Grunar að kuldi gæti valdið fölskum jákvæðum hraðprófum Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2021 20:29 Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Aðsend Borið hefur á því að fólk sem hefur farið í hraðpróf fyrir Covid-19 á Selfossi fái falska jákvæða niðurstöðu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir getgátur um að kuldi á sýnatökustað gæti verið ástæðan. Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnunina undanfarna daga þar sem margir eru í sóttkví eftir að smit greindust í skólum á svæðinu. Langar bílaraðir hafa myndast fyrir utan bílakjallara Krónunnar á Selfossi þar sem sýnataka fer fram. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segist hafa áhyggjur af fölskum jákvæðum niðurstöðum úr hraðprófum. Nokkuð sé um að þeir sem greinast smitaðir af Covid-19 í hraðprófi fái svo neikvæða niðurstöðu í nákvæmara PCR-prófi. Starfsfólk stofnunarinnar hafi tilgátur um að of kalt hafi verið í bílakjallaranum fyrir hraðprófin. „Það eru ákveðnar leiðbeiningar um að það megi ekki fara niður fyrir ákveðið hitastig en í gær held ég að það hafi bara verið ekki meira en fjórar gráður þarna í kjallaranum. Við erum með getgátur um að þetta gæti verið ástæðan,“ sagði Díana í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Brugðist hefur verið við með því að útvega tíu feta langan gám fyrir sýnatökuna sem verður komið fyrir í Krónukjallaranum í hádeginu á morgun. Þar á að vera hægt að halda stofuhita. Díana sagðist ekki hafa tölur um hversu algengt það væri að fólk fengi falska jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Í hennar huga væri þó betra að prófin gæfu falska jákvæða niðurstöðu en falska neikvæða. „Fólk færi svo bara út í samfélagið og væri með Covid. Þó að það sé ekki gott þegar prófin eru ekki næm þá er í raun betra að það sé í þessa átt heldur en hina áttina,“ sagði hún. Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnunina undanfarna daga þar sem margir eru í sóttkví eftir að smit greindust í skólum á svæðinu. Langar bílaraðir hafa myndast fyrir utan bílakjallara Krónunnar á Selfossi þar sem sýnataka fer fram. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segist hafa áhyggjur af fölskum jákvæðum niðurstöðum úr hraðprófum. Nokkuð sé um að þeir sem greinast smitaðir af Covid-19 í hraðprófi fái svo neikvæða niðurstöðu í nákvæmara PCR-prófi. Starfsfólk stofnunarinnar hafi tilgátur um að of kalt hafi verið í bílakjallaranum fyrir hraðprófin. „Það eru ákveðnar leiðbeiningar um að það megi ekki fara niður fyrir ákveðið hitastig en í gær held ég að það hafi bara verið ekki meira en fjórar gráður þarna í kjallaranum. Við erum með getgátur um að þetta gæti verið ástæðan,“ sagði Díana í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Brugðist hefur verið við með því að útvega tíu feta langan gám fyrir sýnatökuna sem verður komið fyrir í Krónukjallaranum í hádeginu á morgun. Þar á að vera hægt að halda stofuhita. Díana sagðist ekki hafa tölur um hversu algengt það væri að fólk fengi falska jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Í hennar huga væri þó betra að prófin gæfu falska jákvæða niðurstöðu en falska neikvæða. „Fólk færi svo bara út í samfélagið og væri með Covid. Þó að það sé ekki gott þegar prófin eru ekki næm þá er í raun betra að það sé í þessa átt heldur en hina áttina,“ sagði hún.
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira