Á vef Landspítalanum segir að allir þeir þrettán sem nú eru inniliggjandi séu fullorðnir og að meðalaldur þeirra sé 52 ár. Tveir eru óbólusettir.
Einn þeirra þrettán sem eru inniliggjandi er á gjörgæslu og er tekið fram að hann sé ekki í öndunarvél.
Alls eru 798 sjúklingar, og þar af 199 börn, í COVID göngudeild spítalans. Nýskráðir þar í gær voru 58 fullorðnir og 22 börn.
Frá upphafi fjórðu bylgju, þar sem miðað er við upphafsdag 30. júní 2021, hafa verið 138 verið lagðir inn vegna Covid-19 á Landspítala.