göngum ekki úr hófi fram á umhverfi og loftslag. Nýsköpun og græn störf er það sem við þurfum. Okkur er tíðrætt um innviði og er það engin furða. Við þurfum góðar samgöngur, bæði til að styrkja byggðaþróun og styrkja vinnu- og þjónustusóknarsvæði. Við þurfum aðengi að endurnýjanlegri orku og háhraða fjarskiptatengingar. Aðgengi að grunnþjónustu skiptir höfuðmáli þegar fólk velur sér búsetu. Það þurfum við að tryggja. Hin stefnumótandi byggðaáætlun tekur að sjálfssögðu mið af umhverfis- og loftslagsmálum. Aukin verndun náttúruverðmæta styrkir stoðir þjónustu í héraði. Þá þarf að efla græna orkuframleiðslu og vinna að orkuskiptum til að mæta markmiði um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Á tímum hnattvæðingar hefur samkeppni um fólk og fyrirtæki aukist og þá skiptir máli að stuðla að samspili þéttbýlis og dreifbýlis til uppbyggingar sjálfbærra byggðarlaga. Mannlíf, menning og blómlegt atvinnulíf er aðdráttarafl og líka óspillt náttúra og kyrrð. Þessu þurfum við að hlú að og vekja athygli á. Hér hef ég aðeins farið stuttlega yfir þau fjölmörgu atriði sem tíunduð eru í þessari tillögu að uppfærðri byggðaáætlun. Það er mjög brýnt að þingið samþykki þessa þingsályktunartillögu svo stjórnvöld geti gefið í og stutt með enn markvissari hætti við þau fjölmörgu tækifæri sem við blasa um land allt. Á sumum svæðum má engan tíma missa. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Byggðamál Vinstri græn Alþingi Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn er Íslands er björt og alveg hreint sérstaklega ef sú byggðastefna sem Alþingi var með til umfjöllunar á síðasta þingi nær fram að ganga nú á komandi þingvetri. Í henni segir m.a.: „Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.“ - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Samhæfð byggðastefna Þessi nýja og uppfærða byggðastefna er ekki bara metnaðarfull í orði, henni fylgir fjármagn og aðgerðaráætlun. Því þarf þó alltaf að fylgja eftir í fjárlögum hvers árs og þar þurfum við þingmenn að vinna þétt saman svo allar þessar góðu aðgerðir nái fram að ganga, byggðum landsins til heilla. Áætlunin er unnin með tilliti til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem eru mikilvægur vegvísir samfélagsþróunar næstu ára. Þau mynda samþætt jafnvægi hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Byggðastefnunni er jafnframt ætlað að samhæfa aðgerðir í öðrum opinberum áætlunum. Byggðamál heyra í dag undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti en það er auðvitað þannig að byggðamál snerta flesta málaflokka ríkisins og varða þannig öll ráðuneyti. Því er þessi samhæfing svo mikilvæg ef vel á að ganga. Samhliða endurskoðun byggðaáætlunar hefur verið unnið að tilraunaverkefni undir leiðsögn forsætisráðuneytisins þar sem hugað hefur verið sérstaklega að kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þetta er virkilega mikilvæg og spennandi nálgun þar sem atvinnulífið á mörgum svæðum um landið er enn ansi karllægt og mikilvægt er að auka fjölbreytni starfa. Um 64% búa á höfuðborgarsvæðinu Helstu áskoranir og viðfangsefni á sviði byggðaþróunar eru fækkun íbúa á sumum svæðum, einhæft atvinnulíf, tækniþróun, samspil þéttbýlis, uppbygging innviða, umhverfis- og loftslagsmál og samkeppnishæfi. Um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og er þetta verulega hærra hlutfall en í nágranna löndunum. Þetta kallar á nýja hugsun við skipulag og aðgengi að grunnþjónustu . Lykil viðfangsefni Fjölbreytt atvinnulíf er lykilviðfangsefni þar sem ekkert rými er fyrir stóriðjulausnir því við þurfum í einu og öllu að huga að sjálfbærni og að við göngum ekki úr hófi fram á umhverfi og loftslag. Nýsköpun og græn störf er það sem við þurfum. Okkur er tíðrætt um innviði og er það engin furða. Við þurfum góðar samgöngur, bæði til að styrkja byggðaþróun og styrkja vinnu- og þjónustusóknarsvæði. Við þurfum aðengi að endurnýjanlegri orku og háhraða fjarskiptatengingar. Aðgengi að grunnþjónustu skiptir höfuðmáli þegar fólk velur sér búsetu. Það þurfum við að tryggja. Hin stefnumótandi byggðaáætlun tekur að sjálfssögðu mið af umhverfis- og loftslagsmálum. Aukin verndun náttúruverðmæta styrkir stoðir þjónustu í héraði. Þá þarf að efla græna orkuframleiðslu og vinna að orkuskiptum til að mæta markmiði um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Á tímum hnattvæðingar hefur samkeppni um fólk og fyrirtæki aukist og þá skiptir máli að stuðla að samspili þéttbýlis og dreifbýlis til uppbyggingar sjálfbærra byggðarlaga. Mannlíf, menning og blómlegt atvinnulíf er aðdráttarafl og líka óspillt náttúra og kyrrð. Þessu þurfum við að hlú að og vekja athygli á. Hér hef ég aðeins farið stuttlega yfir þau fjölmörgu atriði sem tíunduð eru í þessari tillögu að uppfærðri byggðaáætlun. Það er mjög brýnt að þingið samþykki þessa þingsályktunartillögu svo stjórnvöld geti gefið í og stutt með enn markvissari hætti við þau fjölmörgu tækifæri sem við blasa um land allt. Á sumum svæðum má engan tíma missa. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun