Rekstrarafgangur aldrei verið meiri á einum fjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 26. október 2021 20:39 Höfuðstöðvar Símans og Mílu er að finna í Ármúla 25 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Síminn hagnaðist um 1.057 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1.014 milljónir á sama tímabili árið 2020. Um er að ræða 4,2% aukningu milli ára en tekjur drógust saman og námu 6.381 milljónum króna samanborið við 6.420 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2020. Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 2.974 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs og fer úr úr 2.805 milljónum. Nemur hækkunin því um 169 milljónum eða 6,0% frá fyrra ári. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að þriðji ársfjórðungur hafi verið ábatasamur í rekstri Símans og Mílu og rekstrarafgangur aldrei verið meiri á einum fjórðungi. Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta var 2.968 milljónir króna á tímabilinu en 2.213 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2020. Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 45,0% í lok þriðja ársfjórðungs og eigið fé 31,3 milljarðar króna. Faraldurinn hefur enn áhrif á fjárhag Símans Síminn hefur komist að samkomulagi um sölu á dótturfyrirtækinu Mílu til alþjóðlega sjóðsstýringafyrirtækisins Ardian. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greidda um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs sem Síminn veitir Ardian til þriggja ára. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar en salan er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Orri segir að tekjur vegna gagnaflutnings og sjónvarpsþjónustu standi í stað milli ára, og hægagangur við framleiðslu sjónvarpsefnis á heimsvísu haldi meðal annars aftur af tekjuvexti. „Vörusala minnkar, enda hafa Íslendingar aftur fengið færi á að kaupa vörur í heimsóknum sínum erlendis. Farsímatekjur eru í vexti á ný, sem er gleðiefni,“ er haft eftir Orra í tilkynningu til Kauphallar. Fjarskipti Salan á Mílu Kauphöllin Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 2.974 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs og fer úr úr 2.805 milljónum. Nemur hækkunin því um 169 milljónum eða 6,0% frá fyrra ári. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að þriðji ársfjórðungur hafi verið ábatasamur í rekstri Símans og Mílu og rekstrarafgangur aldrei verið meiri á einum fjórðungi. Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta var 2.968 milljónir króna á tímabilinu en 2.213 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2020. Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 45,0% í lok þriðja ársfjórðungs og eigið fé 31,3 milljarðar króna. Faraldurinn hefur enn áhrif á fjárhag Símans Síminn hefur komist að samkomulagi um sölu á dótturfyrirtækinu Mílu til alþjóðlega sjóðsstýringafyrirtækisins Ardian. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greidda um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs sem Síminn veitir Ardian til þriggja ára. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar en salan er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Orri segir að tekjur vegna gagnaflutnings og sjónvarpsþjónustu standi í stað milli ára, og hægagangur við framleiðslu sjónvarpsefnis á heimsvísu haldi meðal annars aftur af tekjuvexti. „Vörusala minnkar, enda hafa Íslendingar aftur fengið færi á að kaupa vörur í heimsóknum sínum erlendis. Farsímatekjur eru í vexti á ný, sem er gleðiefni,“ er haft eftir Orra í tilkynningu til Kauphallar.
Fjarskipti Salan á Mílu Kauphöllin Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira