Ég hef víðtæka reynslu af því að gera mistök Heimir Eyvindarson skrifar 4. nóvember 2021 07:30 Auðmýkt er lykilhugtak í leiðtogafræðum nútímans. Í þeim fræðum telst einnig til ótvíræðra kosta að hlusta meira en maður talar. Ég hef reynt að temja mér hvort tveggja. Það myndi aldrei hvarfla að mér að halda því fram að ég væri hæfastur meðal jafningja minna. Ef maður veit alltaf allt best lærir maður minna og minna með hverjum deginum. Allra síst myndi það hvarfla að mér að byggja mat á eigin hæfni á fremur einsleitri reynslu úr sama kerfinu, nær alla starfsævina. Ég hef starfað við kennslu í 17 ár en hef aukinheldur verið svo heppinn að hafa fengið að fást við ýmis önnur störf. Bæði í eigin rekstri og annarra. Öll sú reynsla hefur mótað mig sem manneskju og aukið mér víðsýni. Það sem hefur þó líklega kennt mér mest og best á lífið er sú býsna víðtæka reynsla sem ég hef af því að gera mistök. Hvort heldur sem er í vinnu eða einkalífi. Það er nefnilega óumflýjanlegt að gera mistök á lífsleiðinni, en það sem ég hef reynt að kenna sjálfum mér og nemendum mínum er að leggja áherslu á að læra af þeim og nýta þau til þess að bæta sig smátt og smátt. Þar er auðmýkt lykilatriði. Mörg stór mál eru framundan hjá okkur kennurum, til að mynda ný menntastefna sem á að gilda til 2030. Í henni eru enn eina ferðina boðaðar breytingar á gildandi aðalnámskrám, en hér á landi hefur það tíðkast óslitið frá 1974 að pólitíkin snúi öllu umhverfi okkar á haus á 10-15 ára fresti. Það er nauðsynlegt að rödd kennara heyrist betur en hingað til í þeirri vinnu. Að mínu viti er ekki skynsamlegt að gera of miklar breytingar of ört. Heillavænlegra er að vinna áfram með grunnþætti menntunar en minnka orðskrúðið, fækka mælanlegum markmiðum og gera þau sem eftir verða í senn skiljanleg og heiðarleg. Þannig að einhver leið verði að fara eftir þeim. Við það myndi a.m.k. einum streituvaldinum í starfi okkar fækka. Ég vil efla innra starf KÍ og gera félagið virkara og aðgengilegra fyrir almenna félagsmenn. Ekki síst fólk á landsbyggðinni. Endurskoða þarf rekstur og regluverk sumra sjóða félagsins, til að mynda er rík ástæða til að endurskoða reglur sjúkrasjóðs. Við borgum öll dágóðar upphæðir í þann sjóð en samt dugar styrkur til sálfræðiþjónustu rétt svo fyrir einu og hálfu viðtali. Þá eigum við sem búum úti á landi eftir að borga ferðakostnað og vinnutap því á mörgum stöðum er hreinlega enga sálfræðiþjónustu að hafa. Einnig er mikilvægt að jafna kjör kennara milli skólastiga, en þar eins og í mörgu öðru endurspeglast það flækjustig sem felst í því að bæði ríki og sveitarfélög reki menntakerfið. Nú gildir sama leyfisbréf í leik-, grunn- og framhaldsskólum og þar með viðurkennt að allir séu jafn gildir sérfræðingar í menntun á öllum skólastigum. Einn þessara hópa þarf þó að kenna mun fleiri kennslustundir en hinir til að uppfylla skyldur sínar. Það er óeðlilegt og eitt af því fjölmarga sem formaður KÍ þarf að geta tjáð sig um á heiðarlegan og málefnalegan hátt, ávallt með það að markmiði að skapa okkur öllum réttlátara og heilbrigðara starfsumhverfi. Höfundur býður sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Auðmýkt er lykilhugtak í leiðtogafræðum nútímans. Í þeim fræðum telst einnig til ótvíræðra kosta að hlusta meira en maður talar. Ég hef reynt að temja mér hvort tveggja. Það myndi aldrei hvarfla að mér að halda því fram að ég væri hæfastur meðal jafningja minna. Ef maður veit alltaf allt best lærir maður minna og minna með hverjum deginum. Allra síst myndi það hvarfla að mér að byggja mat á eigin hæfni á fremur einsleitri reynslu úr sama kerfinu, nær alla starfsævina. Ég hef starfað við kennslu í 17 ár en hef aukinheldur verið svo heppinn að hafa fengið að fást við ýmis önnur störf. Bæði í eigin rekstri og annarra. Öll sú reynsla hefur mótað mig sem manneskju og aukið mér víðsýni. Það sem hefur þó líklega kennt mér mest og best á lífið er sú býsna víðtæka reynsla sem ég hef af því að gera mistök. Hvort heldur sem er í vinnu eða einkalífi. Það er nefnilega óumflýjanlegt að gera mistök á lífsleiðinni, en það sem ég hef reynt að kenna sjálfum mér og nemendum mínum er að leggja áherslu á að læra af þeim og nýta þau til þess að bæta sig smátt og smátt. Þar er auðmýkt lykilatriði. Mörg stór mál eru framundan hjá okkur kennurum, til að mynda ný menntastefna sem á að gilda til 2030. Í henni eru enn eina ferðina boðaðar breytingar á gildandi aðalnámskrám, en hér á landi hefur það tíðkast óslitið frá 1974 að pólitíkin snúi öllu umhverfi okkar á haus á 10-15 ára fresti. Það er nauðsynlegt að rödd kennara heyrist betur en hingað til í þeirri vinnu. Að mínu viti er ekki skynsamlegt að gera of miklar breytingar of ört. Heillavænlegra er að vinna áfram með grunnþætti menntunar en minnka orðskrúðið, fækka mælanlegum markmiðum og gera þau sem eftir verða í senn skiljanleg og heiðarleg. Þannig að einhver leið verði að fara eftir þeim. Við það myndi a.m.k. einum streituvaldinum í starfi okkar fækka. Ég vil efla innra starf KÍ og gera félagið virkara og aðgengilegra fyrir almenna félagsmenn. Ekki síst fólk á landsbyggðinni. Endurskoða þarf rekstur og regluverk sumra sjóða félagsins, til að mynda er rík ástæða til að endurskoða reglur sjúkrasjóðs. Við borgum öll dágóðar upphæðir í þann sjóð en samt dugar styrkur til sálfræðiþjónustu rétt svo fyrir einu og hálfu viðtali. Þá eigum við sem búum úti á landi eftir að borga ferðakostnað og vinnutap því á mörgum stöðum er hreinlega enga sálfræðiþjónustu að hafa. Einnig er mikilvægt að jafna kjör kennara milli skólastiga, en þar eins og í mörgu öðru endurspeglast það flækjustig sem felst í því að bæði ríki og sveitarfélög reki menntakerfið. Nú gildir sama leyfisbréf í leik-, grunn- og framhaldsskólum og þar með viðurkennt að allir séu jafn gildir sérfræðingar í menntun á öllum skólastigum. Einn þessara hópa þarf þó að kenna mun fleiri kennslustundir en hinir til að uppfylla skyldur sínar. Það er óeðlilegt og eitt af því fjölmarga sem formaður KÍ þarf að geta tjáð sig um á heiðarlegan og málefnalegan hátt, ávallt með það að markmiði að skapa okkur öllum réttlátara og heilbrigðara starfsumhverfi. Höfundur býður sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar