Við lýsum yfir stuðningi við djarfar aðgerðir Árni Oddur Þórðarson, Birna Einarsdóttir, Margrét Kristmannsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Sæmundur Sæmundsson og Ægir Már Þórisson skrifa 1. nóvember 2021 08:31 Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans og krefjast þess að við drögum fram það besta í samskiptum og hugviti. Ef við ætlum að eiga möguleika á að snúa ógnvænlegri þróun við og byggja sjálfbært hagkerfi til framtíðar, þurfa einkageirinn og opinberi geirinn að leggjast á eitt og við þurfum að bregðast hratt við. Við undirrituð lýsum yfir stuðningi við að stjórnvöld setji sér hið fyrsta djörf markmið til lengri tíma til að ná loftslagsmarkmiðum Parísarssamkomulagsins. Þessum markmiðum þarf að fylgja skýr aðgerðaráætlun, með skýrum millimarkmiðum fyrir árið 2030. Hlýnun hraðari en áætlað var Parísarsamkomulagið miðar við að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C, helst undir 1,5°C miðað við hitastig fyrir iðnvæðingu. Nýleg skýrsla IPCC, sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, sýnir hins vegar að hlýnunin, með öllum sínum afleiðingum á veðurkerfi og vistkerfi jarðar, sé að eiga sér stað hraðar en áætlað var. Útlit er fyrir að hlýnunin verði 1,5°C til 1,6°C á innan við næstu tuttugu árum. Kerfislægar breytingar kalla á kerfislæg viðbrögð Við hvetjum stjórnvöld til virkrar samvinnu og samtals um þær flóknu, kerfislægu, alþjóðlegu og kostnaðarsömu aðgerðir sem loftslagsváin krefur okkur um. Loftslagsváin þekkir ekki landamæri og því er mikilvægt að Ísland marki sér skýra stefnu í þessum málum. Ekki aðeins hafa loftslagsbreytingar áhrif á veðurkerfi okkar, jörð, loft og hafið í kringum Ísland. Heldur kallar loftslagsógnin á stórfelldar breytingar á kerfum, neysluhegðun og lifnaðarháttum jarðarbúa. Það þýðir að þær vörur, hugvit og þekking sem hér skapast þurfa að þróast í takt við það sem kallað er eftir á evrópskum og alþjóðlegum mörkuðum. Lokamarkmiðið er alltaf að skapa komandi kynslóðum sjálfbæra framtíð. Hlutverk einkageirans að finna út úr því Þjóðir heims hafa undirritað Parísarsamkomulagið og það lýsir samfélagssáttmála sem íbúar jarðar hafa gert með sér. Við áttum okkur á því að yfirvöld eru smeyk við að setja sér djörf markmið til langs tíma. Að þau séu hrædd um að það grafi undan samkeppnishæfni, dragi úr hagvexti og fækki störfum. Okkar skilaboð til yfirvalda eru þau að það er ekki síst hlutverk einkageirans að finna út úr því og koma málum þannig fyrir að áskoranir verði að tækifærum. Hagkerfi framtíðarinnar Við erum forstjórar og framkvæmdastjórar í íslensku og alþjóðlegu viðskiptalífi og við áttum okkur á því að stærstur hluti fjárfestinga í umbreytingunni yfir í lágkolefnamarkað og hringrásarhagkerfi kemur frá einkageiranum. Við áttum okkur líka á því að í þessari þróun felast gríðarleg tækifæri. Að einu viðskiptatækifærin framundan eru að finna í grænu, lágkolefna og sjálfbæru hagkerfi. Annað er léleg áhættustjórnun og lélegt viðskiptavit. Gerum rétta valið auðvelt Markmiðið okkar allra ætti að vera að gera réttar ákvarðanir auðveldar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir og vondar ákvarðanir erfiðar og dýrar. Breytingarnar framundan eru óhjákvæmilegar. Þær er að finna í náttúrunni, í breyttri upplýsingagjöf um rekstur fyrirtækja og í laga og regluverki sem innleiðing er hafin á. Með því að taka virkan þátt í þessum hröðu breytingum framundan, sköpum við okkur forskot á samkeppnismarkaði. Við höfum alla burði til hreyfa okkur hratt, sýna fordæmi fyrir önnur lönd á sviðum sem við erum sterk á og halda áfram nýsköpun í átt að grænna hagkerfi. Höfum hraðann á Ákvarðanir um aðgerðir í loftslagsmálum þarf að taka af festu, dirfsku og áræðni. Öllum breytingum fylgir sársauki og álag en í þeim felast líka gríðarleg tækifæri til betri framtíðar, ef rétt er á spöðunum haldið. Við hvetjum til öflugs samstarfs milli yfirvalda og atvinnulífsins um þessa mikilvægu þætti. Það samstarf þarf að hefjast strax. Höfundar eru Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu og Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans og krefjast þess að við drögum fram það besta í samskiptum og hugviti. Ef við ætlum að eiga möguleika á að snúa ógnvænlegri þróun við og byggja sjálfbært hagkerfi til framtíðar, þurfa einkageirinn og opinberi geirinn að leggjast á eitt og við þurfum að bregðast hratt við. Við undirrituð lýsum yfir stuðningi við að stjórnvöld setji sér hið fyrsta djörf markmið til lengri tíma til að ná loftslagsmarkmiðum Parísarssamkomulagsins. Þessum markmiðum þarf að fylgja skýr aðgerðaráætlun, með skýrum millimarkmiðum fyrir árið 2030. Hlýnun hraðari en áætlað var Parísarsamkomulagið miðar við að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C, helst undir 1,5°C miðað við hitastig fyrir iðnvæðingu. Nýleg skýrsla IPCC, sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, sýnir hins vegar að hlýnunin, með öllum sínum afleiðingum á veðurkerfi og vistkerfi jarðar, sé að eiga sér stað hraðar en áætlað var. Útlit er fyrir að hlýnunin verði 1,5°C til 1,6°C á innan við næstu tuttugu árum. Kerfislægar breytingar kalla á kerfislæg viðbrögð Við hvetjum stjórnvöld til virkrar samvinnu og samtals um þær flóknu, kerfislægu, alþjóðlegu og kostnaðarsömu aðgerðir sem loftslagsváin krefur okkur um. Loftslagsváin þekkir ekki landamæri og því er mikilvægt að Ísland marki sér skýra stefnu í þessum málum. Ekki aðeins hafa loftslagsbreytingar áhrif á veðurkerfi okkar, jörð, loft og hafið í kringum Ísland. Heldur kallar loftslagsógnin á stórfelldar breytingar á kerfum, neysluhegðun og lifnaðarháttum jarðarbúa. Það þýðir að þær vörur, hugvit og þekking sem hér skapast þurfa að þróast í takt við það sem kallað er eftir á evrópskum og alþjóðlegum mörkuðum. Lokamarkmiðið er alltaf að skapa komandi kynslóðum sjálfbæra framtíð. Hlutverk einkageirans að finna út úr því Þjóðir heims hafa undirritað Parísarsamkomulagið og það lýsir samfélagssáttmála sem íbúar jarðar hafa gert með sér. Við áttum okkur á því að yfirvöld eru smeyk við að setja sér djörf markmið til langs tíma. Að þau séu hrædd um að það grafi undan samkeppnishæfni, dragi úr hagvexti og fækki störfum. Okkar skilaboð til yfirvalda eru þau að það er ekki síst hlutverk einkageirans að finna út úr því og koma málum þannig fyrir að áskoranir verði að tækifærum. Hagkerfi framtíðarinnar Við erum forstjórar og framkvæmdastjórar í íslensku og alþjóðlegu viðskiptalífi og við áttum okkur á því að stærstur hluti fjárfestinga í umbreytingunni yfir í lágkolefnamarkað og hringrásarhagkerfi kemur frá einkageiranum. Við áttum okkur líka á því að í þessari þróun felast gríðarleg tækifæri. Að einu viðskiptatækifærin framundan eru að finna í grænu, lágkolefna og sjálfbæru hagkerfi. Annað er léleg áhættustjórnun og lélegt viðskiptavit. Gerum rétta valið auðvelt Markmiðið okkar allra ætti að vera að gera réttar ákvarðanir auðveldar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir og vondar ákvarðanir erfiðar og dýrar. Breytingarnar framundan eru óhjákvæmilegar. Þær er að finna í náttúrunni, í breyttri upplýsingagjöf um rekstur fyrirtækja og í laga og regluverki sem innleiðing er hafin á. Með því að taka virkan þátt í þessum hröðu breytingum framundan, sköpum við okkur forskot á samkeppnismarkaði. Við höfum alla burði til hreyfa okkur hratt, sýna fordæmi fyrir önnur lönd á sviðum sem við erum sterk á og halda áfram nýsköpun í átt að grænna hagkerfi. Höfum hraðann á Ákvarðanir um aðgerðir í loftslagsmálum þarf að taka af festu, dirfsku og áræðni. Öllum breytingum fylgir sársauki og álag en í þeim felast líka gríðarleg tækifæri til betri framtíðar, ef rétt er á spöðunum haldið. Við hvetjum til öflugs samstarfs milli yfirvalda og atvinnulífsins um þessa mikilvægu þætti. Það samstarf þarf að hefjast strax. Höfundar eru Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu og Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun