Nauðsynleg viðhorfsbreyting Tómas Leifsson skrifar 4. nóvember 2021 09:00 Í Hafnarfirði starfa tæplega 600 starfsmenn á leikskólum bæjarins. Hlutfall leikskólakennara er 26%. Í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ er staðan svipuð. Á Íslandi er nánast enginn leikskóli sem uppfyllir þau skilyrði í lögum þar sem kveðið er um að 2/3 hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Barn er í kringum átta klukkutíma á dag í leikskóla. Áhrifin sem leikskóli hefur á þroska og líðan barns eru gríðarleg. Þetta eru mikilvægustu árin í lífi einstaklings og þarna eigum við að vera með okkar besta fólk. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga hlýtur að vera að fjölga leikskólakennurum. Í áraraðir hefur mannekla verið viðvarandi vandamál í leikskólum landsins. Við sem samfélag höfum ákveðið að hafa það þannig. Álagið er mikið, launin lág og starfsaðstæður óviðunandi. Margt starfsfólk gefst upp og ræður sig annað. Mikil starfsmannavelta á leikskólum er aldrei góð og bitnar það verst á börnum sem þurfa festu og öryggi. Leikskólar þurfa oft að fella niður vettvangsferðir vegna manneklu, foreldrar þurfa að sækja barnið sitt fyrr vegna manneklu, börn komast ekki í aðlögun vegna manneklu, einni deild lokað í dag vegna manneklu og svo framvegis. Þessi staða er fyrir löngu orðin hluti af leikskólastarfinu. Við sættum okkur við þetta. Hugarfar og virðing samfélagsins gagnvart leikskólanum verður að breytast. Hættum að tala um að uppfylla einhver lágmarksviðmið um mönnun eða leikskóla sem eru opnir allan sólarhringinn. Metnaðurinn verður að vera miklu meiri. Við viljum það besta fyrir börnin okkar og þá verður viðhorf okkar að breytast. Hlutverk leikskólans snýr að börnunum en ekki atvinnulífinu. Það felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Í umræðu um leikskóla á þetta að koma fyrst, allt annað á að bíða. Það er nauðsynlegt að efla leikskólana innan frá og styrkja kerfið í heild sinni. Við verðum að fjölga leikskólakennurum vegna þess að góðir kennarar eru forsenda góðrar menntunar. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er grunnurinn lagður að öllu frekara námi. Fáar starfsgreinar skila jafn miklu til baka og þeir sem mennta börnin okkar. Sterkt leikskólakerfi með háu hlutfalli leikskólakennara, lítilli starfsmannaveltu og ánægðu starfsfólki yrði ómetanlegt fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í Hafnarfirði starfa tæplega 600 starfsmenn á leikskólum bæjarins. Hlutfall leikskólakennara er 26%. Í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ er staðan svipuð. Á Íslandi er nánast enginn leikskóli sem uppfyllir þau skilyrði í lögum þar sem kveðið er um að 2/3 hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Barn er í kringum átta klukkutíma á dag í leikskóla. Áhrifin sem leikskóli hefur á þroska og líðan barns eru gríðarleg. Þetta eru mikilvægustu árin í lífi einstaklings og þarna eigum við að vera með okkar besta fólk. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga hlýtur að vera að fjölga leikskólakennurum. Í áraraðir hefur mannekla verið viðvarandi vandamál í leikskólum landsins. Við sem samfélag höfum ákveðið að hafa það þannig. Álagið er mikið, launin lág og starfsaðstæður óviðunandi. Margt starfsfólk gefst upp og ræður sig annað. Mikil starfsmannavelta á leikskólum er aldrei góð og bitnar það verst á börnum sem þurfa festu og öryggi. Leikskólar þurfa oft að fella niður vettvangsferðir vegna manneklu, foreldrar þurfa að sækja barnið sitt fyrr vegna manneklu, börn komast ekki í aðlögun vegna manneklu, einni deild lokað í dag vegna manneklu og svo framvegis. Þessi staða er fyrir löngu orðin hluti af leikskólastarfinu. Við sættum okkur við þetta. Hugarfar og virðing samfélagsins gagnvart leikskólanum verður að breytast. Hættum að tala um að uppfylla einhver lágmarksviðmið um mönnun eða leikskóla sem eru opnir allan sólarhringinn. Metnaðurinn verður að vera miklu meiri. Við viljum það besta fyrir börnin okkar og þá verður viðhorf okkar að breytast. Hlutverk leikskólans snýr að börnunum en ekki atvinnulífinu. Það felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Í umræðu um leikskóla á þetta að koma fyrst, allt annað á að bíða. Það er nauðsynlegt að efla leikskólana innan frá og styrkja kerfið í heild sinni. Við verðum að fjölga leikskólakennurum vegna þess að góðir kennarar eru forsenda góðrar menntunar. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er grunnurinn lagður að öllu frekara námi. Fáar starfsgreinar skila jafn miklu til baka og þeir sem mennta börnin okkar. Sterkt leikskólakerfi með háu hlutfalli leikskólakennara, lítilli starfsmannaveltu og ánægðu starfsfólki yrði ómetanlegt fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er kennari.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun