Birkir Blær kominn í níu manna úrslit Árni Sæberg skrifar 29. október 2021 23:04 Birkir Blær er að gera það gott í Svíþjóð um þessar mundir. Idol Hinn 21 árs gamli akureyringur, Birkir Blær Óðinsson, komst í kvöld áfram í níu manna úrslit í sænska Idolinu. Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig og eftir hvatningu stjúpsystur sinnar sótti hann um að taka þátt í sænsku útgáfu söngkeppninnar Idol. Sú ákvörðun hefur vægast sagt borgað sig. Áður bjó Birkir á Akureyri þar sem hann hafði getið sér gott orð sem tónlistarmaður. Árið 2018 tók hann þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri og stóð hann uppi sem sigurvegari. Fyrirkomulag þáttanna er ólíkt því sem við þekkjum. Í hverjum þætti flytja keppendur lag og svo hafa áhorfendur heila viku til þess að kjósa og eru niðurstöður kynntar í næsta þætti. Í síðustu viku söng Birkir Blær lagið Yellow með Coldplay og flutningur hans hefur greinilega fallið í kramið hjá Svíanum. Nú hefur sænskur almenningur heila viku til að ákveða hvort flutningur Birkis Blæs á laginu Leave The Door Open með Silk Sonic í kvöld dugi honum til að komast áfram. Lögin sem flutt voru í kvöld voru valin fyrir keppendur af dómurum þáttanna. Þema næstu viku er tónlist hljómsveitarinnar Abba. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvort sænskir keppendur njóti forskots á Birki Blæ í næstu keppni. Philip Ström var sá sem datt út úr keppninni að þessu sinni en hin níu sem eftir lifa má sjá hér að neðan ásamt þeim lögum sem þau fluttu í kvöld. Erik Elias Ekström – You’re Beautiful með James Blunt Lana Sulhav – Ain’t No Sunshine með Bill Withers Birkir Blær – Leave The Door Open með Silk Sonic Amena Alsameai – Ocean Eyes með Billie Eilish Fredrik Lundman – I Want It That Way með Backstreet Boys Jacqline Mossberg Mounkassa – Stay með Rihanna & Mikky Ekko Daut Ajvaz – U Got It Bad með Usher Annika Wickihalder – Take Me To Church með Hozier Sunny Taylor – Skate með Bruno Mars Svíþjóð Tónlist Íslendingar erlendis Hæfileikaþættir Birkir Blær í sænska Idol Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira
Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig og eftir hvatningu stjúpsystur sinnar sótti hann um að taka þátt í sænsku útgáfu söngkeppninnar Idol. Sú ákvörðun hefur vægast sagt borgað sig. Áður bjó Birkir á Akureyri þar sem hann hafði getið sér gott orð sem tónlistarmaður. Árið 2018 tók hann þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri og stóð hann uppi sem sigurvegari. Fyrirkomulag þáttanna er ólíkt því sem við þekkjum. Í hverjum þætti flytja keppendur lag og svo hafa áhorfendur heila viku til þess að kjósa og eru niðurstöður kynntar í næsta þætti. Í síðustu viku söng Birkir Blær lagið Yellow með Coldplay og flutningur hans hefur greinilega fallið í kramið hjá Svíanum. Nú hefur sænskur almenningur heila viku til að ákveða hvort flutningur Birkis Blæs á laginu Leave The Door Open með Silk Sonic í kvöld dugi honum til að komast áfram. Lögin sem flutt voru í kvöld voru valin fyrir keppendur af dómurum þáttanna. Þema næstu viku er tónlist hljómsveitarinnar Abba. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvort sænskir keppendur njóti forskots á Birki Blæ í næstu keppni. Philip Ström var sá sem datt út úr keppninni að þessu sinni en hin níu sem eftir lifa má sjá hér að neðan ásamt þeim lögum sem þau fluttu í kvöld. Erik Elias Ekström – You’re Beautiful með James Blunt Lana Sulhav – Ain’t No Sunshine með Bill Withers Birkir Blær – Leave The Door Open með Silk Sonic Amena Alsameai – Ocean Eyes með Billie Eilish Fredrik Lundman – I Want It That Way með Backstreet Boys Jacqline Mossberg Mounkassa – Stay með Rihanna & Mikky Ekko Daut Ajvaz – U Got It Bad með Usher Annika Wickihalder – Take Me To Church með Hozier Sunny Taylor – Skate með Bruno Mars
Svíþjóð Tónlist Íslendingar erlendis Hæfileikaþættir Birkir Blær í sænska Idol Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira