Alvarleg staða er sögð vera komin upp á Akranesi og er búist við því að mikill fjöldi fólks mæti í sýnatöku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef skólans. Smitið er ekki talið vera upprunnið í FVA en hafi mögulega breiðst út í skólanum. Nemendur og kennarar voru sendir heim klukkan 11:35 í dag og íbúar á heimavist beðnir um að halda heim eins fljótt og unnt er.
Tæknimessan 2021 sem halda átti í FVA á morgun í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og iðnfyrirtæki á svæðinu er frestað um óákveðinn tíma. Alls eru 63 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 á Vesturlandi og 100 í sóttkví, samkvæmt upplýsingum á Covid.is.