Að kona leiði kvennastétt! Unnur Gísladóttir og Einar Ómarsson skrifa 2. nóvember 2021 18:04 Að vera kennari, vinna með börnum og ungmennum, vakna snemma til að taka glaðhlakkalega á móti einstaklingum með soðið kaffi í hendi og bros á vör eru algjör forréttindi. Það er krefjandi að vinna sem kennari, það er stundum flókið en oftast nær er það gefandi. Til að endast í starfi sem þessu þarftu eldmóð, þú þarft hlýju, umhyggju og hugrekki. Kennarar sem sitja vel í sér, geta gefið af sér, eru með skýr mörk og skýra rödd eru öðrum í samfélaginu til fyrirmyndar og eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir starfandi kennara eins og okkur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir er þannig fyrirmynd, hún er ekki bara einstaklega vönduð kennslukona, heldur er hún baráttukona fyrir minnihlutahópa, leiðandi fagvísir á vettvangi, lóðsi og feminísk kanóna. Hún er okkur mörgum uppspretta orku í að halda áfram, gefast ekki upp þegar móti blæs. Hún stendur fremst meðal jafningja á sínu sviði og er ósérhlýfin þegar kemur að því að deila og gefa af sér. Við viljum sjá konu sem þessa leiða okkar starf, við viljum sjá ósérhlífna konu sem stendur skýrt fyrir málstaðinn um bætt samfélag. Sem er ófeimin við að vera umdeild þegar hjartans mál eru í fyrirrúmi, sem lætur í sér heyra og stendur upp fyrir ekki bara nemendum og kennurum heldur samfélaginu og einstaklingunum. Konu sem þekkir starf kennara, hefur verið á gólfinu ólíkum faghópum til aðstoðar, sem situr í fagráðum og lætur sig málin varða. Hanna Björg er ekki bara sú kona sem við viljum í þetta verk, hún er konan sem við þurfum í þetta verk. Hún hefur trú á því að kennarar eiga að vera leiðandi afl í samfélagslegri umræðu, að kennarar séu fagfólk sem þarf að hlusta á og virða. Hún getur talað þvert á skólastig og hún getur blásið okkur krafti og elju í brjósti, staðið með okkur, verið beitt og ákveðin. Hún er konan til að leiða þessa kvennastétt! Unnur er framhaldsskólakennari og Einar er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Að vera kennari, vinna með börnum og ungmennum, vakna snemma til að taka glaðhlakkalega á móti einstaklingum með soðið kaffi í hendi og bros á vör eru algjör forréttindi. Það er krefjandi að vinna sem kennari, það er stundum flókið en oftast nær er það gefandi. Til að endast í starfi sem þessu þarftu eldmóð, þú þarft hlýju, umhyggju og hugrekki. Kennarar sem sitja vel í sér, geta gefið af sér, eru með skýr mörk og skýra rödd eru öðrum í samfélaginu til fyrirmyndar og eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir starfandi kennara eins og okkur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir er þannig fyrirmynd, hún er ekki bara einstaklega vönduð kennslukona, heldur er hún baráttukona fyrir minnihlutahópa, leiðandi fagvísir á vettvangi, lóðsi og feminísk kanóna. Hún er okkur mörgum uppspretta orku í að halda áfram, gefast ekki upp þegar móti blæs. Hún stendur fremst meðal jafningja á sínu sviði og er ósérhlýfin þegar kemur að því að deila og gefa af sér. Við viljum sjá konu sem þessa leiða okkar starf, við viljum sjá ósérhlífna konu sem stendur skýrt fyrir málstaðinn um bætt samfélag. Sem er ófeimin við að vera umdeild þegar hjartans mál eru í fyrirrúmi, sem lætur í sér heyra og stendur upp fyrir ekki bara nemendum og kennurum heldur samfélaginu og einstaklingunum. Konu sem þekkir starf kennara, hefur verið á gólfinu ólíkum faghópum til aðstoðar, sem situr í fagráðum og lætur sig málin varða. Hanna Björg er ekki bara sú kona sem við viljum í þetta verk, hún er konan sem við þurfum í þetta verk. Hún hefur trú á því að kennarar eiga að vera leiðandi afl í samfélagslegri umræðu, að kennarar séu fagfólk sem þarf að hlusta á og virða. Hún getur talað þvert á skólastig og hún getur blásið okkur krafti og elju í brjósti, staðið með okkur, verið beitt og ákveðin. Hún er konan til að leiða þessa kvennastétt! Unnur er framhaldsskólakennari og Einar er grunnskólakennari.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar