Bilun olli því að Mastercard-kortum var hafnað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 18:34 Bilunin olli því að ekki var hægt að greiða með debetkortum frá Mastercard hjá sumum greiðslumiðlurum. Roberto Machado Noa/LightRocket via Getty Bilun sem kom upp hjá Salt pay nú síðdegis olli því að truflun kom upp á heimildagjöf Mastercard-debetkorta hjá einhverjum greiðslumiðlunarfyrirtækjum. Forstjóri RB segir að ekki hafi verið um netárás að ræða og að unnið sé að greiningu á því sem kom fyrir. Fréttastofu bárust ábendingar um að viðskiptavinir verslana hefðu átt í erfiðleikum með að greiða með korti. Þegar blaðamaður hringdi í greiðslumiðlunarfyrirtækið Verifone tók á móti honum símsvari sem hljómaði á þessa leið: „Vegna bilunar hjá RB [Reiknistofu bankanna] er mikið álag á símkerfi Verifone þessa stundina. Truflun er á heimildagjöf á debetkortum og unnið að lagfæringu á því. Viðskiptavinum er bent á að nota kreditkort ef því verður við komið, meðan unnið er að lagfæringu.“ Hið rétta er þó að bilunina má rekja til sambandsleysis milli aðila: Salt Pay og RB. Engin netárás en málið skoðað Í samtali við fréttastofu staðfesti Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB, að bilun hjá Salt Pay og RB sem lýsti sér í einhvers konar sambandsleysi milli aðila hafi valdið því að ekki tókst að gjaldfæra debetkort frá Mastercard. „Það virðast hafa verið einhverjar hafnanir á milli fimm og sex, en þetta er komið í lag. Þetta hefur verið eitthvað sambandsleysi á milli aðila,“ sagði Ragnhildur. Hún segir að ekki hafi verið um neina netárás að ræða, en í síðasta mánuði voru gerðar netárásir á greiðslumiðlunarfyrirtæki með starfsemi hér á landi, með tilheyrandi truflunum á starfsemi þeirra. „Það er unnið að því að greina hvað kom upp. Þetta var ekkert alvarlegt eins og oft vill verða, en auðvitað vill maður ekki sjá þetta gerast.“ Uppfært klukkan 19:22: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að bilunin hefði orðið í kerfum RB. Hið rétta er að um var að ræða sambandsleysi milli aðila, en málið er til rannsóknar. Greiðslumiðlun Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Fréttastofu bárust ábendingar um að viðskiptavinir verslana hefðu átt í erfiðleikum með að greiða með korti. Þegar blaðamaður hringdi í greiðslumiðlunarfyrirtækið Verifone tók á móti honum símsvari sem hljómaði á þessa leið: „Vegna bilunar hjá RB [Reiknistofu bankanna] er mikið álag á símkerfi Verifone þessa stundina. Truflun er á heimildagjöf á debetkortum og unnið að lagfæringu á því. Viðskiptavinum er bent á að nota kreditkort ef því verður við komið, meðan unnið er að lagfæringu.“ Hið rétta er þó að bilunina má rekja til sambandsleysis milli aðila: Salt Pay og RB. Engin netárás en málið skoðað Í samtali við fréttastofu staðfesti Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB, að bilun hjá Salt Pay og RB sem lýsti sér í einhvers konar sambandsleysi milli aðila hafi valdið því að ekki tókst að gjaldfæra debetkort frá Mastercard. „Það virðast hafa verið einhverjar hafnanir á milli fimm og sex, en þetta er komið í lag. Þetta hefur verið eitthvað sambandsleysi á milli aðila,“ sagði Ragnhildur. Hún segir að ekki hafi verið um neina netárás að ræða, en í síðasta mánuði voru gerðar netárásir á greiðslumiðlunarfyrirtæki með starfsemi hér á landi, með tilheyrandi truflunum á starfsemi þeirra. „Það er unnið að því að greina hvað kom upp. Þetta var ekkert alvarlegt eins og oft vill verða, en auðvitað vill maður ekki sjá þetta gerast.“ Uppfært klukkan 19:22: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að bilunin hefði orðið í kerfum RB. Hið rétta er að um var að ræða sambandsleysi milli aðila, en málið er til rannsóknar.
Greiðslumiðlun Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent