Af metnaðarfullum áætlunum Reykjavíkurborgar Óskar J. Sandholt skrifar 25. október 2021 08:01 Nú er rétt ár liðið síðan Reykjavík kynnti fyrst áform sín um að setja aukinn kraft í stafræna umbreytingu á þjónustu og innviðum borgarinnar. Þessi áform voru sett fram og kynnt með Græna planinu sem var lagt fram í fyrra sem viðspyrna vegna fyrirsjáanlegs efnahagssamdráttar. Óháð því er planið metnaðarfull stefna sem setur fram spennandi framtíðarsýn fyrir Reykjavíkinga og í raun landsmenn alla. Í fjárfestingaráætlun borgarinnar var fyrir ári tekið frá fjármagn upp á samtals rúmlega 10 milljarða króna fyrir árin 2021-2023 í stafræna umbreytingu. Það risastóra verkefni hófst í byrjun þessa árs og hafa verið skiptar skoðanir um umfangið og framkvæmdina. Spurningar vöknuðu um það hvort borgin væri að útiloka hugbúnaðar- og tæknifyrirtækin í landinu með því að ráða til sín fjölda fólks sem nauðsynlegur er til að framkvæma svo umfangsmikið verkefni. Það eru eðlilegar áhyggjur þegar um verkefni af þessu tagi er að ræða og af þessari stærðargráðu. Gagnrýnin sem við fengum sneri meðal annars að umfanginu og samtök hugbúnaðarfyrirtækja létu t.d. duglega í sér heyra. Kjörnir fulltrúar höfðu líka spurningar um hvað væri á bakvið þessar háu fjárhæðir og metnaðarfullu áætlanir um umbyltingu á þjónustu og innri starfsemi Reykjavíkurborgar. Væri einhver leið betri og hagkvæmari – fyrir íbúana og aðra notendur þjónustu borgarinnar? Eftir á að hyggja var gott að fá þessa gagnrýni fram svona snemma. Verra hefði verið ef hún hefði mallað undir niðri og valdið kergju á meðal fólks, kollega okkar og bandamanna á þeirri vegferð að nota tækni til að bæta líf fólks og umbreyta mörgu í innri starfsemi okkar. Þess vegna er gott að fá tækifæri til að svara. Svarið við meginspurningunni, um hvort borgin ætli í samkeppni við hugbúnaðarfyrirtækin, er einfaldlega nei. Áætlað er að um fimmtungur fjárhæðarinnar mun fara í launakostnað á árabilinu sem um ræðir. Afgangurinn fer í aðra hluti, meðal annars kaup á ráðgjöf, búnaði, tækni og þjónustu einkaaðila. Við leggjum mikla áherslu á að sem flest fyrirtæki og aðilar á markaði hafi tækifæri til að bjóða í þau innkaup sem framundan eru í þessu verkefni, líka sprotar og lítil og meðalstór fyrirtæki. Af þeim sökum höfum við til dæmis lagt umtalsverða vinnu í að beita nýsköpun í innkaupum og styðjumst við nýjung á því sviði sem gengur undir nafninu DPS. Það dregur úr flækjustigi og gefur fleiri einkaaðilum tækifæri til að taka þátt í þessari spennandi vegferð með okkur. Við höfum aukinheldur úthýst ýmsum stórum rekstrarverkefnum í upplýsingatækni undanfarin misseri til að skerpa fókusinn og reyna að draga úr starfsmannafjölda á móti. Þá er hin spurningin. Er þetta hagkvæm fjárfesting fyrir þau sem greiða útsvar í Reykjavík? Við erum sannfærð um að svo sé. Verkefnið, stafræn umbreyting borgarinnar, snýst um að mæta eðlilegum kröfum borgarbúa og annarra. Fólk hefur ekki lengur þolinmæði fyrir því að þurfa að fylla út prentuð eyðublöð eða vera sent á milli staða með ólíkum opnunartíma til að sækja þjónustu, leyfi eða gögn til borginnar. Það er í raun líka umhverfismál. Tilkoma bankaþjónustu í appi, heilsufarsupplýsinga í gegnum Heilsuveru, einfaldari skattskila og tímapantana á netinu, svo eitthvað sé nefnt hefur gert okkur öll miklu kröfuharðari að þessu leyti. Við viljum sjálf geta sinnt málum eins og innritun í skóla, umsóknum um leyfi til framkvæmda og pöntunum á þjónustu fyrir aðstandendur okkar, þegar okkur hentar. Við viljum ekki vera sett á bið og við viljum vita hvar málin okkar eru stödd í kerfinu hverju sinni. Það er eðlileg krafa. Fyrir mörg þúsund manna vinnustað, þar sem eiginlega allir eiga beinan snertiflöt við borgarbúa á hverjum einasta degi, þá er þetta hins vegar stór áskorun. Við starfsfólk borgarinnar þurfum, rétt eins og ríkið og flest öll fyrirtæki, að breyta því hvernig við vinnum. Við þurfum að taka upp nýja tækni og við þurfum að bæta aðgengi fólks að upplýsingum. Tæknin er samt ekki aðalatriðið hér, heldur er hún tól sem við notum til að ná markmiðum okkar. Aðalatriðið eru þær tugþúsundir notenda sem nýta sér gríðarlega umfangsmikla þjónustu borgarinnar á hverjum degi og upplifun þeirra af þjónustunni. Við köllum þetta áskorun en þetta er líka tækifæri. Ekki bara í að veita Reykvíkingum betri þjónustu og gera líf þeirra léttara á svo ótal marga vegu, heldur líka í að breyta okkar störfum, minnka handavinnu og búa til svigrúm til að nýta þekkingu borgarstarfsmanna í eitthvað verðmætara en að stimpla skjöl og senda tölvupósta. Það er nefnilega þannig að stafræn umbreyting snýst ekki um forritun, tæki eða tól þó allt komi það við sögu. Stafræn umbreyting snýst um bætta þjónustu, aukna hagkvæmni og betri störf. Þetta kostar vissulega sitt en það er lítið í samanburði við hvað breytingarnar munu skila í formi bættra samskipta, þjónustu og ávinnings þeirra sem auðvitað greiða reikninginn á endanum; íbúa borgarinnar. Höfundur er sviðsstjóri Þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Stafræn þróun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er rétt ár liðið síðan Reykjavík kynnti fyrst áform sín um að setja aukinn kraft í stafræna umbreytingu á þjónustu og innviðum borgarinnar. Þessi áform voru sett fram og kynnt með Græna planinu sem var lagt fram í fyrra sem viðspyrna vegna fyrirsjáanlegs efnahagssamdráttar. Óháð því er planið metnaðarfull stefna sem setur fram spennandi framtíðarsýn fyrir Reykjavíkinga og í raun landsmenn alla. Í fjárfestingaráætlun borgarinnar var fyrir ári tekið frá fjármagn upp á samtals rúmlega 10 milljarða króna fyrir árin 2021-2023 í stafræna umbreytingu. Það risastóra verkefni hófst í byrjun þessa árs og hafa verið skiptar skoðanir um umfangið og framkvæmdina. Spurningar vöknuðu um það hvort borgin væri að útiloka hugbúnaðar- og tæknifyrirtækin í landinu með því að ráða til sín fjölda fólks sem nauðsynlegur er til að framkvæma svo umfangsmikið verkefni. Það eru eðlilegar áhyggjur þegar um verkefni af þessu tagi er að ræða og af þessari stærðargráðu. Gagnrýnin sem við fengum sneri meðal annars að umfanginu og samtök hugbúnaðarfyrirtækja létu t.d. duglega í sér heyra. Kjörnir fulltrúar höfðu líka spurningar um hvað væri á bakvið þessar háu fjárhæðir og metnaðarfullu áætlanir um umbyltingu á þjónustu og innri starfsemi Reykjavíkurborgar. Væri einhver leið betri og hagkvæmari – fyrir íbúana og aðra notendur þjónustu borgarinnar? Eftir á að hyggja var gott að fá þessa gagnrýni fram svona snemma. Verra hefði verið ef hún hefði mallað undir niðri og valdið kergju á meðal fólks, kollega okkar og bandamanna á þeirri vegferð að nota tækni til að bæta líf fólks og umbreyta mörgu í innri starfsemi okkar. Þess vegna er gott að fá tækifæri til að svara. Svarið við meginspurningunni, um hvort borgin ætli í samkeppni við hugbúnaðarfyrirtækin, er einfaldlega nei. Áætlað er að um fimmtungur fjárhæðarinnar mun fara í launakostnað á árabilinu sem um ræðir. Afgangurinn fer í aðra hluti, meðal annars kaup á ráðgjöf, búnaði, tækni og þjónustu einkaaðila. Við leggjum mikla áherslu á að sem flest fyrirtæki og aðilar á markaði hafi tækifæri til að bjóða í þau innkaup sem framundan eru í þessu verkefni, líka sprotar og lítil og meðalstór fyrirtæki. Af þeim sökum höfum við til dæmis lagt umtalsverða vinnu í að beita nýsköpun í innkaupum og styðjumst við nýjung á því sviði sem gengur undir nafninu DPS. Það dregur úr flækjustigi og gefur fleiri einkaaðilum tækifæri til að taka þátt í þessari spennandi vegferð með okkur. Við höfum aukinheldur úthýst ýmsum stórum rekstrarverkefnum í upplýsingatækni undanfarin misseri til að skerpa fókusinn og reyna að draga úr starfsmannafjölda á móti. Þá er hin spurningin. Er þetta hagkvæm fjárfesting fyrir þau sem greiða útsvar í Reykjavík? Við erum sannfærð um að svo sé. Verkefnið, stafræn umbreyting borgarinnar, snýst um að mæta eðlilegum kröfum borgarbúa og annarra. Fólk hefur ekki lengur þolinmæði fyrir því að þurfa að fylla út prentuð eyðublöð eða vera sent á milli staða með ólíkum opnunartíma til að sækja þjónustu, leyfi eða gögn til borginnar. Það er í raun líka umhverfismál. Tilkoma bankaþjónustu í appi, heilsufarsupplýsinga í gegnum Heilsuveru, einfaldari skattskila og tímapantana á netinu, svo eitthvað sé nefnt hefur gert okkur öll miklu kröfuharðari að þessu leyti. Við viljum sjálf geta sinnt málum eins og innritun í skóla, umsóknum um leyfi til framkvæmda og pöntunum á þjónustu fyrir aðstandendur okkar, þegar okkur hentar. Við viljum ekki vera sett á bið og við viljum vita hvar málin okkar eru stödd í kerfinu hverju sinni. Það er eðlileg krafa. Fyrir mörg þúsund manna vinnustað, þar sem eiginlega allir eiga beinan snertiflöt við borgarbúa á hverjum einasta degi, þá er þetta hins vegar stór áskorun. Við starfsfólk borgarinnar þurfum, rétt eins og ríkið og flest öll fyrirtæki, að breyta því hvernig við vinnum. Við þurfum að taka upp nýja tækni og við þurfum að bæta aðgengi fólks að upplýsingum. Tæknin er samt ekki aðalatriðið hér, heldur er hún tól sem við notum til að ná markmiðum okkar. Aðalatriðið eru þær tugþúsundir notenda sem nýta sér gríðarlega umfangsmikla þjónustu borgarinnar á hverjum degi og upplifun þeirra af þjónustunni. Við köllum þetta áskorun en þetta er líka tækifæri. Ekki bara í að veita Reykvíkingum betri þjónustu og gera líf þeirra léttara á svo ótal marga vegu, heldur líka í að breyta okkar störfum, minnka handavinnu og búa til svigrúm til að nýta þekkingu borgarstarfsmanna í eitthvað verðmætara en að stimpla skjöl og senda tölvupósta. Það er nefnilega þannig að stafræn umbreyting snýst ekki um forritun, tæki eða tól þó allt komi það við sögu. Stafræn umbreyting snýst um bætta þjónustu, aukna hagkvæmni og betri störf. Þetta kostar vissulega sitt en það er lítið í samanburði við hvað breytingarnar munu skila í formi bættra samskipta, þjónustu og ávinnings þeirra sem auðvitað greiða reikninginn á endanum; íbúa borgarinnar. Höfundur er sviðsstjóri Þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun