Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2021 10:44 Meðlimir glæpagengja Haítí eru bæði fleiri og betur vopnaðir en lögreglan. AP/Rodrigo Abd Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. Mikill eldsneytisskortur hefur leikið íbúa landsins grátt undanfarna daga en meðlimir glæpagengja sitja um hafnir þar sem eldsneytisbirgðir landsins eru og leyfa ekki flutning þeirra. Leiðtogar þessara glæpagengja krefjast þess að Ariel Henry, forsætisráðherra, segi af sér. Samkvæmt frétt Reuters hefur glæpamaðurinn Jimmy Cherizier, sem leiðir G9 sem er eitt stærsta gengi landsins, sagt að vegir verði ekki opnaðir á ný fyrr en Herny hafi sagt af sér. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí eftir að Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu fyrr á árinu. Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Sjá einnig: Saksóknari bað um að forsætisráðherra Haítí yrði ákærður og var fljótt rekinn AP fréttaveitan segir að í áratugi hafi leiðtogar Haítí verið studdir af glæpagengjum og öfugt. Eftir dauða Moise sé hið opinbera varla lengur til staðar og nú fái gengin ekki lengur peninga frá stjórnmálamönnum, eins og hefur gerst um árabil. Engin bönd á glæpamönnum Nú halda þeim engin bönd en glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Til marks um þessa aukna glæpaöldu hefur mannránum í Haítí fjölgað gífurlega. Blaðamaður AP fylgdi eftir Jimmy Cherizier, sem gengur undir nafninu Barbecue, fyrr í þessum mánuði. Hann er fyrrverandi lögregluþjónn sem leiðir gengið G9, eins og áður hefur komið fram, og stjórnar stórum hluta Port-au-Prince, höfuðborgar landsins. Mest allar matar- og eldsneytissendingar flæða í gegnum yfirráðasvæði Barbecue og hann getur í raun stöðvað það flæði að vild. Glæpamenn opna sendingar vopna sem eru framleidd í Bandaríkjunum.AP/Rodrigo Abd Fyrir framan blaðamenn tók Barbecue tvo riffla sem framleiddir voru í Bandaríkjunum upp úr kassa og gekk svo um yfirráðasvæði sitt með blaðamennina í eftirdragi. Barbecue sagðist tala fyrir fátæka íbúa Haítí og vera óvinur elítunnar sem stjórnaði landinu. Talaði hann frjálslega um mögulega borgarastyrjöld og lýsti sér sem uppreisnarmanni. Í grein AP segir þó að hann hafi gengið þungvopnaður inn á heimili fólks, án leyfis og án þess að kasta á þau kveðju, og tala um slæm lífsskilyrði þeirra. Á meðan hann hélt ræður sínar stóðu íbúar hússins álútir og horfðu til jarðar. Er þeim lýst sem aukaleikurum í leikriti sem flutt sé án aðkomu þeirra. Á einum tímapunkti fékk Barbecue seðlabúnt frá táningi sem var lífvörður hans, sem leiðtoginn rétti svo konu sem átti heima í húsinu. Jimmy Cherizier, eða Barbecue,AP/Rodrigo Abd Sakaður um hræðileg fjöldamorð Sameinuðu þjóðirnar og aðrar stofnanir hafa sakað Barbecue um aðkomu að þremur fjöldamorðum frá 2018 til 2020. Minnst tvö hundruð manns hafi dáið, konum hafi verið nauðgað og heilu íbúðahverfi brennd í ódæðunum þremur og öll eru sögð hafa verið kostuð af meðlimur úr ríkisstjórn Moise. Haítí Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Mikill eldsneytisskortur hefur leikið íbúa landsins grátt undanfarna daga en meðlimir glæpagengja sitja um hafnir þar sem eldsneytisbirgðir landsins eru og leyfa ekki flutning þeirra. Leiðtogar þessara glæpagengja krefjast þess að Ariel Henry, forsætisráðherra, segi af sér. Samkvæmt frétt Reuters hefur glæpamaðurinn Jimmy Cherizier, sem leiðir G9 sem er eitt stærsta gengi landsins, sagt að vegir verði ekki opnaðir á ný fyrr en Herny hafi sagt af sér. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí eftir að Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu fyrr á árinu. Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Sjá einnig: Saksóknari bað um að forsætisráðherra Haítí yrði ákærður og var fljótt rekinn AP fréttaveitan segir að í áratugi hafi leiðtogar Haítí verið studdir af glæpagengjum og öfugt. Eftir dauða Moise sé hið opinbera varla lengur til staðar og nú fái gengin ekki lengur peninga frá stjórnmálamönnum, eins og hefur gerst um árabil. Engin bönd á glæpamönnum Nú halda þeim engin bönd en glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Til marks um þessa aukna glæpaöldu hefur mannránum í Haítí fjölgað gífurlega. Blaðamaður AP fylgdi eftir Jimmy Cherizier, sem gengur undir nafninu Barbecue, fyrr í þessum mánuði. Hann er fyrrverandi lögregluþjónn sem leiðir gengið G9, eins og áður hefur komið fram, og stjórnar stórum hluta Port-au-Prince, höfuðborgar landsins. Mest allar matar- og eldsneytissendingar flæða í gegnum yfirráðasvæði Barbecue og hann getur í raun stöðvað það flæði að vild. Glæpamenn opna sendingar vopna sem eru framleidd í Bandaríkjunum.AP/Rodrigo Abd Fyrir framan blaðamenn tók Barbecue tvo riffla sem framleiddir voru í Bandaríkjunum upp úr kassa og gekk svo um yfirráðasvæði sitt með blaðamennina í eftirdragi. Barbecue sagðist tala fyrir fátæka íbúa Haítí og vera óvinur elítunnar sem stjórnaði landinu. Talaði hann frjálslega um mögulega borgarastyrjöld og lýsti sér sem uppreisnarmanni. Í grein AP segir þó að hann hafi gengið þungvopnaður inn á heimili fólks, án leyfis og án þess að kasta á þau kveðju, og tala um slæm lífsskilyrði þeirra. Á meðan hann hélt ræður sínar stóðu íbúar hússins álútir og horfðu til jarðar. Er þeim lýst sem aukaleikurum í leikriti sem flutt sé án aðkomu þeirra. Á einum tímapunkti fékk Barbecue seðlabúnt frá táningi sem var lífvörður hans, sem leiðtoginn rétti svo konu sem átti heima í húsinu. Jimmy Cherizier, eða Barbecue,AP/Rodrigo Abd Sakaður um hræðileg fjöldamorð Sameinuðu þjóðirnar og aðrar stofnanir hafa sakað Barbecue um aðkomu að þremur fjöldamorðum frá 2018 til 2020. Minnst tvö hundruð manns hafi dáið, konum hafi verið nauðgað og heilu íbúðahverfi brennd í ódæðunum þremur og öll eru sögð hafa verið kostuð af meðlimur úr ríkisstjórn Moise.
Haítí Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira