Frá þessu greinir lögregla á Facebook.
Þar segir að til að koma í veg fyrir umferðarteppu á nærliggjandi umferðaræðum séu ökumenn beðnir um að aka inn Þóristún en ekki Kirkjuveg. Tvöföld bílaröð verði eftir vistgötunni meðfram Ölfusá að Krónunni en einföld röð eftir Þóristúni.
„Þar sem þetta verður annasamur dagur í sýnatökum þá mun þetta taka lengri tíma en venjulega vegna umferðarinnar. Lögregla mun eftir föngum reyna að liðka fyrir umferð í kringum sýnatökustað.
Sýnum tillitsemi og verum þolinmóð.“