Frá þessu greindu þýsk heilbrigðisyfirvöld í gær, daginn eftir að heilbrigðisráðherrann Jens Spahn varaði við að „massífur faraldur“ stæði nú yfir meðal óbólusettra Þjóðverja. Sagði hann of fáa hafa bólusett sig gegn veirunni.
Í frétt Reuters segir að enn sem komið er teljist einungis tveir af hverjum þremur Þjóðverjum fullbólusettir, en Þjóðverjar eru 83 milljónir.
Spahn mun á næstu dögum eiga fund með heilbrigðisráðherrum hinna sextán sambandsríkja Þýskalands þar sem þeir munu ræða hvernig hægt sé að takmarka útbreiðsluna meðal óbólusettra í landinu í vetur.