Stærsta boxmót ársins haldið í Kaplakrika á morgun: „Ég er að flytja inn boxþjálfarann hans Connor McGregor“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2021 20:01 Davíð Rúnar Bjarnason stendur fyrir mótinu. Mynd/Skjáskot Bestu hnefaleikakappar landsins munu berjast á stærsta boxmóti ársins sem haldið er í Kaplakrika á morgun. Davíð Rúnar Bjarnason, yfirþjálfari Hnefaleikafélags Reykjavíkur, stendur fyrir mótinu og segir hann mikið lagt í kvöldið. „Við ætlum bara að koma af stað svona alvöru „box-show“ menningu,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Einu sinni á ári verður haldið svona Icebox eins og það heitir, Klakaboxið, og gefur öllum í íþróttinni tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ekki bara fullorðna fólkið heldur unga kynslóðin líka.“ „Allir fá að labba inn með svona töffaralag og stemningu. Það eru verðlaun fyrir alla, VIP sæti og stúkusæti og það verður svona alvöru rokk. Það er kominn tími á þetta.“ Davíð ætlar sér að fara alla leið með hugmyndina, og er meðal annars búinn að sannfæra boxþjálfara eins þekktasta bardagamanns heims um að mæta. „Ég er að flytja inn boxþjálfarann hans Connor McGregor, Phil Sutcliffe, og hann er að koma með tvo Íra með sér. Aðalbardaginn á morgun verður Ísland-Írland. Það er bara þjóðsöngurinn og stemning.“ En hverjir eru það sem munu berjast þar? „Hann heitir Michael McCrain sem keppir á móti Steinari Thors í aðalbardaganum og svo er það Craig Kavanagh á móti Emin Kadri, báðir íslenskir landsliðsmenn. Og það eru nokkrir íslenskir landsliðsmenn að keppa á morgun.“ Lét útbúa alvöru verðlaunagrip Davíð lét útbúa belti eins og alvöru hnefaleikameistara sæmir.Mynd/skjáskot „Ég er ekkert að grínast hérna. Ég ákvað að taka þetta bara alla leið og hnefaleikamaður eða -kona kvöldsins hlýtur þetta belti. Fyrsta Icebox Champion beltið, eða klakabox meistarinn, og fær þetta belti til eignar. Ásamt alveg massívum verðlaunapakka frá samstarfsaðilum og styrktaraðilum mótsins.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Rúnar - Klakabox Box Hafnarfjörður FH Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
„Við ætlum bara að koma af stað svona alvöru „box-show“ menningu,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Einu sinni á ári verður haldið svona Icebox eins og það heitir, Klakaboxið, og gefur öllum í íþróttinni tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ekki bara fullorðna fólkið heldur unga kynslóðin líka.“ „Allir fá að labba inn með svona töffaralag og stemningu. Það eru verðlaun fyrir alla, VIP sæti og stúkusæti og það verður svona alvöru rokk. Það er kominn tími á þetta.“ Davíð ætlar sér að fara alla leið með hugmyndina, og er meðal annars búinn að sannfæra boxþjálfara eins þekktasta bardagamanns heims um að mæta. „Ég er að flytja inn boxþjálfarann hans Connor McGregor, Phil Sutcliffe, og hann er að koma með tvo Íra með sér. Aðalbardaginn á morgun verður Ísland-Írland. Það er bara þjóðsöngurinn og stemning.“ En hverjir eru það sem munu berjast þar? „Hann heitir Michael McCrain sem keppir á móti Steinari Thors í aðalbardaganum og svo er það Craig Kavanagh á móti Emin Kadri, báðir íslenskir landsliðsmenn. Og það eru nokkrir íslenskir landsliðsmenn að keppa á morgun.“ Lét útbúa alvöru verðlaunagrip Davíð lét útbúa belti eins og alvöru hnefaleikameistara sæmir.Mynd/skjáskot „Ég er ekkert að grínast hérna. Ég ákvað að taka þetta bara alla leið og hnefaleikamaður eða -kona kvöldsins hlýtur þetta belti. Fyrsta Icebox Champion beltið, eða klakabox meistarinn, og fær þetta belti til eignar. Ásamt alveg massívum verðlaunapakka frá samstarfsaðilum og styrktaraðilum mótsins.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Rúnar - Klakabox
Box Hafnarfjörður FH Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira