Martha Hermannsdóttir: Við erum ekki að spila undir neinni pressu Ester Ósk Árnadóttir skrifar 3. nóvember 2021 20:01 Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs Vísir/Hulda Margrét „Þetta var frábært, mér finnst svona KA/Þór liðið vera komið aftur. Við tókum góðan fund eftir síðasta leik þar sem við höfum ekki verið sjálfum okkur líkar, vantaði einhvern veginn gleði og að finna aftur að við erum ekki að spila undir neinni pressu,“ sagði Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs eftir góðan sigur á móti Haukum í KA heimilinu í kvöld. „Við vildum bara finna gleðina og hafa gaman af því að spila handbolta þannig við tókum mjög skemmtilega æfingu í gær, góð tónlist og gaman hjá okkur. Við vildum minna á okkur að njóta þess að spila og ég held að við höfum sýnt það í dag. Við mætum þvílíkt flottar til leiks.“ Hálfleikstölur voru 17 - 14 fyrir KA/Þór. Eftir tólf mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðinn 25-15 fyrir heimakonur. „Við ræddum það í hálfleik að keyra aðeins betur á þær í seinni hálfleik, það hefur verið okkar einkenni að geta keyrt dálítið. Við erum með flottan hóp og getum skipt ört á milli leikmanna ef að mannskapurinn er þreyttur þannig að Andri Snær þjálfari lagði upp með það í hálfleik. Við sýndum það strax í síðari hálfleik að við gætum það, náðum forystu og héldum henni út leikinn.“ Martha talaði um þreyttu í hópnum eftir erfitt ferðalag til Kosovó en KA/Þór tekur þátt í Evrópubikarkeppni eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í fyrra. „Það var rosalega langt ferðalag til Kosovó þar sem við þurftum að taka þrjár flugvélar og tvær rútur. Það sat rosalega lengi í okkur. Þannig auðvitað spilar það inn í og svo erum við að spila þrjá leiki á viku þannig að við þurftum að ná í eitthvað extra fyrir leikinn í dag. Við vorum þreyttar á móti HK og margir sem töluðu um það. Við náðum að bæta það og komum sterkar í dag.“ Eftir að hafa náð góðri forystu í leik dagsins gat KA/Þór rúllað vel á hópnum og margir leikmenn sem fengu mínútur í dag. „Það er frábært að geta leyft ungu stelpunum að spila og gott að þær fái mínútur í öllum leikjum. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir þær þannig að það er stór plús í dag að allir hafi fengið að spila.“ KA/Þór er í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig. Fram og Valur eru fyrir ofan þær í fyrsta og öðru sæti. „Þetta er þreföld umferð, það er nóg eftir af stigum í pottinum. Það eiga öll lið eftir að tapa einhverjum stigum. Það fer ekkert lið í gegnum þetta án þess að tapa. Þannig að við höldum bara áfram að hugsa um okkur og spila okkar leik og þá held ég að við verðum bara í góðri stöðu í lok tímabils.“ KA/Þór á leik aftur á heimavelli á laugardaginn og er það þriðji leikurinn í röð sem liðið spilar í KA heimilinu. „Afturelding er búið að vera að sýna þvílíkt góðan leik, nýliðar í deildinni og hafa staðið sig vel þannig við mætum brjálaðar til leiks. Enginn værukærð þar.“ Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. 3. nóvember 2021 19:20 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Fleiri fréttir Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Sjá meira
„Við vildum bara finna gleðina og hafa gaman af því að spila handbolta þannig við tókum mjög skemmtilega æfingu í gær, góð tónlist og gaman hjá okkur. Við vildum minna á okkur að njóta þess að spila og ég held að við höfum sýnt það í dag. Við mætum þvílíkt flottar til leiks.“ Hálfleikstölur voru 17 - 14 fyrir KA/Þór. Eftir tólf mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðinn 25-15 fyrir heimakonur. „Við ræddum það í hálfleik að keyra aðeins betur á þær í seinni hálfleik, það hefur verið okkar einkenni að geta keyrt dálítið. Við erum með flottan hóp og getum skipt ört á milli leikmanna ef að mannskapurinn er þreyttur þannig að Andri Snær þjálfari lagði upp með það í hálfleik. Við sýndum það strax í síðari hálfleik að við gætum það, náðum forystu og héldum henni út leikinn.“ Martha talaði um þreyttu í hópnum eftir erfitt ferðalag til Kosovó en KA/Þór tekur þátt í Evrópubikarkeppni eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í fyrra. „Það var rosalega langt ferðalag til Kosovó þar sem við þurftum að taka þrjár flugvélar og tvær rútur. Það sat rosalega lengi í okkur. Þannig auðvitað spilar það inn í og svo erum við að spila þrjá leiki á viku þannig að við þurftum að ná í eitthvað extra fyrir leikinn í dag. Við vorum þreyttar á móti HK og margir sem töluðu um það. Við náðum að bæta það og komum sterkar í dag.“ Eftir að hafa náð góðri forystu í leik dagsins gat KA/Þór rúllað vel á hópnum og margir leikmenn sem fengu mínútur í dag. „Það er frábært að geta leyft ungu stelpunum að spila og gott að þær fái mínútur í öllum leikjum. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir þær þannig að það er stór plús í dag að allir hafi fengið að spila.“ KA/Þór er í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig. Fram og Valur eru fyrir ofan þær í fyrsta og öðru sæti. „Þetta er þreföld umferð, það er nóg eftir af stigum í pottinum. Það eiga öll lið eftir að tapa einhverjum stigum. Það fer ekkert lið í gegnum þetta án þess að tapa. Þannig að við höldum bara áfram að hugsa um okkur og spila okkar leik og þá held ég að við verðum bara í góðri stöðu í lok tímabils.“ KA/Þór á leik aftur á heimavelli á laugardaginn og er það þriðji leikurinn í röð sem liðið spilar í KA heimilinu. „Afturelding er búið að vera að sýna þvílíkt góðan leik, nýliðar í deildinni og hafa staðið sig vel þannig við mætum brjálaðar til leiks. Enginn værukærð þar.“
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. 3. nóvember 2021 19:20 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Fleiri fréttir Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. 3. nóvember 2021 19:20