„Við þurfum að nýta helgina vel og dagana þar í framhaldinu og þá trúi ég að þetta fari að klárast,“ hefur Fréttablaðið eftir Bjarna.
Enn sem komið er hafi ekki aðrir komið að viðræðunum nema formenn flokkanna þriggja; Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna.
Bjarni segir að ný stjórn muni setja mark sitt á fjárlagafrumvarp næsta árs. Hann bendir á að fyrir fjórum árum hafi fjárlagafrumvarp verið lagt fram 14. desember og samþykkt 30. desember.
„Auðvitað eru möguleikar nýrrar stjórnar til að setja mark sitt á þetta fjárlagafrumvarp takmarkaðir en það þýðir ekki að við ætlum ekki að gera það. Við munum auðvitað setja mark okkar á það og taka ábyrgð á því.“