Vill vekja athygli á fylgikvillum brjóstastækkunar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 21:44 Brynja segist anda léttar nú þegar púðarnir eru á bak og burt. Vísir/Sigurjón Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, lét á dögunum fjarlægja úr sér brjóstapúða sem hún fékk sér fyrir meira en áratug síðan. Hún vill vekja athygli á þeim fylgikvillum sem fylgt geta brjóstastækkun. Brynja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún greindi frá því á Instagram í gær að nánast allar götur frá því hún fékk sér púða í brjóstin fyrir ellefu árum hafi hún upplifað ýmsa leiðingjarna kvilla í tengslum við aðgerðina, svo sem þreytu, verki, ofnæmi og erfiðleika við andardrátt. Þá segist hún hafa farið í aðgerðina til að geðjast öðrum en sjálfri sér. „Ég ætlaði einhvern veginn ekki að tala um þetta. Mig er búið að langa að gera þetta eiginlega frá því ég fékk mér [púðana]. Það er bara þannig, ég hef ekki þolað þá síðan,“ sagði Brynja í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist hafa kviðið því að láta fjarlægja púðana, en það hafi reynst mun minna mál en hún hafði haldið. Vildi passa inn í mót Brynja segist hafa fengið sér púðana á röngum forsendum á sínum tíma. „Ég held bara að við könnumst allar við þessa tilfinningu, annað hvort að vera bara óánægðar með sjálfar okkur á einhverju tímabili í lífinu, ég var nýbúin að ganga með barn og það var stutt síðan hann hætti á brjósti. Líkaminn minn var bara enn þá að mótast,“ segir Brynja, sem var 25 ára þegar hún fór í aðgerðina. Hún segist hafa farið í aðgerðina án nokkurra upplýsinga og segist hafa viljað passa inn í einhvers konar mót. „Þetta er umræða sem ég hef átt mikið við strákinn minn, sem er unglingur. Raunveruleikinn er ekki það sem við sjáum í myndum, eða þess vegna klámmyndum, sem unglingar eru mikið að horfa á. Þetta er ekki raunin, eða það sem gengur og gerist. Mér finnst ótrúlega gott í dag að vera bara búin að vinna í sjálfri mér og geta elskað mig eins og ég er,“ segir Brynja. Hún bætir því við að ef fólk vilji fá sér brjóstapúða sé ekkert athugavert við það. Hver verði að ákveða fyrir sjálfan sig. Andaði samstundis léttar Brynja segir þó að hún hefði verið til í að hafa aflað sér meiri upplýsinga um hvað getur fylgt brjóstastækkun. „Bara hvað getur gerst. Hvað er breast implant illness? Auðvitað er þetta aðskotahlutur í líkamanum og einhverjir líkamar eru alltaf að reyna að hafna honum, hvort sem hann er farinn að leka eða ekki.“ Brynja segir að um leið og hún hafi vaknað eftir aðgerðina þar sem púðarnir voru teknir úr henni hafi hún getað andað léttar, og bendir á að öll þessi ár hafi hún verið með 650 grömm aukalega framan á brjóstkassanum. „Um leið og ég vaknaði fann ég að það var auðveldara að anda. Þetta eru þyngsli, það er erfiðara að hreyfa sig oft og þetta hefur alltaf tekið í vöðvann þegar ég hef tekið armbeygjur og svoleiðis. Mér hefur aldrei fundist það þægilegt,“ segir Brynja og lýsir fleiri einkennum á borð við ofnæmi og síþreytu sem fylgdu brjóstastækkuninni. Viðtalið við Brynju má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Brynja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún greindi frá því á Instagram í gær að nánast allar götur frá því hún fékk sér púða í brjóstin fyrir ellefu árum hafi hún upplifað ýmsa leiðingjarna kvilla í tengslum við aðgerðina, svo sem þreytu, verki, ofnæmi og erfiðleika við andardrátt. Þá segist hún hafa farið í aðgerðina til að geðjast öðrum en sjálfri sér. „Ég ætlaði einhvern veginn ekki að tala um þetta. Mig er búið að langa að gera þetta eiginlega frá því ég fékk mér [púðana]. Það er bara þannig, ég hef ekki þolað þá síðan,“ sagði Brynja í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist hafa kviðið því að láta fjarlægja púðana, en það hafi reynst mun minna mál en hún hafði haldið. Vildi passa inn í mót Brynja segist hafa fengið sér púðana á röngum forsendum á sínum tíma. „Ég held bara að við könnumst allar við þessa tilfinningu, annað hvort að vera bara óánægðar með sjálfar okkur á einhverju tímabili í lífinu, ég var nýbúin að ganga með barn og það var stutt síðan hann hætti á brjósti. Líkaminn minn var bara enn þá að mótast,“ segir Brynja, sem var 25 ára þegar hún fór í aðgerðina. Hún segist hafa farið í aðgerðina án nokkurra upplýsinga og segist hafa viljað passa inn í einhvers konar mót. „Þetta er umræða sem ég hef átt mikið við strákinn minn, sem er unglingur. Raunveruleikinn er ekki það sem við sjáum í myndum, eða þess vegna klámmyndum, sem unglingar eru mikið að horfa á. Þetta er ekki raunin, eða það sem gengur og gerist. Mér finnst ótrúlega gott í dag að vera bara búin að vinna í sjálfri mér og geta elskað mig eins og ég er,“ segir Brynja. Hún bætir því við að ef fólk vilji fá sér brjóstapúða sé ekkert athugavert við það. Hver verði að ákveða fyrir sjálfan sig. Andaði samstundis léttar Brynja segir þó að hún hefði verið til í að hafa aflað sér meiri upplýsinga um hvað getur fylgt brjóstastækkun. „Bara hvað getur gerst. Hvað er breast implant illness? Auðvitað er þetta aðskotahlutur í líkamanum og einhverjir líkamar eru alltaf að reyna að hafna honum, hvort sem hann er farinn að leka eða ekki.“ Brynja segir að um leið og hún hafi vaknað eftir aðgerðina þar sem púðarnir voru teknir úr henni hafi hún getað andað léttar, og bendir á að öll þessi ár hafi hún verið með 650 grömm aukalega framan á brjóstkassanum. „Um leið og ég vaknaði fann ég að það var auðveldara að anda. Þetta eru þyngsli, það er erfiðara að hreyfa sig oft og þetta hefur alltaf tekið í vöðvann þegar ég hef tekið armbeygjur og svoleiðis. Mér hefur aldrei fundist það þægilegt,“ segir Brynja og lýsir fleiri einkennum á borð við ofnæmi og síþreytu sem fylgdu brjóstastækkuninni. Viðtalið við Brynju má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira