Bandaríkjamenn segja Rússa brjóta alþjóðalög Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2021 19:40 Jim Dehart fer fyrir deild í sem samræmir utanríkisstefnu Bandaríkjanna á öllum sviðum norðurslóðamála. Stöð 2 Bandaríkjamenn mótmæla þeim skilyrðum sem Rússar setja fyrir siglingum skipa norður fyrir Rússland og segja þau brot á alþjóðalögum. Þá hafi þeir áhyggjur af áhuga Kínverja á Norðurslóðum vegna almennrar framgöngu þeirra á alþjóðasviðinu. Bandaríkjamenn voru mjög sýnilegir á Hringborði Norðurslóða fyrr í mánuðinum með öfluga sveit tveggja öldungardeildarþingmanna, háttsettra embættismanna í Hvíta húsinu, utanríkisráðuneytinu og Norðurslóðarannsóknarstofnun Bandaríkjanna. Jim Dehart sem fer fyrir þeirri deild í utanríkisráðuneytinu sem samræmir utanríkisstefnu Bandaríkjanna á öllum sviðum norðurslóðamála segir stjórn Joe Biden forseta leggja mikla áherslu á samstarf við bandalagsþjóðir á öllum sviðum. Það hafi komið fram með þátttöku Antony Blinken utanríksráðherra á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í maí þar sem samstaða ríkja í ráðinu hafi verið staðfest með sameiginlegri yfirlýsingu. „Við sammæltumst um framkvæmdaáætlun til tíu ára til að stýra starfi Norðurskauts-ráðsins til framtíðar. Við settum loftslagsbreytingar í fyrsta forgang og tökum loftslagsvána sem við stöndum frammi fyrir föstum tökum,“ segir Dehart. Þing Hringborðs norðurslóða væri mikilvægur vettvangur ekki hvað síst í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Glasgow á á morgun. Siglingaleið kalli á milliríkjasamstarf Hvergi á jörðinni gætir áhrifa loftslagsbreytinganna eins mikið og á norðurslóðum þar sem hitinn hækkar þrisvar sinnum hraðar en annars staðar. Dehart segir opnun norður siglingaleiðarinnar kalla á samstarf ríkja sem liggi að norðurslóðum. Bandaríkjamenn hafi til að mynda mótmælt skilyrðum sem Rússar hafi sett varðandi siglingarnar. „Þeir vilja setja skilyrði fyrir skip sem sigla norðurleiðina, t.d. um tilkynningarskyldu og skyldu til að nota rússneska ísbrjóta. Þetta brýtur í bága við alþjóðalög og við höfum því mótmælt þessu,“ segir Dehart. Hafa áhyggjur af Kína Á sama tíma hafi Bandaríkjastjórn stutt núverandi formennsku Rússa í Norðurskautsráðinu og vilji vinna með þeim. Hins vegar hafi Kínverjar sem ekki eigi land að norðurslóðum einnig reynt að gera sig gildandi á norðurslóðum. „Við höfum nokkrar áhyggjur af framferði Kínverja víða um heim. Alþjóðalög og strangar reglur gilda um norðurskautssvæðið. Hvert það ríki sem vill láta til sín taka og starfa á norðurslóðum þarf að hlíta þessum lögum og reglum. Við munum halda því til streitu,“ segir Jim Dehart að lokum. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Utanríkismál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Bandaríkjamenn voru mjög sýnilegir á Hringborði Norðurslóða fyrr í mánuðinum með öfluga sveit tveggja öldungardeildarþingmanna, háttsettra embættismanna í Hvíta húsinu, utanríkisráðuneytinu og Norðurslóðarannsóknarstofnun Bandaríkjanna. Jim Dehart sem fer fyrir þeirri deild í utanríkisráðuneytinu sem samræmir utanríkisstefnu Bandaríkjanna á öllum sviðum norðurslóðamála segir stjórn Joe Biden forseta leggja mikla áherslu á samstarf við bandalagsþjóðir á öllum sviðum. Það hafi komið fram með þátttöku Antony Blinken utanríksráðherra á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í maí þar sem samstaða ríkja í ráðinu hafi verið staðfest með sameiginlegri yfirlýsingu. „Við sammæltumst um framkvæmdaáætlun til tíu ára til að stýra starfi Norðurskauts-ráðsins til framtíðar. Við settum loftslagsbreytingar í fyrsta forgang og tökum loftslagsvána sem við stöndum frammi fyrir föstum tökum,“ segir Dehart. Þing Hringborðs norðurslóða væri mikilvægur vettvangur ekki hvað síst í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Glasgow á á morgun. Siglingaleið kalli á milliríkjasamstarf Hvergi á jörðinni gætir áhrifa loftslagsbreytinganna eins mikið og á norðurslóðum þar sem hitinn hækkar þrisvar sinnum hraðar en annars staðar. Dehart segir opnun norður siglingaleiðarinnar kalla á samstarf ríkja sem liggi að norðurslóðum. Bandaríkjamenn hafi til að mynda mótmælt skilyrðum sem Rússar hafi sett varðandi siglingarnar. „Þeir vilja setja skilyrði fyrir skip sem sigla norðurleiðina, t.d. um tilkynningarskyldu og skyldu til að nota rússneska ísbrjóta. Þetta brýtur í bága við alþjóðalög og við höfum því mótmælt þessu,“ segir Dehart. Hafa áhyggjur af Kína Á sama tíma hafi Bandaríkjastjórn stutt núverandi formennsku Rússa í Norðurskautsráðinu og vilji vinna með þeim. Hins vegar hafi Kínverjar sem ekki eigi land að norðurslóðum einnig reynt að gera sig gildandi á norðurslóðum. „Við höfum nokkrar áhyggjur af framferði Kínverja víða um heim. Alþjóðalög og strangar reglur gilda um norðurskautssvæðið. Hvert það ríki sem vill láta til sín taka og starfa á norðurslóðum þarf að hlíta þessum lögum og reglum. Við munum halda því til streitu,“ segir Jim Dehart að lokum.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Utanríkismál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira