Bilun olli því að Mastercard-kortum var hafnað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 18:34 Bilunin olli því að ekki var hægt að greiða með debetkortum frá Mastercard hjá sumum greiðslumiðlurum. Roberto Machado Noa/LightRocket via Getty Bilun sem kom upp hjá Salt pay nú síðdegis olli því að truflun kom upp á heimildagjöf Mastercard-debetkorta hjá einhverjum greiðslumiðlunarfyrirtækjum. Forstjóri RB segir að ekki hafi verið um netárás að ræða og að unnið sé að greiningu á því sem kom fyrir. Fréttastofu bárust ábendingar um að viðskiptavinir verslana hefðu átt í erfiðleikum með að greiða með korti. Þegar blaðamaður hringdi í greiðslumiðlunarfyrirtækið Verifone tók á móti honum símsvari sem hljómaði á þessa leið: „Vegna bilunar hjá RB [Reiknistofu bankanna] er mikið álag á símkerfi Verifone þessa stundina. Truflun er á heimildagjöf á debetkortum og unnið að lagfæringu á því. Viðskiptavinum er bent á að nota kreditkort ef því verður við komið, meðan unnið er að lagfæringu.“ Hið rétta er þó að bilunina má rekja til sambandsleysis milli aðila: Salt Pay og RB. Engin netárás en málið skoðað Í samtali við fréttastofu staðfesti Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB, að bilun hjá Salt Pay og RB sem lýsti sér í einhvers konar sambandsleysi milli aðila hafi valdið því að ekki tókst að gjaldfæra debetkort frá Mastercard. „Það virðast hafa verið einhverjar hafnanir á milli fimm og sex, en þetta er komið í lag. Þetta hefur verið eitthvað sambandsleysi á milli aðila,“ sagði Ragnhildur. Hún segir að ekki hafi verið um neina netárás að ræða, en í síðasta mánuði voru gerðar netárásir á greiðslumiðlunarfyrirtæki með starfsemi hér á landi, með tilheyrandi truflunum á starfsemi þeirra. „Það er unnið að því að greina hvað kom upp. Þetta var ekkert alvarlegt eins og oft vill verða, en auðvitað vill maður ekki sjá þetta gerast.“ Uppfært klukkan 19:22: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að bilunin hefði orðið í kerfum RB. Hið rétta er að um var að ræða sambandsleysi milli aðila, en málið er til rannsóknar. Greiðslumiðlun Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Fréttastofu bárust ábendingar um að viðskiptavinir verslana hefðu átt í erfiðleikum með að greiða með korti. Þegar blaðamaður hringdi í greiðslumiðlunarfyrirtækið Verifone tók á móti honum símsvari sem hljómaði á þessa leið: „Vegna bilunar hjá RB [Reiknistofu bankanna] er mikið álag á símkerfi Verifone þessa stundina. Truflun er á heimildagjöf á debetkortum og unnið að lagfæringu á því. Viðskiptavinum er bent á að nota kreditkort ef því verður við komið, meðan unnið er að lagfæringu.“ Hið rétta er þó að bilunina má rekja til sambandsleysis milli aðila: Salt Pay og RB. Engin netárás en málið skoðað Í samtali við fréttastofu staðfesti Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB, að bilun hjá Salt Pay og RB sem lýsti sér í einhvers konar sambandsleysi milli aðila hafi valdið því að ekki tókst að gjaldfæra debetkort frá Mastercard. „Það virðast hafa verið einhverjar hafnanir á milli fimm og sex, en þetta er komið í lag. Þetta hefur verið eitthvað sambandsleysi á milli aðila,“ sagði Ragnhildur. Hún segir að ekki hafi verið um neina netárás að ræða, en í síðasta mánuði voru gerðar netárásir á greiðslumiðlunarfyrirtæki með starfsemi hér á landi, með tilheyrandi truflunum á starfsemi þeirra. „Það er unnið að því að greina hvað kom upp. Þetta var ekkert alvarlegt eins og oft vill verða, en auðvitað vill maður ekki sjá þetta gerast.“ Uppfært klukkan 19:22: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að bilunin hefði orðið í kerfum RB. Hið rétta er að um var að ræða sambandsleysi milli aðila, en málið er til rannsóknar.
Greiðslumiðlun Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira