Bilun olli því að Mastercard-kortum var hafnað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 18:34 Bilunin olli því að ekki var hægt að greiða með debetkortum frá Mastercard hjá sumum greiðslumiðlurum. Roberto Machado Noa/LightRocket via Getty Bilun sem kom upp hjá Salt pay nú síðdegis olli því að truflun kom upp á heimildagjöf Mastercard-debetkorta hjá einhverjum greiðslumiðlunarfyrirtækjum. Forstjóri RB segir að ekki hafi verið um netárás að ræða og að unnið sé að greiningu á því sem kom fyrir. Fréttastofu bárust ábendingar um að viðskiptavinir verslana hefðu átt í erfiðleikum með að greiða með korti. Þegar blaðamaður hringdi í greiðslumiðlunarfyrirtækið Verifone tók á móti honum símsvari sem hljómaði á þessa leið: „Vegna bilunar hjá RB [Reiknistofu bankanna] er mikið álag á símkerfi Verifone þessa stundina. Truflun er á heimildagjöf á debetkortum og unnið að lagfæringu á því. Viðskiptavinum er bent á að nota kreditkort ef því verður við komið, meðan unnið er að lagfæringu.“ Hið rétta er þó að bilunina má rekja til sambandsleysis milli aðila: Salt Pay og RB. Engin netárás en málið skoðað Í samtali við fréttastofu staðfesti Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB, að bilun hjá Salt Pay og RB sem lýsti sér í einhvers konar sambandsleysi milli aðila hafi valdið því að ekki tókst að gjaldfæra debetkort frá Mastercard. „Það virðast hafa verið einhverjar hafnanir á milli fimm og sex, en þetta er komið í lag. Þetta hefur verið eitthvað sambandsleysi á milli aðila,“ sagði Ragnhildur. Hún segir að ekki hafi verið um neina netárás að ræða, en í síðasta mánuði voru gerðar netárásir á greiðslumiðlunarfyrirtæki með starfsemi hér á landi, með tilheyrandi truflunum á starfsemi þeirra. „Það er unnið að því að greina hvað kom upp. Þetta var ekkert alvarlegt eins og oft vill verða, en auðvitað vill maður ekki sjá þetta gerast.“ Uppfært klukkan 19:22: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að bilunin hefði orðið í kerfum RB. Hið rétta er að um var að ræða sambandsleysi milli aðila, en málið er til rannsóknar. Greiðslumiðlun Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Fréttastofu bárust ábendingar um að viðskiptavinir verslana hefðu átt í erfiðleikum með að greiða með korti. Þegar blaðamaður hringdi í greiðslumiðlunarfyrirtækið Verifone tók á móti honum símsvari sem hljómaði á þessa leið: „Vegna bilunar hjá RB [Reiknistofu bankanna] er mikið álag á símkerfi Verifone þessa stundina. Truflun er á heimildagjöf á debetkortum og unnið að lagfæringu á því. Viðskiptavinum er bent á að nota kreditkort ef því verður við komið, meðan unnið er að lagfæringu.“ Hið rétta er þó að bilunina má rekja til sambandsleysis milli aðila: Salt Pay og RB. Engin netárás en málið skoðað Í samtali við fréttastofu staðfesti Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB, að bilun hjá Salt Pay og RB sem lýsti sér í einhvers konar sambandsleysi milli aðila hafi valdið því að ekki tókst að gjaldfæra debetkort frá Mastercard. „Það virðast hafa verið einhverjar hafnanir á milli fimm og sex, en þetta er komið í lag. Þetta hefur verið eitthvað sambandsleysi á milli aðila,“ sagði Ragnhildur. Hún segir að ekki hafi verið um neina netárás að ræða, en í síðasta mánuði voru gerðar netárásir á greiðslumiðlunarfyrirtæki með starfsemi hér á landi, með tilheyrandi truflunum á starfsemi þeirra. „Það er unnið að því að greina hvað kom upp. Þetta var ekkert alvarlegt eins og oft vill verða, en auðvitað vill maður ekki sjá þetta gerast.“ Uppfært klukkan 19:22: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að bilunin hefði orðið í kerfum RB. Hið rétta er að um var að ræða sambandsleysi milli aðila, en málið er til rannsóknar.
Greiðslumiðlun Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira