Við lýsum yfir stuðningi við djarfar aðgerðir Árni Oddur Þórðarson, Birna Einarsdóttir, Margrét Kristmannsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Sæmundur Sæmundsson og Ægir Már Þórisson skrifa 1. nóvember 2021 08:31 Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans og krefjast þess að við drögum fram það besta í samskiptum og hugviti. Ef við ætlum að eiga möguleika á að snúa ógnvænlegri þróun við og byggja sjálfbært hagkerfi til framtíðar, þurfa einkageirinn og opinberi geirinn að leggjast á eitt og við þurfum að bregðast hratt við. Við undirrituð lýsum yfir stuðningi við að stjórnvöld setji sér hið fyrsta djörf markmið til lengri tíma til að ná loftslagsmarkmiðum Parísarssamkomulagsins. Þessum markmiðum þarf að fylgja skýr aðgerðaráætlun, með skýrum millimarkmiðum fyrir árið 2030. Hlýnun hraðari en áætlað var Parísarsamkomulagið miðar við að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C, helst undir 1,5°C miðað við hitastig fyrir iðnvæðingu. Nýleg skýrsla IPCC, sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, sýnir hins vegar að hlýnunin, með öllum sínum afleiðingum á veðurkerfi og vistkerfi jarðar, sé að eiga sér stað hraðar en áætlað var. Útlit er fyrir að hlýnunin verði 1,5°C til 1,6°C á innan við næstu tuttugu árum. Kerfislægar breytingar kalla á kerfislæg viðbrögð Við hvetjum stjórnvöld til virkrar samvinnu og samtals um þær flóknu, kerfislægu, alþjóðlegu og kostnaðarsömu aðgerðir sem loftslagsváin krefur okkur um. Loftslagsváin þekkir ekki landamæri og því er mikilvægt að Ísland marki sér skýra stefnu í þessum málum. Ekki aðeins hafa loftslagsbreytingar áhrif á veðurkerfi okkar, jörð, loft og hafið í kringum Ísland. Heldur kallar loftslagsógnin á stórfelldar breytingar á kerfum, neysluhegðun og lifnaðarháttum jarðarbúa. Það þýðir að þær vörur, hugvit og þekking sem hér skapast þurfa að þróast í takt við það sem kallað er eftir á evrópskum og alþjóðlegum mörkuðum. Lokamarkmiðið er alltaf að skapa komandi kynslóðum sjálfbæra framtíð. Hlutverk einkageirans að finna út úr því Þjóðir heims hafa undirritað Parísarsamkomulagið og það lýsir samfélagssáttmála sem íbúar jarðar hafa gert með sér. Við áttum okkur á því að yfirvöld eru smeyk við að setja sér djörf markmið til langs tíma. Að þau séu hrædd um að það grafi undan samkeppnishæfni, dragi úr hagvexti og fækki störfum. Okkar skilaboð til yfirvalda eru þau að það er ekki síst hlutverk einkageirans að finna út úr því og koma málum þannig fyrir að áskoranir verði að tækifærum. Hagkerfi framtíðarinnar Við erum forstjórar og framkvæmdastjórar í íslensku og alþjóðlegu viðskiptalífi og við áttum okkur á því að stærstur hluti fjárfestinga í umbreytingunni yfir í lágkolefnamarkað og hringrásarhagkerfi kemur frá einkageiranum. Við áttum okkur líka á því að í þessari þróun felast gríðarleg tækifæri. Að einu viðskiptatækifærin framundan eru að finna í grænu, lágkolefna og sjálfbæru hagkerfi. Annað er léleg áhættustjórnun og lélegt viðskiptavit. Gerum rétta valið auðvelt Markmiðið okkar allra ætti að vera að gera réttar ákvarðanir auðveldar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir og vondar ákvarðanir erfiðar og dýrar. Breytingarnar framundan eru óhjákvæmilegar. Þær er að finna í náttúrunni, í breyttri upplýsingagjöf um rekstur fyrirtækja og í laga og regluverki sem innleiðing er hafin á. Með því að taka virkan þátt í þessum hröðu breytingum framundan, sköpum við okkur forskot á samkeppnismarkaði. Við höfum alla burði til hreyfa okkur hratt, sýna fordæmi fyrir önnur lönd á sviðum sem við erum sterk á og halda áfram nýsköpun í átt að grænna hagkerfi. Höfum hraðann á Ákvarðanir um aðgerðir í loftslagsmálum þarf að taka af festu, dirfsku og áræðni. Öllum breytingum fylgir sársauki og álag en í þeim felast líka gríðarleg tækifæri til betri framtíðar, ef rétt er á spöðunum haldið. Við hvetjum til öflugs samstarfs milli yfirvalda og atvinnulífsins um þessa mikilvægu þætti. Það samstarf þarf að hefjast strax. Höfundar eru Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu og Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans og krefjast þess að við drögum fram það besta í samskiptum og hugviti. Ef við ætlum að eiga möguleika á að snúa ógnvænlegri þróun við og byggja sjálfbært hagkerfi til framtíðar, þurfa einkageirinn og opinberi geirinn að leggjast á eitt og við þurfum að bregðast hratt við. Við undirrituð lýsum yfir stuðningi við að stjórnvöld setji sér hið fyrsta djörf markmið til lengri tíma til að ná loftslagsmarkmiðum Parísarssamkomulagsins. Þessum markmiðum þarf að fylgja skýr aðgerðaráætlun, með skýrum millimarkmiðum fyrir árið 2030. Hlýnun hraðari en áætlað var Parísarsamkomulagið miðar við að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C, helst undir 1,5°C miðað við hitastig fyrir iðnvæðingu. Nýleg skýrsla IPCC, sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, sýnir hins vegar að hlýnunin, með öllum sínum afleiðingum á veðurkerfi og vistkerfi jarðar, sé að eiga sér stað hraðar en áætlað var. Útlit er fyrir að hlýnunin verði 1,5°C til 1,6°C á innan við næstu tuttugu árum. Kerfislægar breytingar kalla á kerfislæg viðbrögð Við hvetjum stjórnvöld til virkrar samvinnu og samtals um þær flóknu, kerfislægu, alþjóðlegu og kostnaðarsömu aðgerðir sem loftslagsváin krefur okkur um. Loftslagsváin þekkir ekki landamæri og því er mikilvægt að Ísland marki sér skýra stefnu í þessum málum. Ekki aðeins hafa loftslagsbreytingar áhrif á veðurkerfi okkar, jörð, loft og hafið í kringum Ísland. Heldur kallar loftslagsógnin á stórfelldar breytingar á kerfum, neysluhegðun og lifnaðarháttum jarðarbúa. Það þýðir að þær vörur, hugvit og þekking sem hér skapast þurfa að þróast í takt við það sem kallað er eftir á evrópskum og alþjóðlegum mörkuðum. Lokamarkmiðið er alltaf að skapa komandi kynslóðum sjálfbæra framtíð. Hlutverk einkageirans að finna út úr því Þjóðir heims hafa undirritað Parísarsamkomulagið og það lýsir samfélagssáttmála sem íbúar jarðar hafa gert með sér. Við áttum okkur á því að yfirvöld eru smeyk við að setja sér djörf markmið til langs tíma. Að þau séu hrædd um að það grafi undan samkeppnishæfni, dragi úr hagvexti og fækki störfum. Okkar skilaboð til yfirvalda eru þau að það er ekki síst hlutverk einkageirans að finna út úr því og koma málum þannig fyrir að áskoranir verði að tækifærum. Hagkerfi framtíðarinnar Við erum forstjórar og framkvæmdastjórar í íslensku og alþjóðlegu viðskiptalífi og við áttum okkur á því að stærstur hluti fjárfestinga í umbreytingunni yfir í lágkolefnamarkað og hringrásarhagkerfi kemur frá einkageiranum. Við áttum okkur líka á því að í þessari þróun felast gríðarleg tækifæri. Að einu viðskiptatækifærin framundan eru að finna í grænu, lágkolefna og sjálfbæru hagkerfi. Annað er léleg áhættustjórnun og lélegt viðskiptavit. Gerum rétta valið auðvelt Markmiðið okkar allra ætti að vera að gera réttar ákvarðanir auðveldar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir og vondar ákvarðanir erfiðar og dýrar. Breytingarnar framundan eru óhjákvæmilegar. Þær er að finna í náttúrunni, í breyttri upplýsingagjöf um rekstur fyrirtækja og í laga og regluverki sem innleiðing er hafin á. Með því að taka virkan þátt í þessum hröðu breytingum framundan, sköpum við okkur forskot á samkeppnismarkaði. Við höfum alla burði til hreyfa okkur hratt, sýna fordæmi fyrir önnur lönd á sviðum sem við erum sterk á og halda áfram nýsköpun í átt að grænna hagkerfi. Höfum hraðann á Ákvarðanir um aðgerðir í loftslagsmálum þarf að taka af festu, dirfsku og áræðni. Öllum breytingum fylgir sársauki og álag en í þeim felast líka gríðarleg tækifæri til betri framtíðar, ef rétt er á spöðunum haldið. Við hvetjum til öflugs samstarfs milli yfirvalda og atvinnulífsins um þessa mikilvægu þætti. Það samstarf þarf að hefjast strax. Höfundar eru Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu og Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun