Ég hef víðtæka reynslu af því að gera mistök Heimir Eyvindarson skrifar 4. nóvember 2021 07:30 Auðmýkt er lykilhugtak í leiðtogafræðum nútímans. Í þeim fræðum telst einnig til ótvíræðra kosta að hlusta meira en maður talar. Ég hef reynt að temja mér hvort tveggja. Það myndi aldrei hvarfla að mér að halda því fram að ég væri hæfastur meðal jafningja minna. Ef maður veit alltaf allt best lærir maður minna og minna með hverjum deginum. Allra síst myndi það hvarfla að mér að byggja mat á eigin hæfni á fremur einsleitri reynslu úr sama kerfinu, nær alla starfsævina. Ég hef starfað við kennslu í 17 ár en hef aukinheldur verið svo heppinn að hafa fengið að fást við ýmis önnur störf. Bæði í eigin rekstri og annarra. Öll sú reynsla hefur mótað mig sem manneskju og aukið mér víðsýni. Það sem hefur þó líklega kennt mér mest og best á lífið er sú býsna víðtæka reynsla sem ég hef af því að gera mistök. Hvort heldur sem er í vinnu eða einkalífi. Það er nefnilega óumflýjanlegt að gera mistök á lífsleiðinni, en það sem ég hef reynt að kenna sjálfum mér og nemendum mínum er að leggja áherslu á að læra af þeim og nýta þau til þess að bæta sig smátt og smátt. Þar er auðmýkt lykilatriði. Mörg stór mál eru framundan hjá okkur kennurum, til að mynda ný menntastefna sem á að gilda til 2030. Í henni eru enn eina ferðina boðaðar breytingar á gildandi aðalnámskrám, en hér á landi hefur það tíðkast óslitið frá 1974 að pólitíkin snúi öllu umhverfi okkar á haus á 10-15 ára fresti. Það er nauðsynlegt að rödd kennara heyrist betur en hingað til í þeirri vinnu. Að mínu viti er ekki skynsamlegt að gera of miklar breytingar of ört. Heillavænlegra er að vinna áfram með grunnþætti menntunar en minnka orðskrúðið, fækka mælanlegum markmiðum og gera þau sem eftir verða í senn skiljanleg og heiðarleg. Þannig að einhver leið verði að fara eftir þeim. Við það myndi a.m.k. einum streituvaldinum í starfi okkar fækka. Ég vil efla innra starf KÍ og gera félagið virkara og aðgengilegra fyrir almenna félagsmenn. Ekki síst fólk á landsbyggðinni. Endurskoða þarf rekstur og regluverk sumra sjóða félagsins, til að mynda er rík ástæða til að endurskoða reglur sjúkrasjóðs. Við borgum öll dágóðar upphæðir í þann sjóð en samt dugar styrkur til sálfræðiþjónustu rétt svo fyrir einu og hálfu viðtali. Þá eigum við sem búum úti á landi eftir að borga ferðakostnað og vinnutap því á mörgum stöðum er hreinlega enga sálfræðiþjónustu að hafa. Einnig er mikilvægt að jafna kjör kennara milli skólastiga, en þar eins og í mörgu öðru endurspeglast það flækjustig sem felst í því að bæði ríki og sveitarfélög reki menntakerfið. Nú gildir sama leyfisbréf í leik-, grunn- og framhaldsskólum og þar með viðurkennt að allir séu jafn gildir sérfræðingar í menntun á öllum skólastigum. Einn þessara hópa þarf þó að kenna mun fleiri kennslustundir en hinir til að uppfylla skyldur sínar. Það er óeðlilegt og eitt af því fjölmarga sem formaður KÍ þarf að geta tjáð sig um á heiðarlegan og málefnalegan hátt, ávallt með það að markmiði að skapa okkur öllum réttlátara og heilbrigðara starfsumhverfi. Höfundur býður sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Auðmýkt er lykilhugtak í leiðtogafræðum nútímans. Í þeim fræðum telst einnig til ótvíræðra kosta að hlusta meira en maður talar. Ég hef reynt að temja mér hvort tveggja. Það myndi aldrei hvarfla að mér að halda því fram að ég væri hæfastur meðal jafningja minna. Ef maður veit alltaf allt best lærir maður minna og minna með hverjum deginum. Allra síst myndi það hvarfla að mér að byggja mat á eigin hæfni á fremur einsleitri reynslu úr sama kerfinu, nær alla starfsævina. Ég hef starfað við kennslu í 17 ár en hef aukinheldur verið svo heppinn að hafa fengið að fást við ýmis önnur störf. Bæði í eigin rekstri og annarra. Öll sú reynsla hefur mótað mig sem manneskju og aukið mér víðsýni. Það sem hefur þó líklega kennt mér mest og best á lífið er sú býsna víðtæka reynsla sem ég hef af því að gera mistök. Hvort heldur sem er í vinnu eða einkalífi. Það er nefnilega óumflýjanlegt að gera mistök á lífsleiðinni, en það sem ég hef reynt að kenna sjálfum mér og nemendum mínum er að leggja áherslu á að læra af þeim og nýta þau til þess að bæta sig smátt og smátt. Þar er auðmýkt lykilatriði. Mörg stór mál eru framundan hjá okkur kennurum, til að mynda ný menntastefna sem á að gilda til 2030. Í henni eru enn eina ferðina boðaðar breytingar á gildandi aðalnámskrám, en hér á landi hefur það tíðkast óslitið frá 1974 að pólitíkin snúi öllu umhverfi okkar á haus á 10-15 ára fresti. Það er nauðsynlegt að rödd kennara heyrist betur en hingað til í þeirri vinnu. Að mínu viti er ekki skynsamlegt að gera of miklar breytingar of ört. Heillavænlegra er að vinna áfram með grunnþætti menntunar en minnka orðskrúðið, fækka mælanlegum markmiðum og gera þau sem eftir verða í senn skiljanleg og heiðarleg. Þannig að einhver leið verði að fara eftir þeim. Við það myndi a.m.k. einum streituvaldinum í starfi okkar fækka. Ég vil efla innra starf KÍ og gera félagið virkara og aðgengilegra fyrir almenna félagsmenn. Ekki síst fólk á landsbyggðinni. Endurskoða þarf rekstur og regluverk sumra sjóða félagsins, til að mynda er rík ástæða til að endurskoða reglur sjúkrasjóðs. Við borgum öll dágóðar upphæðir í þann sjóð en samt dugar styrkur til sálfræðiþjónustu rétt svo fyrir einu og hálfu viðtali. Þá eigum við sem búum úti á landi eftir að borga ferðakostnað og vinnutap því á mörgum stöðum er hreinlega enga sálfræðiþjónustu að hafa. Einnig er mikilvægt að jafna kjör kennara milli skólastiga, en þar eins og í mörgu öðru endurspeglast það flækjustig sem felst í því að bæði ríki og sveitarfélög reki menntakerfið. Nú gildir sama leyfisbréf í leik-, grunn- og framhaldsskólum og þar með viðurkennt að allir séu jafn gildir sérfræðingar í menntun á öllum skólastigum. Einn þessara hópa þarf þó að kenna mun fleiri kennslustundir en hinir til að uppfylla skyldur sínar. Það er óeðlilegt og eitt af því fjölmarga sem formaður KÍ þarf að geta tjáð sig um á heiðarlegan og málefnalegan hátt, ávallt með það að markmiði að skapa okkur öllum réttlátara og heilbrigðara starfsumhverfi. Höfundur býður sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar