Leitar réttar síns eftir að NS tók stöðu gegn Hróa hetti Eiður Þór Árnason skrifar 26. október 2021 19:50 Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparibíls og annar eigandi bílasölunnar. Samsett Forsvarsmaður Sparibíls fordæmir niðurstöðu Neytendastofu (NS) í máli bílasölunnar og sakar stofnunina um að ganga erinda samkeppnisaðilans. Stjórnendur hyggjast leita réttar síns og kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála. Vísir greindi frá því í dag að Neytendastofa hafi komist að þeirri niðurstöðu að rangar og villandi fullyrðingar hafi komið fram í bílaauglýsingum Sparibíls. Varðaði málið fullyrðinguna „Sömu bílar bara miklu ódýrari“ og að verð Mitsubishi Outlander PHEV jepplings væri 800 þúsund krónum undir listaverði. Taldi stofnunin að þó auglýstur bíll gæti talist staðgönguvara bíls sömu tegundar frá umboðsaðilanum Heklu væri samanburðurinn villandi þar sem ekki hafi verið lögð fram gögn sem sýndu með óyggjandi hætti að auglýstur bíll Sparibíls væri búinn sömu aukahlutum eða aukabúnaði og samanburðarbíll. Neytendastofa vinni gegn hag neytenda Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparibíls og annar eigandi bílasölunnar, er ósáttur við að úrskurðurinn hafi verið birtur opinberlega áður en áfrýjunarfresti lauk. „Ég er alls ekki sammála þessum úrskurði og í mínum huga er þetta bara bull, stundum kallað tittlingaskítur. Þeir taka þarna málstað gömlu einokunarfyrirtækjanna gegn Hróa Hetti á markaðinum sem býður betra verð. Neytendastofa vinnur því gegn hag neytenda með því að reyna að bregða fæti fyrir okkur,“ segir Viktor í yfirlýsingu. Málið varðaði jeppling að gerðinni Mitsubishi Outlander PHEV.Getty/Stefano Guidi Viktor segir túlkun Neytendastofu byggja á orðhengilshætti sem snúi að því að tveir bílar úr sömu verksmiðju, annar seldur hjá Heklu og hinn hjá Sparibíl, séu ekki sömu bílar. Þegar hann hafi verið beðinn um að sanna að um væri að ræða eins bíla hafi hann svarað því að leiðsögubúnaðurinn hafi virkað í bílnum hjá Sparibíl en ekki í bíl Heklu. Um væri að ræða aukabúnað sem gæti vel kostað um 200 þúsund krónur. Töldu auglýsta fimm ára ábyrgð vera villandi Neytendastofa taldi að ótvírætt orðalag um fimm ára ábyrgð í auglýsingum Sparibíls væri villandi og að það skipti máli yfir neytendur að skilyrði ábyrgðarinnar komi fram í auglýsingunum. Viktor segir þetta ógjörning. „Ábyrgðarskilmálarnir eru 7 þétt skrifaðar A4 blaðsíður og engin leið að koma þeim inn í svona auglýsingu. Það tók mig ekki nema 10 mínútur að prenta út auglýsingar frá nánast öllum umboðunum með samskonar merki þar sem ábyrgð er sögð vera 5 ár eða 7 ár einnig frá Heklu. Ekkert af umboðunum var með ábyrgðarskilmálana í auglýsingunni. Hvernig er það á móti hag neytandans eða slæmir viðskiptahættir að láta neytandann vita að bíllinn sem hann er að kaupa er í 5 ára ábyrgð?“ spyr Viktor í yfirlýsingu sinni. Viktor segir að að það sé með ólíkindum að Neytendastofa „fari í þessa vegferð“ og kalli þetta slæma viðskiptahætti. „Það er hinsvegar skiljanlegt að Hekla reyni að losna við samkeppnina þar sem við seldum um 120 Mitsubishi Outlander bíla á einu ári til ánægðra viðskiptavina fyrir miklu lægra verð en þeir hefðu þurft að borga hjá Heklu. Það er hinsvegar óhæft að Neytendastofa láti plata sig í að hjálpa til við það þvert á hag neytenda,“ segir Viktor, framkvæmdastjóri Sparibíls. Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Tengdar fréttir Villandi framsetning Sparibíls að tala um „sömu bíla, bara miklu ódýrari“ Rangar fullyrðingar koma fram í auglýsingum Bonum, sem rekur Sparibíl í Hátúni í Reykjavík, um þá bíla sem félagið selji og eru þær taldar villandi. 26. október 2021 07:01 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Vísir greindi frá því í dag að Neytendastofa hafi komist að þeirri niðurstöðu að rangar og villandi fullyrðingar hafi komið fram í bílaauglýsingum Sparibíls. Varðaði málið fullyrðinguna „Sömu bílar bara miklu ódýrari“ og að verð Mitsubishi Outlander PHEV jepplings væri 800 þúsund krónum undir listaverði. Taldi stofnunin að þó auglýstur bíll gæti talist staðgönguvara bíls sömu tegundar frá umboðsaðilanum Heklu væri samanburðurinn villandi þar sem ekki hafi verið lögð fram gögn sem sýndu með óyggjandi hætti að auglýstur bíll Sparibíls væri búinn sömu aukahlutum eða aukabúnaði og samanburðarbíll. Neytendastofa vinni gegn hag neytenda Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparibíls og annar eigandi bílasölunnar, er ósáttur við að úrskurðurinn hafi verið birtur opinberlega áður en áfrýjunarfresti lauk. „Ég er alls ekki sammála þessum úrskurði og í mínum huga er þetta bara bull, stundum kallað tittlingaskítur. Þeir taka þarna málstað gömlu einokunarfyrirtækjanna gegn Hróa Hetti á markaðinum sem býður betra verð. Neytendastofa vinnur því gegn hag neytenda með því að reyna að bregða fæti fyrir okkur,“ segir Viktor í yfirlýsingu. Málið varðaði jeppling að gerðinni Mitsubishi Outlander PHEV.Getty/Stefano Guidi Viktor segir túlkun Neytendastofu byggja á orðhengilshætti sem snúi að því að tveir bílar úr sömu verksmiðju, annar seldur hjá Heklu og hinn hjá Sparibíl, séu ekki sömu bílar. Þegar hann hafi verið beðinn um að sanna að um væri að ræða eins bíla hafi hann svarað því að leiðsögubúnaðurinn hafi virkað í bílnum hjá Sparibíl en ekki í bíl Heklu. Um væri að ræða aukabúnað sem gæti vel kostað um 200 þúsund krónur. Töldu auglýsta fimm ára ábyrgð vera villandi Neytendastofa taldi að ótvírætt orðalag um fimm ára ábyrgð í auglýsingum Sparibíls væri villandi og að það skipti máli yfir neytendur að skilyrði ábyrgðarinnar komi fram í auglýsingunum. Viktor segir þetta ógjörning. „Ábyrgðarskilmálarnir eru 7 þétt skrifaðar A4 blaðsíður og engin leið að koma þeim inn í svona auglýsingu. Það tók mig ekki nema 10 mínútur að prenta út auglýsingar frá nánast öllum umboðunum með samskonar merki þar sem ábyrgð er sögð vera 5 ár eða 7 ár einnig frá Heklu. Ekkert af umboðunum var með ábyrgðarskilmálana í auglýsingunni. Hvernig er það á móti hag neytandans eða slæmir viðskiptahættir að láta neytandann vita að bíllinn sem hann er að kaupa er í 5 ára ábyrgð?“ spyr Viktor í yfirlýsingu sinni. Viktor segir að að það sé með ólíkindum að Neytendastofa „fari í þessa vegferð“ og kalli þetta slæma viðskiptahætti. „Það er hinsvegar skiljanlegt að Hekla reyni að losna við samkeppnina þar sem við seldum um 120 Mitsubishi Outlander bíla á einu ári til ánægðra viðskiptavina fyrir miklu lægra verð en þeir hefðu þurft að borga hjá Heklu. Það er hinsvegar óhæft að Neytendastofa láti plata sig í að hjálpa til við það þvert á hag neytenda,“ segir Viktor, framkvæmdastjóri Sparibíls.
Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Tengdar fréttir Villandi framsetning Sparibíls að tala um „sömu bíla, bara miklu ódýrari“ Rangar fullyrðingar koma fram í auglýsingum Bonum, sem rekur Sparibíl í Hátúni í Reykjavík, um þá bíla sem félagið selji og eru þær taldar villandi. 26. október 2021 07:01 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Villandi framsetning Sparibíls að tala um „sömu bíla, bara miklu ódýrari“ Rangar fullyrðingar koma fram í auglýsingum Bonum, sem rekur Sparibíl í Hátúni í Reykjavík, um þá bíla sem félagið selji og eru þær taldar villandi. 26. október 2021 07:01