Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2021 11:05 Flugvélin var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. Allir 298 sem voru um borð fórust. EPA/SEM VAN DER WAL Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. Á undanförnum mánuðum segjast lögmennirnir hafa verið eltir og þeir hafi séð grunsamlegar mannaferðir við heimili þeirra. Í heildina hafa fjögur tilvik verið tilkynnt til lögreglu. Fréttastofa hollenska miðilsins RTL hefur eftir heimildarmönnum sínum innan öryggisstofnanna Hollands að talið sé að mennirnir séu rússneskir útsendarar. Lögmönnunum hefur verið boðin öryggisgæsla en tekið er fram í greininni að ekki sé búist við því að þeir verði beittir ofbeldi. Farþegaþota Flugfélags Malasíu sem verið var að fljúga frá Hollandi til Malasíu var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 298 manns létust en rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínskum aðskilnaðarsinnum studdum af Rússlandi. Þeir hafi notast við BUK-loftvarnakerfi sem þeir hafi fengið frá Rússlandi. Réttarhöld gegn mönnum sem hafa verið sakaðir um að bera ábyrgð á ódæðinu standa nú yfir í Hollandi. Þrír þeirra eru rússneskri og einn úkraínskur. Þeir eru ekki viðstaddir réttarhöldin en yfirvöld í Rússlandi hafa neitað að handtaka þá og framselja til Hollands. Talsmaður Öryggisstofnunar Hollands staðfesti við Reuters að stofnunin væri meðvituð um ógnanir en vildi ekki tjá sig nánar við fréttveituna. Lögmennirnir neituðu sömuleiðis að tjá sig. MH17 Holland Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23 MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00 Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum segjast lögmennirnir hafa verið eltir og þeir hafi séð grunsamlegar mannaferðir við heimili þeirra. Í heildina hafa fjögur tilvik verið tilkynnt til lögreglu. Fréttastofa hollenska miðilsins RTL hefur eftir heimildarmönnum sínum innan öryggisstofnanna Hollands að talið sé að mennirnir séu rússneskir útsendarar. Lögmönnunum hefur verið boðin öryggisgæsla en tekið er fram í greininni að ekki sé búist við því að þeir verði beittir ofbeldi. Farþegaþota Flugfélags Malasíu sem verið var að fljúga frá Hollandi til Malasíu var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 298 manns létust en rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínskum aðskilnaðarsinnum studdum af Rússlandi. Þeir hafi notast við BUK-loftvarnakerfi sem þeir hafi fengið frá Rússlandi. Réttarhöld gegn mönnum sem hafa verið sakaðir um að bera ábyrgð á ódæðinu standa nú yfir í Hollandi. Þrír þeirra eru rússneskri og einn úkraínskur. Þeir eru ekki viðstaddir réttarhöldin en yfirvöld í Rússlandi hafa neitað að handtaka þá og framselja til Hollands. Talsmaður Öryggisstofnunar Hollands staðfesti við Reuters að stofnunin væri meðvituð um ógnanir en vildi ekki tjá sig nánar við fréttveituna. Lögmennirnir neituðu sömuleiðis að tjá sig.
MH17 Holland Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23 MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00 Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09
Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57
Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23
MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00
Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15
Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30