Bandaríkjamenn segja Rússa brjóta alþjóðalög Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2021 19:40 Jim Dehart fer fyrir deild í sem samræmir utanríkisstefnu Bandaríkjanna á öllum sviðum norðurslóðamála. Stöð 2 Bandaríkjamenn mótmæla þeim skilyrðum sem Rússar setja fyrir siglingum skipa norður fyrir Rússland og segja þau brot á alþjóðalögum. Þá hafi þeir áhyggjur af áhuga Kínverja á Norðurslóðum vegna almennrar framgöngu þeirra á alþjóðasviðinu. Bandaríkjamenn voru mjög sýnilegir á Hringborði Norðurslóða fyrr í mánuðinum með öfluga sveit tveggja öldungardeildarþingmanna, háttsettra embættismanna í Hvíta húsinu, utanríkisráðuneytinu og Norðurslóðarannsóknarstofnun Bandaríkjanna. Jim Dehart sem fer fyrir þeirri deild í utanríkisráðuneytinu sem samræmir utanríkisstefnu Bandaríkjanna á öllum sviðum norðurslóðamála segir stjórn Joe Biden forseta leggja mikla áherslu á samstarf við bandalagsþjóðir á öllum sviðum. Það hafi komið fram með þátttöku Antony Blinken utanríksráðherra á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í maí þar sem samstaða ríkja í ráðinu hafi verið staðfest með sameiginlegri yfirlýsingu. „Við sammæltumst um framkvæmdaáætlun til tíu ára til að stýra starfi Norðurskauts-ráðsins til framtíðar. Við settum loftslagsbreytingar í fyrsta forgang og tökum loftslagsvána sem við stöndum frammi fyrir föstum tökum,“ segir Dehart. Þing Hringborðs norðurslóða væri mikilvægur vettvangur ekki hvað síst í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Glasgow á á morgun. Siglingaleið kalli á milliríkjasamstarf Hvergi á jörðinni gætir áhrifa loftslagsbreytinganna eins mikið og á norðurslóðum þar sem hitinn hækkar þrisvar sinnum hraðar en annars staðar. Dehart segir opnun norður siglingaleiðarinnar kalla á samstarf ríkja sem liggi að norðurslóðum. Bandaríkjamenn hafi til að mynda mótmælt skilyrðum sem Rússar hafi sett varðandi siglingarnar. „Þeir vilja setja skilyrði fyrir skip sem sigla norðurleiðina, t.d. um tilkynningarskyldu og skyldu til að nota rússneska ísbrjóta. Þetta brýtur í bága við alþjóðalög og við höfum því mótmælt þessu,“ segir Dehart. Hafa áhyggjur af Kína Á sama tíma hafi Bandaríkjastjórn stutt núverandi formennsku Rússa í Norðurskautsráðinu og vilji vinna með þeim. Hins vegar hafi Kínverjar sem ekki eigi land að norðurslóðum einnig reynt að gera sig gildandi á norðurslóðum. „Við höfum nokkrar áhyggjur af framferði Kínverja víða um heim. Alþjóðalög og strangar reglur gilda um norðurskautssvæðið. Hvert það ríki sem vill láta til sín taka og starfa á norðurslóðum þarf að hlíta þessum lögum og reglum. Við munum halda því til streitu,“ segir Jim Dehart að lokum. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Utanríkismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Bandaríkjamenn voru mjög sýnilegir á Hringborði Norðurslóða fyrr í mánuðinum með öfluga sveit tveggja öldungardeildarþingmanna, háttsettra embættismanna í Hvíta húsinu, utanríkisráðuneytinu og Norðurslóðarannsóknarstofnun Bandaríkjanna. Jim Dehart sem fer fyrir þeirri deild í utanríkisráðuneytinu sem samræmir utanríkisstefnu Bandaríkjanna á öllum sviðum norðurslóðamála segir stjórn Joe Biden forseta leggja mikla áherslu á samstarf við bandalagsþjóðir á öllum sviðum. Það hafi komið fram með þátttöku Antony Blinken utanríksráðherra á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í maí þar sem samstaða ríkja í ráðinu hafi verið staðfest með sameiginlegri yfirlýsingu. „Við sammæltumst um framkvæmdaáætlun til tíu ára til að stýra starfi Norðurskauts-ráðsins til framtíðar. Við settum loftslagsbreytingar í fyrsta forgang og tökum loftslagsvána sem við stöndum frammi fyrir föstum tökum,“ segir Dehart. Þing Hringborðs norðurslóða væri mikilvægur vettvangur ekki hvað síst í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Glasgow á á morgun. Siglingaleið kalli á milliríkjasamstarf Hvergi á jörðinni gætir áhrifa loftslagsbreytinganna eins mikið og á norðurslóðum þar sem hitinn hækkar þrisvar sinnum hraðar en annars staðar. Dehart segir opnun norður siglingaleiðarinnar kalla á samstarf ríkja sem liggi að norðurslóðum. Bandaríkjamenn hafi til að mynda mótmælt skilyrðum sem Rússar hafi sett varðandi siglingarnar. „Þeir vilja setja skilyrði fyrir skip sem sigla norðurleiðina, t.d. um tilkynningarskyldu og skyldu til að nota rússneska ísbrjóta. Þetta brýtur í bága við alþjóðalög og við höfum því mótmælt þessu,“ segir Dehart. Hafa áhyggjur af Kína Á sama tíma hafi Bandaríkjastjórn stutt núverandi formennsku Rússa í Norðurskautsráðinu og vilji vinna með þeim. Hins vegar hafi Kínverjar sem ekki eigi land að norðurslóðum einnig reynt að gera sig gildandi á norðurslóðum. „Við höfum nokkrar áhyggjur af framferði Kínverja víða um heim. Alþjóðalög og strangar reglur gilda um norðurskautssvæðið. Hvert það ríki sem vill láta til sín taka og starfa á norðurslóðum þarf að hlíta þessum lögum og reglum. Við munum halda því til streitu,“ segir Jim Dehart að lokum.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Utanríkismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira